Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Side 50

Hugur og hönd - 01.06.2006, Side 50
seinna að kennsla yrði hafin og kenndar fjórar greinar: efnafræði, fríhendisteikning, verklegt nám í trésmíði og myndskurður. Arangur þessa námskeiðs leiddi af sér að tveir félagar okkar luku þar sveins- prófi vorið 2000, þau Anna Lilja Jónsdóttir og Örn Sigurðsson. Próf- verkefni þeirra voru útskorin spjöld í endurreisnarstíl (renais- sance). Prófdómarar voru þeir Jón Hannesson húsgagnasmiður og Sveinn Ólafsson myndskurðar- meistari sem jafnframt kenndi verklega þáttinn. Þá hafði enginn útskrifast sveinn í myndskurði í 46 ár. Sá síðasti sem tók próf var Egill Sveinsson. Hann lærði hjá Ríkarði Jónssyni myndskera og lauk sveinsprófi í júní 1954. Lokaorð Af framansögðu má sjá að margt og margvíslegt hefur verið á dag- skrá hjá félaginu þau ár sem það hefur starfað, en margt er ennþá ósagt sem gaman hefði verið að segja frá í þessu greinarkorni. Þeg- ar þessi grein birtist verður félagið orðið 10 ára, af því tilefni var ákveðið að halda afmælissýningu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Þar voru sýnd öll bestu verk fé- lagsmanna sem unnin hafa verið á þessu 10 ára tímabili, auk þess sem þar voru nokkur verk eldri meist- aranna. I tilefni afmælisársins var efnt til teiknisamkeppni meðal fé- lagsmanna, þessar teikningar voru til sýnis, úrslit dómnefndar kynnt og verðlaun afhent við opnun sýn- ingarinnar. Það má segja að Félag áhuga- manna um tréskurð sé búið að slíta barnsskónum og blómaskeið sé framundan. Góður grunnur var lagður í byrjun ferðar, sem félagið hefur ætíð síðan starfað eftir og ávallt haft til grundvallar í starf- semi sinni. I aðalstjórn félagsins eru Frið- geir H. Guðmundsson, formaður, Halldór Vilhelmsson, gjaldkeri og Guðmundur Ketill Guðfinnsson, ritari. Meðstjórnendur eru Bjarni Þór Kristjánsson og Örn Sigurðs- son. Ritstjóri fréttablaðsins Brýnið er Anna Lilja Jónsdóttir. Ég vil ljúka þessum skrifum mínum sem að mestu hafa fjallað um fyrri ár félagsins með vísunni sem höfðar svo vel til virrnu okkar tréskurðarmanna. Sá er galdur allur á andinn vandi hlutinn, fái vald og einurð á augu, hönd og kutinn. Norræn samtök heimilisiðnaðarfélaga Nordens hnsflidsforbund eru samtök heimilisiðnaðarfélaga á Norður- löndum auk Eistlands. Heimilisiðn- aðarfélag íslands gegnir for- mennsku í samtökunum tímabilið 2004-2007. í hlutverkinu felst að stýra norrænu samstarfi með því að standa fyrir árlegum formanna- fundum heimilisiðnaðarfélaganna auk þess að halda veglegt þing í lok tímabilsins. Til þess að halda utan um nor- ræna verkefnið hefur frá því í byrj- un árs 2005 verið starfandi sérstök nefnd innan félagsins. í nefndinni eru Margrét Valdimarsdóttir for- maður, Asdís Birgisdóttir ráðskona félagsins, Dagbjört Gunnarsdóttir, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Frið- björg Kristmundsdóttir og Soffía Magnúsdóttir. Formannafundir Arlegur formannafundur norrænu heimilisiðnaðarsamtakanna var haldinn í Stokkhólmi í lok septem- ber 2005. Vegna formennsku HFÍ í samtökunum hafði félagið veg og vanda af dagskrá og fundarstjórn. Við undirbúning og framkvæmd fundarins var viðhöfð sú nýbreytni að öll gögn voru bæði á dönsku og Útskornar sænskar krúsir. (höf. ókunnur.) Nei, það skyldi enginn halda, að farangur prófastsdótturinnar hafi ver- ið neinn hégómi, það var vönduð og hreinleg vara, þótt hún væri kanski ekki öll með Parísarsnikk. ... Auk hinna tólf kjóla, sem sumir hverjir voru saumaðir úr silki, flaueli, satíni og krepdusíni, þá voru hér niðurlagðir í ferðakisturnar tíu hvítir ullarbolir úr hinu landsfræga bandi, ásamt jafnmörgum nærskjólum rauðum, tíu blúndulagðir nærkuflar úr þunnu lérefti og jafnmörg yfirskjól úr dýru efni með píf- um fyrir neðan hnéð, sex undirlíf útsaumuð frá hlýraböndum niður í fald, sex útprjónaðar klukkur, átta millipils af ýmsum lit, sum úr brak- silki, önnur með hekluðu millumverki og útsaumuð, sjö útsaumaðir náttserkir, tvær dúnsængur, tólf lök og jafnmörg koddaver, allt með hekluðum bekkjum, og tuttugu handklæði. Halldór Laxness, „Ungfrúin góða og húsið", Fótatak mannanna. Þorsteinn M. Jónsson, 1933, s. 14-15 50 HUGUROG HÖND2006

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.