Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 31
31LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019
Lee, Taft, Mazza og Loxton, 2015).
Allar konurnar í rannsókninni höfðu sögu um þunglyndi eftir barns-
burð, sem er ein af afleiðingum kynferðislegs ofbeldis í æsku (sjá töflu
3). Þunglyndi er í kjarna sínum skortur á öruggum tengslum (Zeglin,
DeRaedt og Lanthier, 2015), því hefur þunglyndi mæðra verið lýst
sem helstu hindrun í tengslamyndun við börnin (Vaillancourt, Pawlby
og Fearon, 2017). Örugg tengsl eru talin skipta miklu máli varðandi
geðheilbrigði ungbarna og síðar á ævinni (Stefanía B. Arnardóttir,
2017).
Móðurhlutverkið og börnin sem kveikjur og hvatning til úrvinnslu
Börnin komu sem kveikjur að endurlitum og þau urðu einnig hvatn-
ing til úrvinnslu sem samræmist niðurstöðu eigindlegrar rannsóknar
Lis Garratt (2011) og rannsókna á sálfélagsfræðisviði (Cavanaugh
o.fl., 2015; O´Dougherty-Wright, Fopma-Loy og Oberle, 2012). Sumar
mæður eiga reynslu sinnar vegna erfitt með að treysta karlmönnum, sjá
þá sem mögulega gerendur, jafnvel syni sína og maka. Þær sáu einnig
sjálfar sig sem mögulega gerendur. Kveikjurnar og endurlitin áttu ríkan
þátt í því hversu erfitt þeim reyndist að eiga samskipti við börnin á
meðan mesta úrvinnslan var í gangi. Líðanin var mæðrunum svo erfið
að þær notuðu hana sem hvatningu til úrvinnslu, að finna leið til að líða
betur þannig að þær gætu orðið betri mæður.
Takmarkanir rannsóknarinnar
Rannsóknin er byggð á viðtölum við níu konur í samtals 16 viðtölum
sem hafa allar leitað sér aðstoðar hjá sjálfshjálparsamtökum vegna
ofbeldisins sem þær urðu fyrir. Varast ætti að alhæfa út frá niðurstöðum
og heimfæra upp á alla þolendur sem ganga í gegnum barneignarferlið.
FRAMTÍÐARRANNSÓKNIR
Rannsaka þarf nánar hversu miklu máli traust tengsl og stuðningur
ákveðinnar ljósmóður getur skipt konur varðandi upplifun af barn-
eignarferlinu. Vísbendingar eru um að samfelld þjónusta ljósmæðra
gefi þeim færi á að kynnast konunum betur og taka mið af persónu-
legum þörfum í barneignarferlinu. Rannsaka þarf nánar áhrif kyns barns
á konu sem orðið hefur fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Að lokum
þyrfti að gera íhlutunarrannsóknir þar sem bornar væru saman mismun-
andi aðferðir við stuðning við konur í þessum aðstæðum til að stuðla að
gagnreyndri þjónustu.
NOTAGILDI FYRIR LJÓSMÆÐUR OG HEILBRIGÐIS-
STARFSFÓLK
Af rannsókn þessari má álykta að nýta megi betur í ljósmóðurstarfinu
þá þekkingu sem nú þegar er til um þolendur kynferðislegs ofbeldis
í æsku og áhrif þess á barneignarferlið. Mikil vinna er óunnin þótt
jákvæðar breytingar hafi átt sér stað, t.d. er vel mótað verklag um
hvernig spyrja eigi um heimilisofbeldi í meðgönguvernd og bregðast
við því og skimun fyrir geðheilsu og aðgengi að þjónustu sálfræðinga
innan heilsugæslunnar hefur aukist á síðustu árum.
Vinna þarf verklagsleiðbeiningar við umönnun þessa stóra og
viðkvæma hóps og innleiða áfallamiðaða þjónustu og brýnt er að
ákveða hvernig skrá á ofbeldi í rafrænu meðgönguskrána. Með vaxandi
stétt sérfræðinga í ljósmóðurfræði væri mögulegt að móta þjónustu sem
tæki sérstakt tillit til þolenda í barneignarferlinu, sérfræðiljósmóðir á
því sviði gæti verið ráðgefandi fyrir þau sem sinna meðgönguvernd og
fæðingarþjónustu. Sérfræðiljósmóðir gæti nýtt þverfaglega samvinnu
við sjálfshjálparsamtök hér á landi og virkjað þolendur við stefnumótun
og verklagsleiðbeiningar. Reynslan er einstaklingsbundin og því
verður þjónustan að búa yfir ákveðnum sveigjanleika. Mikilvægt er að
samstaða náist meðal heilbrigðisstarfsmanna um skráningu ofbeldis-
reynslu í rafrænu meðgönguskrána. Mætti t.d. nota einhvers konar tákn
fyrir ofbeldisreynslu líkt og gert er fyrir missi á fyrri meðgöngu.
ÁLYKTANIR
Daglega nýta konur með reynslu af kynferðislegu ofbeldi í æsku þjón-
ustu ljósmæðra í meðgönguverndinni, fæða barn, og takast á við móður-
hlutverkið. Ljósmæður þurfa að mæta hverri konu með það í huga að
hún geti verið þolandi kynferðislegs ofbeldis. Ólíklegt er að hún segi
ljósmóður frá ofbeldinu sé hún ekki spurð. Mikilvægt er að spyrja um
ofbeldi, þó svo að líklegt sé að konan neiti því.
