Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - Dec 2019, Page 13

Ljósmæðrablaðið - Dec 2019, Page 13
13LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 áhrifum kvenhormónanna, estrógens og prógesteróns, sem getur gert konur viðkvæmari fyrir truflunum á svefni. Þannig geta gæði svefns- ins verið breytileg eftir því hvar kona stendur í tíðahringnum og í raun lífinu sjálfu. Svo virðist sem konur séu sérstaklega viðkvæmar fyrir skertum gæðum svefns á mikilvægum tímapunktum lífsins eins og við blæðingar, tíðahvörf, brjóstagjöf, eftir fæðingu og síðast en ekki síst á meðgöngu (Mehta, Shafi og Bhat, 2015; Walsleben, 2011). Svefnferill kvenna á meðgöngu er að mörgu leyti óljós en honum hefur verið lýst sem meðalsvefnlengd upp á 6.8-7.8 klukkustundir á nóttu fyrir meðgöngu sem lengist svo á fyrsta þriðjungi en stytt- ist smám saman á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu og nær svo fyrri lengd á tímabilinu eftir fæðingu (e. postpartum period) (Chang o.fl., 2010; Mindell, Cook og Nikolovski, 2015). Nýleg samantekt á svefnvandamálum á meðgöngu skýrði hins vegar frá því að svo virðist sem svefnlengd haldist stöðug út í gegnum meðgönguna en að svefn- inn sjálfur verði sífellt slitróttari (e. sleep fragmentation) eftir því sem líður á, með verulegri skerðingu á gæðum svefns á síðasta hluta meðgöngunnar og fyrst eftir fæðingu (Wilkerson og Uhde, 2018). Rannsóknir sýna einnig að ákveðinn hluti barnshafandi kvenna nái ekki að uppfylla tillögur National Sleep Foundation (2015) um heilbrigða 7-9 klukkustunda svefnlengd (Facco, Kramer, Ho, Zee og Grobman, 2010; Chang o.fl., 2010; Mindell, Cook og Nikolovski, 2015; Plancoulaine o.fl., 2017). Ef tillögum um heilbrigða svefn- lengd er framfylgt þýðir það að viðkomandi ætti að vera í fasta svefni í um þriðjung ævi sinnar, því má einnig líta þannig á að barnshafandi kona ætti að vera sofandi í um þriðjung meðgöngunnar. Hins vegar hafa ekki verið gefnar út neinar sérstakar tillögur um heilbrigða svefnlengd fyrir konur á meðgöngu (National Sleep Foundation, 2015). Svefnþörf kvenna á meðgöngu er óþekkt og gæti verið breyti- leg eftir aldri, kynþætti eða fjölda fyrri fæðinga (e. parity) (Warland o.fl., 2018). Mat á tíðni skertra svefngæða á meðgöngu er breytilegt á milli rannsókna, allt frá 29% (Plancoulaine o.fl., 2017) til 76% (Mindell, Cook og Nikolovski, 2015). Árið 2018 var birt safngreining sem mat tíðni skertra svefngæða hjá barnshafandi konum en samkvæmt niðurstöðum hennar upplifa 47,5% barnshafandi kvenna skert svefn- gæði (Sedov o.fl., 2018). Þrátt fyrir breitt bil á niðurstöðum rann- sókna sem lagt hafa mat á tíðni skertra svefngæða á meðgöngu er ljóst að meðganga hefur neikvæð áhrif á svefnheilbrigði og að stór hluti barnshafandi kvenna, jafnvel helmingur þeirra, upplifi skert svefngæði. Margar ástæður geta legið að baki því hvers vegna ákveðinn hluti barnshafandi kvenna nær ekki að uppfylla skilyrði um heilbrigða svefnlengd og að jafnvel stærri hluti þeirra upplifi skert svefngæði. Meðgöngu fylgja nefnilega margar lífeðlisfræðilegar breytingar sem hafa áhrif á svefn og gera barnshafandi konur viðkvæmari fyrir trufl- unum á honum. Slíkar breytingar geta líka gert vandamál verri ef þau voru nú þegar til staðar (Oyiengo o.fl., 2014). Líkamlegar breytingar sem og hormónabreytingar geta átt sinn þátt í skertum svefngæðum og styttri svefnlengd. Vaxandi óþægindi tengd þyngdaraukningu og breyttri líkamslögun geta tekið sinn toll en þeim fylgja ef til vill einnig ógleði, mikil þvagþörf, næturmiga, höfuðverkir, bakflæði, fósturhreyfingar, liðverkir, erfiðleikar við að finna þægilega stellingu eða vöðvakrampar. Allt þetta og fleira getur valdið truflunum á svefni (Oyiengo o.fl., 2014; Wilkerson og Uhde, 2018) og þar með haft áhrif á svefnlengd og svefngæði. Þar af hafa tíð þvaglát og erfiðleikar við að finna þægilega stellingu virst vera meðal algengustu meðgöngutengdu ástæðna fyrir truflunum á svefni (Mindell, Cook og Nikolovski, 2015). Þekkt er að oxytósín, hormónið sem veldur samdráttum í leginu, nær hámarki á nóttunni, sem mögulega veldur slitróttum svefni undir lok meðgöngu (Oyiengo o.fl., 2014). Einnig er talið að sú