Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 4
4 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019
Á áramótum stöldrum við gjarnan við, horfum
til baka og fram á veg. Að baki er 100 ára
afmælisár Ljósmæðrafélagsins og framundan
er ár tilnefnt af Alþjóðaheilbrigðismála-stofn-
uninni sem ár hjúkrunarfræðinga og ljós-
mæðra. Áfram höfum við tækifæri til að láta
til okkar taka, kynna ljósmóðurfræðina, fag
okkar og starf.
Það er ljóst að margt bæði jákvætt og
neikvætt er að gerast hjá ljósmæðrum.
Alþjóðasamstarf Ljósmæðrafélagsins er með
blóma og af eldmóði er ljósmóður- og rann-
sóknarstörfum sinnt með það fyrir augum
að efla heilbrigði, ljósmóðurþekkingu og
þjónustu okkar með konum og fjölskyldum
þeirra. Á sama tíma hafa ljósmæður áhyggjur
af því hvernig streita og kulnun virðist vera
að aukast í hinu íslenska samfélagi með
víðtækum áhrifum, einnig meðal ljósmæðra.
Í þessu Ljósmæðrablaði skrifa ljósmæður
um samskipti á marvíslegan hátt, út frá
samfélaginu sem við lifum í og með heilsufar í huga. Í kraftmiklum
hugleiðingum ljósmóður fjallar Ella Björg Rögnvaldsdóttir um vakta-
vinnuna og álagið sem eykst án þess að ljósmæður fái réttláta umbun
í bættum vinnuaðstæðum og launum. Í sterkri grein Steinunnar Rutar
Guðmundsdóttur um ástandið meðal ljósmæðra, áhrif á heilsufar
og á skjólstæðinga okkar, er vitnað til þeirra sem áhrif hafa á
heimsmyndina, móður Gretu Thunberg sem segir málið snúast um
útbrunnið fólk á útbrunninni plánetu. Steinunn Rut veltir einnig
fyrir sér hvort vinnubrögð, þar sem ljósmæður hlaupa hraðar, borða
hraðar, sofa hraðar og vinna hraðar stríði ekki gegn hugmyndafræði
ljósmæðra og hvort ekki sé löngu tímabært að staldra aðeins við,
hægja ferðina og spyrja nokkurra spurninga? Já, hvar liggja mörkin?
Þessar hugleiðingar má heimfæra á listaverkið á forsíðu; Loved
to death en listamaðurinn Sigrún Hlín segir það hafa vakað fyrir
henni þegar verkið varð til; að skoða að hvaða marki væri mögu-
legt að þenja efnið, slíta og gera við en standa samt uppi með
sama hlutinn í höndunum. Spurningin er hvort peysan sé sterkari
en áður til samræmis við þá mannlegu reynslu að styrkjast við
breytingar og erfiðleika eða er komið að því að henda flíkinni,
eða endurnýta til góðs?
Tími aðventu, jóla og áramóta er líka einstaklingsbundin
reynsla og tækifæri til að minnast gleði- og sorgarstunda og
velta upp tilgangi lífsins. Ljósmæður eru metnaðarfullar og oft
harðar af sér en líka tilfinningaríkar manneskjur. Á dögunum
las ég pistla á feisbúkk þar sem ljósmæður deila persónulegri
reynslu og hljóta þakklæti fyrir. Það er styrkjandi og lærdóms-
ríkt að fá innsýn í hugsanir fólks þegar á reynir, þegar barn deyr,
nánir hafa horfið og söknuðurinn er sár. Einnig var fjallað um
jákvæð samskipti milli fólks og áhrif þeirra til góðs á samferða-
fólk, sem við getum heimfært á fagið okkar og samskipti við
konur, maka þeirra og börn og samstarfsfólk, innan og utan ljós-
móðurstéttarinnar.
Í ljósmæðrakennslunni finn ég hversu mikilvæg jákvæð
samskipti eru milli kvenna og ljósmæðra en einnig milli fagfólks-
ins sem annast konuna og hennar fjölskyldu. Þetta kemur vel fram
þegar klínísk atvik úr starfi eru ígrunduð faglega og tilfinninga-
lega og á þá ekki síst við þegar þegar fagfólk er ekki sammála
vegna ólíkrar hugmyndafræði og þekkingarbakgrunns. Þverfag-
leg samvinna, gagnkvæm virðing gagnvart þekkingu og reynslu
hvers annars, líka nemenda, er nauðsynleg
þegar skjólstæðingum er mætt þar sem þeir
eru staddir. Sameiginleg klínísk ákvarðana-
taka og samkomulag getur skipt sköpum
fyrir útkomu fæðingarinnar í heild.
