Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 34
34 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 Það fór varla fram hjá neinum fyrir stuttu þegar konu á 36. viku meðgöngu var vísað úr landi ásamt tveggja ára syni og eiginmanni sínum. Sem hjúkrunarfræðingur og nefndarmeðlimur um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd á Landspítalanum hef ég miklar áhyggjur af þessum viðkvæma hópi og finn ég mig því knúna til að skrifa þessa grein. Umsækjendur um alþjóð- lega vernd á Íslandi búa við afar skerta heilbrigð- isþjónustu þar sem samkvæmt lögum einungis lífsnauðsynlegum meðferðum á að sinna. Þó sýna rannsóknir fram á það að þessi jaðarsetti hópur, sem og aðrir jaðarsettir hópar, hafa meiri þörf fyrir góða alhliða heilbrigðisþjónustu. Þetta stafar af mörgum orsökum m.a. vegna þess að þessir hópar eru líklegri til að hafa upplifað stór andleg og/eða líkamleg áföll í heimalandi sínu eða á vegferð sinni til betra lífs. Eins hafa rannsóknir sýnt fram á verra heilsulæsi hjá þessum hópi ásamt meiri heilsukvíða. Þungaðir einstaklingar í þessum hópi eru jafnframt sjö sinnum líklegri til að upplifa áhættumeðgöngu. Eins og nýliðnir atburðir hafa sýnt okkur þá er að verða æ erfiðara fyrir heilbrigðisstarfsfólk að sinna þessum hópi svo vel skyldi. Ég er uggandi yfir þeirri þróun að aðrar ríkisstofnanir geti tekið fram fyrir hendur sérfræðinga á Landspítalanum og túlkað gögn sem við gefum frá okkur um heilsu þessara sjúklinga að vild. Þessar sömu stofnanir nýta sér lækni göngudeildar sóttvarna til að gefa út vottorð um einstaklinga sem sá sami læknir hefur aldrei séð eða sinnt. Vegna rétts lagalegs orða- lags er það vottorð tekið fram yfir vottorð frá spítalanum þrátt fyrir að umræddur læknir sé lungnalæknir en ekki kvenlæknir og hafði eins og áður sagði ekki hitt sjúklinginn. Heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með þessum hætti kallar skömm yfir okkar stéttir og rýrir trúverðugleika okkar. Mikilvægt er að sjúklingar okkar treysti því að eiga öruggt skjól á Landspítalanum og að orð okkar standist í samskiptum við aðrar ríkisstofnanir. Annað í þessu máli sem kom illa við mig, ásamt mörgu fleira heilbrigðisstarfsfólki, var að á meðan konan dvaldi á Landspítalanum var lögreglan fyrir utan með blikkandi lögregluljós á bíl sínum. Ég sé ekki að tilgangurinn með því hafi verið nokkur nema til að ógna konunni og jafnvel til að undirstrika fyrir starfsfólki að hér væri á ferð kona sem væri ólögleg í okkar landi. Að sinna fólki undir þessum kringumstæðum og jafnframt geta ekki veitt sjúklingi öryggi fyrir utanaðkom- andi ógn eins og þessari er algjörlega ólíðandi að mínu mati og gerir okkur erfitt fyrir að sinna þessum sjúklingahópi jafn vel og öðrum. Þetta atvik sýnir okkur að það er nokkuð greinilegt að ríkisstofnanirnar vinna ekki að sama markmiði: sanngirni og velferð þjónustuþega sinna. Heilbrigðisstarfsfólk sver þess eið að sinna öllum sem til þess leita jafnt og af alúð. Við eigum að vera málsvarar sjúklinga okkar og einungis vinna að hag þeirra. Við erum ekki varðhundar útlendingastefnu landsins eða féhirðar ríkisins. