Hugur og hönd - 01.06.2006, Side 55
ÞÆFING
FELTMAKING, Deborah McGavock and
Lewis, The Crowood Press Ltd., Ramsbury,
Marlborough, Wiltshire, Great Britain 2000,
ISBN 1-86126-308-2.
I upphafi bókarinnar er góð söguleg lýs-
ing á þæfingu og rætt um efni og áhöld. Síð-
an er mismunandi aðferðum lýst, en í hverj-
um kafla er bætt ofan á fróðleik fyrri kafla.
Bókin er prýdd fjölda mynda og teikninga til
frekari skýringar.
□□□
□□□
FILT - Enkle Teknikker, Bente Ravn Toft,
Forlaget Klematis A/S Danmark 2005, ISBN
87-7905-938-4.
Þessi bók sýnir aðferðir við þæfingu eins
og flestar svona bækur gera en aðalkosturinn
við þessa bók er fjöldi skemmtilegra aðferða
og hugmynda sem í henni eru.
HITT OG ÞETTA
THE COMPLETE ENCYCLOPEDIA OF
NEEDLEWORK, Thérése de Dillmont, Run-
ning Press, Philadelphia, Pennsylvania, 2002
(bókin mín er gefin út 1978) ISBN 0-7624-
1318-2.
Þetta er einfaldlega handavinnu „biblían".
Bókin er skrifuð um 1880 og hefur verið end-
urútgefin nokkrum sinnum án nokkurra
breytinga, meira að segja myndir og teikning-
ar eru frá 19. öld. í bókinni eru kaflar um alls
konar útsaum, prjón, hekl, knipl, orkeringu,
hnýtingar, og margt margt fleira.
THE COMPLETE
pncyclopedia
OfNeedlework
THE HARMONY GUIDE TO CROCHET-
ING, Debra Mountford, editor, Harmony
Books, New York 1992, ISBN 0-517-88074-1.
Mjög góð bók um hekl með fjöldann allan
af mynstrum og aðferðum sem er lýst í máli
og myndum skref fyrir skref. Ljósmyndir og
teikningar fylgja öllum mynstrum.
METAL THREAD
EMBROIDERY
METAL THREAD EMBROIDERY, Jane
Lemon, B.T. Batsford, London 2004, ISBN 0-
7134-8926 X.
Ég fékk þessa bók nýverið og þótt ég hafi
ekki kafað mjög djúpt í hana þá eru kostir
hennar augljósir. Efnið er í stafrófsröð þannig
að auðvelt er að fletta upp í henni. Efni og
áhöldum eru gerð góð skil og aðferðum er
lýst á einfaldan og skýran hátt með teikning-
um og ljósmyndum.
LE GRAND LIVRE DE LA BRODERIE Tutti
Frutti, Un Dimanche aprés midi, by Hoddard
and Stoughton, Ltd. London, reprint by speci-
al arrangement) 2005, ISBN 2-915667-18-7 (á
frummáli THE ENCYCLOPEDIA OF STITCH-
ES, Karen Hemingway, editor, New Holland
Publishers (UK) Ltd. 2004ISBN 1-845-37203-4).
Ég var í París s.l. haust (2005) og fór inn í
bókabúð í kjallara Louvre-safnsins. Þar fann
ég þessa bók. Hún heillaði mig vegna þess
hve vel aðferðir eru sýndar með myndum og
teikningum. Flestum gerðum útsaums er lýst í bókinni og þótt ég
hafi ætlað að slá tvær flugur í einu höggi með því að kaupa hana á
frönsku svo að ég myndi neyðast til að viðhalda frönskukunnátt-
unni komst ég seinna að því að hún var upphaflega gefin út á
ensku.
Hún kunni ekki aðeins alt sem laut að ullarvinnu frá því sauðkind er rúin og þángatil reyfið er orðið að flík.
Hún kunni einnig að setja upp vefstól og vefa bæði einfaldan vefnað og margskeftan, jafnvel salúnsofin brekán
ef því var að skifta, og voru dýrgripir og listaverk í senn, að minstakosti í samanburði við auvirðilegt búðarskítti
einsog haft er ofan á rúm núna. ... I þá daga voru oft ofnar fallegar voðir á sveitabæum, og geingið frá þeim að
aldagömlum landsið, síðan voru þær einkum hafðar í karlmannafatnað. En slík vaðmálsföt þóttu ekki fín á Is-
landi, allra síst til sparifatnaðar, fyren farið var að flytja inn skoskan og írskan vefnað af sama tagi og var sagður
í heiðri hafður af heldri mönnum og lávörðum í Bretlandi og kallaður tweed: Harris Tweed, Donegal Tweed
osfrv. í þeim fátæktarheimi sem við lifum í núna ku lávarðar ekki leingur hafa efni á að gánga í tweed.
Halldór Laxness, I túninu heima.
Vaka-Helgafell, 1975, s. 106-107.
HUGUROG HÖND2006 55