Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 39

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 39
39LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 ERUM VIÐ Á ÚTSÖLU? H U G L E I Ð I N G L J Ó S M Ó Ð U R Það er jú svo, að flestar ljósmæður eru vakta- vinnukonur. Fyrir skömmu var hrundið af stað verkefninu Vellíðan í vaktavinnu á Landspít- alanum og í kjölfarið hef ég mikið velt því fyrir mér hvað vaktavinnan kostar. Þá á ég við hvað hún kostar, ekki stofnunina, heldur okkur sem vinnum vinnuna, rífum okkur upp seint á kvöldin og vinnum á nóttunni, göngum vaktir um helgar, vinnum á jólum og páskum fjarri fjölskyldunni. Ég er að vísu á því að hún kosti stofnanirnar allt of lítið og velti því fyrir mér hvort við gætum mögulega, þegar öllu er á botn- inn hvolft, verið að „borga með okkur“, koma út í mínus. Rannsóknir hafa sýnt að vaktavinna hefur ýmsa neikvæða fylgikvilla. Vaktavinnan hefur áhrif á líkamlega heilsu á margvíslegan hátt enda sýna rannsóknir að vaktavinnufólk hefur oft hærra gildi cortisols í líkamanum en dagvinnufólk. Afleiðingar þess geta verið óþægindi sem í daglegu tali kallast streitu- einkenni. Þar má nefna óþægindi og vanlíðan í maga og meltingarfærum, svefnleysi, stöðug þreyta og jafnvel einkenni frá hjarta og æðakerfi. Auk þessa hefur komið fram að vaktavinna henti einkar illa barnshafandi konum og hafi jafnvel tengsl við fósturmissi, fyrirburafæðingar og vaxtarskerðingu. Við fáum vissulega vaktaálag fyrir næturvaktirnar, en hvað kostar líkamleg heilsa? Erum við að selja okkur langt undir raunvirði? Svo eru það sálrænir og andlegir fylgikvillar. Þeir eru hvorki færri né léttvægari. Einbeitingarörðugleikar, kvíði, depurð og jafnvel þung- lyndi. Kannski eru þetta einkennin sem við erum að sjá birtast í einu orði sem kulnun en bæði vaktavinnufólki og starfsstéttum sem vinna við náin mannleg samskipti er hættara við kulnun í starfi. Við fáum vissulega vaktaálag fyrir næturvaktirnar, en hvað kostar sálræn heilsa? Erum við að selja okkur langt undir raunvirði? Svo er það þetta félagslega? Hver kannast ekki við að hafa misst af páska- dagsmorgni? Af skólaleikritinu, saumaklúbbnum, jólaboðinu með stórfjölskyldunni - eða að fagna jólum og nýju ári með börnunum sínum og maka? Hver kannast ekki við hnútinn í maganum þegar einhver segir „jólaskýrsla“? Vaktavinnan kostar nefnilega tíma með fjölskyldu og vinum, með samferðafólkinu sem skiptir okkur mestu máli. Þar að auki er nánast ógjörningur að skrá sig á námskeið eða líkamsrækt á föstum tímum, það er engin leið að vita hvort maður kemst t.d. alltaf á mánudögum klukkan sex. Við fáum vissulega vaktaálag fyrir næturvaktirnar en hvað kosta þessar gæðastundir sem fljúga hjá og eru liðnar þegar við dröttumst inn um dyrnar heima úrvinda eftir erfiða vakt? Erum við að selja okkur langt undir raunvirði? Svo má velta fyrir sér fyrir hverju við erum að útsetja okkur. Nú hafa ýmsar rannsóknir og kannanir sýnt fram á að hætta á mistökum í starfi eykst þegar unnið er utan þessa hefðbundna dagvinnutíma og einnig þegar unnið er lengur en átta klukkustundir í senn. Við ljósmæður gerum gjarnan bæði, og oft bæði í einu! (Ýmslegt má finna um þetta á þessum vefslóðum: https:// www.vinnueftirlit.is/um-vinnueftirlitid/frettir/nr/507 https://doktor. frettabladid.is/grein/ahrif-vaktavinnu-a-heilsu-lidan-og-svefn https://www.hjukrun.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4c65a5bd-e- 441-11e4-93fd-005056bc2afe https://www. hirsla.lsh.is/bitstream/handle/2336/72813/ H2009-03-85-A1.pdf?sequence=1&isAllo wed=y). Á vef vinnueftirlitsins fann ég þessa klausu: „Það virðist rökrænt að áætla að meiri hætta sé á slysum og afköst verði lélegri á nóttunni en að degi til. Rannsóknir sýna líka að svo er raunin, þótt á hinn bóginn hafi verið bent á að næturvinna er á stundum öðru vísi og einfaldari en dagvinna og ekki eins mikilla afkasta kraf- ist“. Þetta á ekki við um okkar vinnu. Nætur- vinnan okkar er hvorki öðruvísi né einfaldari en dagvaktirnar. Krafist er jafn mikilla afkasta, jafnvel meiri því oft eru jú færri á vakt með jafn marga skjólstæðinga. Tökum sem dæmi tólf klukkustunda næturvakt um helgi (höfum í huga að jafn mikið er greitt fyrir þá vakt og tólf klukkustunda dagvakt um helgi). Þar erum við færri en á öðrum vöktum, berum ábyrgð á fleiri skjólstæðingum, erum oft vansvefta, vinnum lengur en flestir sem vinna dagvinnu, erum útsettari fyrir mistökum og á meðan á öllu þessu stendur þá missum við af partýinu hjá Siggu vinkonu um kvöldið, íþrótta- skólanum hjá yngsta barninu um morguninn, handboltamótinu hjá stelpunni, fimleikasýningunni hjá unglingsstráknum því við þurfum svo að sofa þegar við komum heim. Þá er freistandi að leggja sig bara aðeins, „sofa hratt“, svo við getum tekið þátt í fjölskyldulífinu. Þar af leiðandi vera þreyttari á næstu vakt, með enn meiri hættu á mistökum, líkamlegri og andlegri vanlíðan. Hver kannast ekki við helvítis næturvaktaþynnkuna?! Hvað kostar tíminn með fjölskyldunni? Hvers virði er góð líkam- leg heilsa? Ég tala nú ekki um þá andlegu? Ef þú værir spurð(ur) hvað þú þyrftir að fá borgað fyrir að missa af þriðjungi til helm- ingi þess frítíma sem þú ættir kost á að verja með börnunum þínum, vinum og fjölskyldu. Hvert væri svarið? Hvað þyrftir þú að fá borgað fyrir að þurfa að þola meltingartruflanir, hjartsláttaróreglu og stundum svolitla þynnku án þess að hafa notið rauðvínsglassins daginn áður? Erum við ekki að selja starfskrafta okkar „aðeins“ of ódýrt? Getur verið að það sem við fórnum fyrir vaktavinnuna sé svo mikils virði að við séum í raun að „borga með okkur“? Erum við á útsölu? Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir, meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítala

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.