mikla hækkun sem verður á prógesteróni, estrógeni og prólaktíni á meðgöngu geri konur syfjaðar, sem geti svo bent til ófullnægjandi svefns. Um þetta er hins vegar ekki til nægilega mikil gagnreynd þekking til að draga ályktanir (Wilkerson og Uhde, 2018). Á undan- förnum árum hefur hins vegar orðið til aukin þekking á tengslum svefngæða og svefnlengdar við útkomu fæðinga. TENGSL SVEFNGÆÐA OG SVEFNLENGDAR VIÐ ÚTKOMU FÆÐINGA Fyrsti og annar þriðjungur meðgöngu Rannsóknir sem skoðað hafa tengsl svefngæða og svefnlengdar á fyrstu tveimur þriðjungum meðgöngu við útkomu fæðingar eru af skornum skammti. Niðurstöður þeirra fáu rannsókna sem hafa skoðað fyrsta þriðjung meðgöngu í því samhengi benda til þess að skert svefngæði á þeim tímapunkti meðgöngu geti aukið líkur á fyrirburafæðingu (Li o.fl., 2017) og keisaraskurði (Okun, Schetter og Glynn, 2011). Eins virðast skert svefngæði á öðrum þriðjungi meðgöngu geta aukið líkur á fyrirburafæðingu (Blair o.fl., 2015; Li o.fl., 2017; Strange o.fl., 2009) og að fæðing endi með keisaraskurði (Li o.fl., 2017). Svefnlengd á fyrsta og öðrum þriðjungi meðgöngu hefur verið mun minna skoðuð í samhengi við útkomu fæðinga samaborið við svefngæði. Niðurstöður tveggja rannsókna benda þó til að skert svefnlengd (<6 klst) á fyrstu sex mánuðum meðgöngu geti aukið líkur á fyrirburafæðingu (Kajeepeta o.fl., 2014) og fylgju- losi (Qiu o.fl., 2015). Þriðji þriðjungur meðgöngu Flestar rannsóknir sem skoða svefngæði og svefnlengd meðgöngu einblína á þriðja þriðjung meðgöngu. Ástæðan gæti verið, eins og áður hefur komið fram, að talið er að skerðing svefngæða og svefnlengdar verði markvisst meiri með aukinni meðgöngulengd og nái hámarki á síðasta þriðjungi meðgöngu (Chang o.fl., 2010; Mindell, Cook og Nikolovski, 2015; Sedov o.fl., 2018). Niðurstöður rannsókna sem hafa skoðað skert svefngæði og svefnlengd (≤6klst) á þriðja þriðjungi meðgöngu benda til að slíkt geti aukið líkur á fyrirburafæðingu (Dolatian, Mehraban og Sadeghniat, 2014; Li o.fl., 2017; Micheli o.fl., 2011; Okun Schetter og Glynn, 2011). Þar virðist kynþáttur geta skipt máli með aukinni áhættu hjá konum af afrískum amerískum uppruna (Blair o.fl., 2015). Skert svefngæði og svefnlengd á þriðja þriðjungi meðgöngu virðist einnig geta tengst fæðingarmáta (Hung, Ko og Chen, 2014; Li o.fl., 2017; Naghi o.fl., 2011; Teong o.fl., 2017; Zafarg- handi o.fl., 2012). Flestar þeirra rannsókna sem hafa greint tengsl milli svefngæða eða svefnlengdar á síðasta þriðjungi meðgöngu við fæðingarmáta hafa sýnt fram á að skert svefngæði eða stutt svefnlengd á þeim tímapunkti meðgöngu geti marktækt aukið líkur á að fæðing endi með keisaraskurði (Li o.fl., 2017; Naghi o.fl., 2011; Teong o.fl., 2017; Zafarghandi o.fl., 2012). Áhalda- fæðing hefur verið minna skoðuð útkomubreyta í rannsóknum samanborið við keisaraskurð en niðurstöður rannsóknar frá árinu 2014 sýndu fram á marktæk tengsl skertra svefngæða á síðasta þriðjungi meðgöngu við auknar líkur á áhaldafæðingu (Hung, Ko og Chen, 2014). Rannsóknir á skertum svefngæðum og svefnlengd á síðasta þriðjungi meðgöngu í tengslum við lengd fæðingar eru takmark- aðar en þær sem það hafa skoðað hafa flestar sýnt fram á mark- tæk tengsl, ýmist milli stuttrar svefnlengdar (Teong o.fl., 2017; Tsai o.fl., 2013; Zafarghandi o.fl., 2012), skertra svefngæða (Naghi o.fl., 2011) eða þeirra beggja (Lee og Gay, 2004) á síðasta þriðjungi meðgöngu við lengri tímalengd virkrar fæðingar. Tvær rannsóknir hafa skoðað útkomubreytuna mænurótardeyfingu í tengslum við svefngæði (Hung, Ko og Chen, 2014) og svefn- lengd (Hall o.fl., 2012) á síðasta þriðjungi meðgöngu en ekki hafa fundist marktæk tengsl þar á milli (Hung, Ko og Chen, 2014; Hall o.fl., 2012). Við gagnaöflun fannst engin rannsókn sem á síðustu tíu árum hefur skoðað svefngæði og/eða svefnlengd á meðgöngu í tengslum við verkjaupplifun í fæðingu en ein rannsókn skoðaði verkjaupplifun eftir valkeisaraskurð í því samhengi. Niðurstöður sýndu að skert svefngæði á síðasta þriðjungi meðgöngu væru í sterkum tengslum við hærra skor á verkjakvarða eftir valkeisara- skurð (Orbach-Zinger o.fl., 2016).

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.