Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Síða 12

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Síða 12
12 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 F R Æ Ð S L U G R E I N INNGANGUR Almennt heilbrigði og heilsuefling hafa verið áberandi hugtök síðustu áratugi en hreyfing og næring hafa verið þar í brennidepli. Hreyfing og mataræði virðast oftar en ekki vera það sem fólk leggur áherslu á að bæta þegar það leitast eftir að efla eigið heilbrigði og oft það fyrsta sem fagfólk vill skoða þegar verið er að greina áhrifaþætti heilbrigðis hjá viðkomandi skjólstæðingi. Svefn og svefnvenjur eiga það til að verða útundan (Erla Björnsdóttir, e.d.). Umfjöllun um svefn og skort á honum hefur aukist töluvert síðustu misseri í íslensku samfélagi, ekki síst í kjölfar þess að forsætisráðu- neytið gaf nýlega út greinargerð þar sem skoðað var hvort færa ætti klukkuna og greint frá því að nætursvefn Íslendinga sé of stuttur (Forsætisráðuneytið, 2018). Einnig hefur umræðan verið um þau áhrif sem nýjasta tækni kann að hafa á eðli og gæði svefns og mögulegan kostnað sem afleiddar afleiðingar skerts svefnheilbrigðis geta haft fyrir samfélög (Vísir, 2018). Svefn er órjúfanlegur þáttur tilverunnar en tilgangur hans var lengi vel dularfull ráðgáta sem rann úr greipum vísindanna í árþúsundir. Á síðustu áratugum hefur vísindalegur skilningur á honum aukist svo um munar. Svefnvísindamaðurinn Matthew Walker (2017) undirstrikar mikilvægi svefns í nýlegri bók sinni Why We Sleep en þar kemur fram að svefn sé nauðsynlegur allri líkams- og heilastarfsemi og sé í raun grunnstoð heilbrigðis. Walker lýsir yfir hljóðlátum faraldri svefnskorts í nútímasamfélagi og telur að sinnuleysi samfélagsins gagnvart svefni sé að hluta tengt því hversu langan tíma það hefur tekið vísindin að skýra frá af hverju við þörfnumst hans. Nú sé það hins vegar orðið ljóst, út frá niðurstöðum þúsunda rannsókna, að öll helstu líffæri líkamans og ferli innan heilans hafi gagn af góðum nætursvefni og sömuleiðis geti orðið meint af sé hann ekki nægur. Svefnheilbrigði er nýtt hugtak innan heilbrigðisvísinda, en það hefur verið skilgreint sem margþætt mynstur svefns og vöku, aðlagað að einstaklingsbundnum, félagslegum- og umhverfislegum þörfum, sem stuðlar að líkamlegri og tilfinningalegri vellíðan. Gott svefnheilbrigði einkennist af góðri upplifun einstaklingsins á svefni, viðeigandi tíma- stjórnun svefntíma, fullnægjandi lengd og nægum gæðum svefns ásamt viðvarandi árvekni á meðan einstaklingurinn vakir (Buysse, 2014). National Sleep Foundation (2015) hefur greint frá því að sjö til níu klukkustunda nætursvefn sé heilbrigð svefnlengd fyrir fullorðna einstaklinga á aldrinum 18-64 ára. Samkvæmt Walker (2017) geta stutt svefnlengd og skert svefngæði haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hann sparar ekki stóru orðin. Sem dæmi má nefna getur reglulegur svefn undir sex til sjö klukkustundum veikt ónæm- iskerfið, aukið líkur á stíflun og kölkun kransæðanna, heilablóðfalli, hjartabilun, þyngdaraukningu og allt að tvöfaldað líkur á krabba- meini. Auk þess getur ónægur svefn, jafnvel aðeins meðalskerðing í eina viku, truflað blóðsykurstjórnun það mikið að viðkomandi gæti flokkast með forstig sykursýki (e. pre-diabetic). Ófullnægjandi svefn stuðlar svo ennfremur að öllum helstu geðsjúkdómum eins og þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsunum. Walker byggir mál sitt á gagnreyndri þekkingu út frá niðurstöðum sinna eigin rannsókna og rannsóknaniðurstaðna annarra fræðimanna, en dramatískar lýsingar hans eru líklega ætlaðar til að vekja fólk til umhugsunar. Bók Walkers (2017) fjallar þannig nánast um alla króka og kima svefns ásamt afleiðingum þess að vanrækja hann og ávinning þess að rækta hann. Mikilvægir þættir sem hann kemur hins vegar ekki inn á er hvernig svefn getur verið breytilegur milli kynja og hvernig ákveðnir þættir hans geta verið einstakir meðal kvenna. Þar ber helst að nefna að svefn og dægursveifla kvenna verður að hluta til fyrir SVEFN FYRIR TVO: TENGSL SVEFN- GÆÐA OG SVEFNLENGDAR Á MEÐGÖNGU VIÐ ÚTKOMU FÆÐINGA Kristín Georgsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi á öðru ári Dr. Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir og lektor við Háskóla Íslands og á Landspítala

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.