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk geti sinnt skjólstæðingum sínum þvert á uppruna og sama hvaða samfélagshópum skjólstæðingarnir tilheyra. Það getum við því miður ekki gert fyrr en allir sjúklingar okkar fá jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu. Ég hvet lesendur þessa bréfs til að setja sig í spor þeirra sem hafa ekki greitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og reyna að sjá fyrir sér samfélag og heilbrigðiskerfi sem tekur fólki með opnum örmum óháð uppruna. Eins hvet ég heilbrigðisstarfsfólk til að láta í sér heyra þegar sjúklingar okkar eru beittir óréttlæti. Á Íslandi er mikil velmegun og það er til skammar að við viljum ekki deila þeim gæðum með þeim sem minnst mega sín. Við verðum að gera betur. Ú R Þ J Ó Ð F É L A G S U M R Æ Ð U N N I HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA ÓHÁÐ UPPRUNA – við verðum að gera betur Anna Kristín B. Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítala og meistaranemi við H.Í um samfellda þjónustu ljósmæðra. Minnt var á að árið 2020 er ár ljós- mæðra og hjúkrunarfræðinga og mun EMA taka virkan þátt í samstarfi við félög sín og skoða fjárhagsstyrki til verkefnisins. Tékknesku ljósmæðrafélögin sem eru tvö, voru gestgjafar og kynntu vel starfsemi sína og störf ljósmæðra í Tékklandi. Ljósmæður þar segja að tölfræði í landinu varðandi fæðingar sé afar léleg t.d. séu ekki til neinar upplýsingar um mæðradauða og engin reglugerð eða lagasetning sé til um starfsemi stéttarinnar. Nám þeirra er almennt séð þannig að það er 3ja ára BSc nám og síðan þriggja ára sérfræðinám t.d. í heilsugæslu, hjúkrun/ umönnun eftir skurðaðgerðir í fæðingu eða vegna kvensjúkdóma og gjör- gæslu þessa hóps. Um þetta spunnust nokkrar umræður og t.d. upplýsti ljósmóðir frá Búlgaríu að þær störfuðu ekkert sjálfstætt og hittu oft sínar konur á kaff- húsum og víðar. Í landinu er sú þróun nú að konur koma ekki í mæðra- vernd og eru ljósmæður að reyna með þessu móti að stuðla að því að þær hitti einhvern fagmann á meðgöngunni til skrafs og ráðagerða hið minnsta. Þar í landi er mikil togstreita milli lækna og ljósmæðra um hver eigi að sinna þessum hópi þ.e. konum í barneignarferli og ekkert rætt um samvinnu! Árið 1519 kom út fyrsta bókin um ljósmæðrakennslu og 1615 voru ljósmæður prófaðar fyrst, svo stéttin hefur verið til í landinu í langan tíma og starfaði við fæðingarþjónustu og var virt sem stétt allt þar til landið var innlimað í Sovétríkin. Eftir það var tekið upp nýtt kerfi og löggjöf, sem gengur illa að koma til baka. Ljósmæður sem eru viðstaddar heimafæðingar geta verið sektaðar um allt að 40.000 evrur. Varðandi nám ljósmæðra kom í ljós að 22 af 30 löndum eru með direct entry nám fyrir ljósmæður og í 25 af 28 ríkjum eru hjúkrunarfræðingar á einn eða annan hátt að starfa við þjónustu í barneignarferlinu svo sem mæðravernd, sængurleguþjónustu og jafnvel fæðingarþjónustu. Í Króatíu þurfa ljósmæður að endurnýja leyfi sitt á 6 ára fresti. Umræðuefni fundarins fyrir utan hefðbundin fundarstörf var samfelld þjónusta ljósmæðra í öllu barneignarferlinu og sömuleiðis gegnum lífs- skeið kvenna og fjölskyldna þeirra. Nokkrir fyrirlestrar voru fluttir um efnið, bæði reynslu af slíkri þjónustu, hugmyndafræði hennar hvernig verið væri að kenna ljósmæðranemum um hana bæði klíniskt og akadem- iskt. Umræður voru fjörugar og var hópnum skipt í þrjá hópa og fjallað ítarlega um þrjá þætti sem skipta máli; -samfella í þjónustu og kennsla nemenda,- samfella í þjónustu í reynd, drifkraftur, stefnumörkun og innleiðsla, -samfelld þjónusta og rannsóknir, hvaða rannsóknarspurningar væri heppilegt að setja fram? Menntunarráðstefna EMA verður að þessu sinni í Malmö í Svíþjóð í lok nóvember 2019, og hefur hún verið auglýst meðal ljósmæðra á Íslandi. Forseti samtakanna er Mervi Jokinen. Næsti fundur verður í Brussel á næsta ári. Áslaug Valsdóttir formaður LMFÍ Hildur Kristjánsdóttir fráfarandi formaður NJF Framhald frá bls. 9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.