Kynferðislegt ofbeldi er mikil meinsemd og varpar löngum skugga
á líf þess sem fyrir því verður, samferðamenn hans og samfélagið allt.
Það er siðferðisleg, samfélagsleg og fagleg skylda að milda afleiðingar
þess og stefna að því að uppræta það.
Tafla 3. Niðurstöður og samræmi við niðurstöður annarra rannsókna.
Konurnar í þessari rannsókn Samræmist niðurstöðum eftirtalinna rannsókna
Snemmbær kynþroski Noll o.fl., 2017
Unglingameðgöngur Madigan, Wade, Talabulsy, Jenkins og Shouldice, 2016; Noll og Shenk, 2013
Höfðu einnig orðið fyrir kynferð-
islegu ofbeldi á fullorðinsárum Lukasse, Henriksen, Vangen og Schei, 2012
Höfðu flestar búið við lakt
heilsufar, sérstaklega langvinna
verki tengda t.d. gigtarsjúk-
dómum og kvensjúkdómum.
Coles, Lee, Taft, Mazza og Loxton, 2015; De
Roa, Paris, Poindessous, Maillet og Héron, 2018;
Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir,
2009; Sigurdardottir og Halldorsdottir, 2013
og 2018; Sigurdardottir, Halldorsdottir, Bender
og Agnarsdottir, 2016; Tomasdottir o.fl., 2015;
Zeglin, DeRaedt og Lanthier, 2015.
Höfðu allar á fullorðinsárum
þjáðst vegna geðraskana,
s.s. kvíða, þunglyndis,
áfallastreituröskunar og
geðhvarfasýki
Coles, Lee, Taft, Mazza og Loxton, 2015; Gottfried,
Lev-Wiesel, Hallak og Lang-Franco, 2015; Hyland
o.fl., 2018; Kendall-Tackett, Cong og Hale, 2013;
Seng, D´Andrea og Ford, 2014; Wosu, Gelay og
Williams, 2015; Zeglin, DeRaedt og Lanthier,
2015.
Meirihlutinn hafði upplifað
endurlit í ofbeldið og hugrof
Coles og Jones, 2009; Garratt, 2011; Leeners,
Görres, Block og Hengartner, 2016; Montgomery,
Pope og Rogers, 2015b.
Margar höfðu misst fóstur, haft
frávik frá eðlilegum meðgöngum
og fæðingum, s.s. langdregnar
fæðingar, keisarar, gangsetn-
ingar, sogklukkur, blæðingar,
einnig ýkta meðgöngukvilla, s.s.
mikla ógleði og grindarverki.
Gisladottir o.fl., 2014 og 2016; Gottfried,
Lev-Wiesel, Hallak og Lang-Franco, 2015; Henrik-
sen, Schei, Vangen og Lukasse, 2014: Lukasse,
Henriksen, Vangen og Schei, 2012; Lukasse,
Schei, Vangen og Øian, 2009; Tomasdottir o.fl.,
2016.
Allar nema ein höfðu neikvæða
reynslu í einhverri af fæðingum
sínum...
Henriksen, Grimsrud, Schei og Lukasse, 2017.
...en margar höfðu góða reynslu
af faglegri umhyggju ljósmóður
á meðgöngu og í fæðingu.
Henriksen, Grimsrud, Schei og Lukasse, 2017;
Leeners, Görres, Block og Hengartner, 2016.
Allar höfðu upplifað skilning-
leysi í heilbrigðiskerfinu, skynjað
vald heilbrigðisstarfsfólks,
sérstaklega lækna, og upplifðu
sig berskjaldaðar.
Henriksen, Grimsrud, Schei og Lukasse, 2017;
LoGiudice og Beck, 2016; Sigrún Sigurðardóttir
og Sigríður Halldórsdóttir, 2009; Montgomery,
Pope og Rogers, 2015a; Coles og Jones, 2009
Allar höfðu ríka þörf fyrir að hafa
tilfinningu um stjórn og þátttöku
í ákvarðanatöku í barneignarferl-
inu.
Henriksen, Grimsrud, Schei og Lukasse, 2017;
LoGiudice og Beck, 2016; Leeners, Görres, Block
og Hengartner, 2016; Montgomery, Pope og
Rogers, 2015a og 2015b.
Allar höfðu þörf fyrir traust og
sumar höfðu góða reynslu af
samfellu í umönnun.
Coles og Jones, 2009; Montgomery, Pope og
Rogers, 2015a; Hildur Kristjánsdóttir, Helga Gott-
freðsdóttir, Amalía Björnsdóttir og Jóhann Ág.
Sigurðsson, 2014.
Flestar áttu einhvern tíma í erfið-
leikum með tengsl og sumar
með snertingu við börn sín.
Cavanaugh o.fl. 2015; Coles og Jones, 2009;
Sigurdardottir, Halldorsdottir og Bender, 2014;
Wright, Fopma-Loy og Oberle, 2012.
Allar höfðu ríka þörf fyrir að
vernda börn sín fyrir hugsanlegu
ofbeldi og margar lýstu tilhneig-
ingu til ofverndunar.
Berman o.fl., 2016; Cavanaugh o.fl., 2015; Coles
og Jones, 2009; LoGiudice og Beck, 2016;
Wright, Fopma-Loy og Oberle, 2012; Sigurdar-
dottir, Halldorsdottir og Bender, 2014;