Fræðilegu greinar blaðsins sem alltaf eru
mikilvægar, fjalla um heilsueflingu í víðum
skilningi, um svefn og svefnvenjur, viðbrögð
við áföllum og ofbeldi, áhrif á barneignarferlið
og hlutverk ljósmæðra í umönnun. Kristín
Georgsdóttir og Hulda Lind Eyjólfsdóttir
skrifa fræðslugreinar sem byggja á lokaverk-
efnum þeirra í ljósmóðurfræði; um mikilvægi
svefnheilbrigðis á meðgöngu og um umskurð
kvenna og áhrif á fæðingu og fæðingarhjálp.
Inga Vala Jónsdóttir ljósmóðir ásamt leiðbein-
endum sínum kynnir meistararannsókn sína í
ritrýndri grein um reynslu þolenda kynferðis-
legs ofbeldis í æsku af barneignarferli,
heilsufari og móðurhlutverki.
Í tilefni þess að árið 2020, er tileinkað
hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum verður margt á döfinni og við
hvattar til að láta að okkur kveða á fjölbreyttan hátt m.a. til að efla
heilsu þeirra sem minna mega sín og veita heilbrigðisþjónustu áháð
uppruna. Anna Kristín B. Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur fjall-
aði um þetta og þá ósvinnu að vísa konu á 36. viku meðgöngu um
miðja nótt úr landi ásamt tveggja ára syni og maka. Pistill hennar
birtist í Fréttablaðinu og við fengum leyfi til að endurbirta, því þetta
kemur okkur ljósmæðrum við.
Á Íslandi veitum við barneignarþjónustu af miklum gæðum, ólíkt
því sem gerist t.d. í Rússlandi. Hópi íslenskra ljósmæðra sem fór
til Pétursborgar í haust fannst þær stíga mörg ár aftur í tímann en
einnig upplifa hvernig rússneskar ljósmæður eru að snúa vörn í
sókn. Áhugi er til staðar hjá Ljósmæðrafélaginu að halda sambandi
við rússneskar starfssystur og styðja þær til valdeflingar eins og
Áslaug Valsdóttir formaður ritar í niðurlagi ferðasögunnar.
Í lok 100 ára afmælisárs, fer vel á því að segja frá hinni merku
ljósmóður Þórunni Á. Björnsdóttur sem var ein af stofnendum Ljós-
mæðrafélagsins. Steinunn H. Blöndal fjallar um hana og stórmerki-
lega bók Þórunnar um hennar störf, sem hún gaf út árið 1929, sem
sýnir að Þórunn var og er fyrirmynd ljósmæðra í orði og verki.
Á næsta ári verður Alþjóðaráðstefna ljósmæðra haldin á Balí. Til
að undirbúa okkur sem ætlum að fara þangað frá Íslandi er fróðlegt
að vita um hefðir í kringum fæðingar á Balí sem Guðrún Guðlaugs-
dóttir ljósmóðir deildi með okkur á feisbúkk í ljósmæðraspjalli og
nú í Ljósmæðrablaðinu. Skemmtilegt er hversu mikil virðing er
borin fyrir fylgjunni á táknrænan hátt.
Ánægjulegar fréttir eiga sér stað sem marka skil í þróun ljósmóður-
þjónustu og sagt er frá í blaðinu t.d. um breytingar á lyfjalögum
sem gefa ljósmæðrum loksins, eftir að minnsta kosti 23 ára baráttu,
möguleika á að ávísa getnaðarvörnum eins og verið hefur lengi á
Norðurlöndunum. Ný námskrá þar sem námi ljósmæðra á Íslandi
lýkur með meistaragráðu til starfsréttinda er kennd í fyrsta sinn
á þessu skólaári. Emma Marie Swift lektor segir hér frá helstu
breytingum s.s. um hvernig skipulagi námsins er ætlað að víkka
starfsvettvang okkar í því að sinna kyn- og kvenheilbrigðis-
þjónustu í auknum mæli og styðja enn frekar við eðlilegt barn-
eignarferli, verðandi foreldra og nýju fjölskylduna.
Ljósmæðrablaðið þakkar fyrir afmælisárið og biður fyrir heilla-
óskir ljósmæðrum til handa á nýju ári.
HVAR LIGGJA MÖRKIN?
R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L
Ólöf Ásta Ólafsdóttir, prófessor
í ljósmóðurfræði, Hjúkrunar-
fræðideild, Háskóla Íslands
Er maginn í steik?
20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki
Omeprazol Actavis
– Við brjóstsviða og súru bakflæði
A
ct
av
is
9
1
0
1
9
0
-1
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum
bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni
með mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli
fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum
um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is