Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 36
36 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 skýringin á slaufuskreytta bílnum og ljósmyndaranum á planinu! Eins ánægjuleg stund og þetta virtist vera fyrir fjölskylduna þá sat í mér tilf- inning sem ég þurfti tíma til að átta mig alveg á. Sinn er siðurinn í landi hverju, þetta var eins og vera hent aftur um áratugi – og þá er ég ekki bara að tala um húsnæðið – heldur frekar stöðu konunnar í samfélaginu. Ef hinn batnandi efnahagur gerði sumum feðrum kleift að versla nýjan bíl handa konunni en fannst í lagi að hún fæddi við þessar aðstæður, hvað segir það almennt um stöðu kvenna í Rússlandi? Inga Vala Jónsdóttir FÆÐINGARDEILD SJÚKRAHÚSSINS Á VASELYEVSKY EYJU Þann 10. október var haldið af stað í skoðunarferð á fæðingardeild sjúkrahússins á Vaselievsky eyju, en þar fer einnig fram kennsla ljós- mæðranema borgarinnar. Með í för var rússneski túlkurinn okkar. Sjúkrahúsið er í gömlu virðulegu húsi sem byggt var um aldamótin 1900 og ber mikinn svip af þeim byggingarstíl sem tíðkaðist á tímum síðustu keisaranna. Þegar komið var inn í húsið tók á móti okkur stórt og fallegt anddyri og breiður marmaralagður stigi upp á efri hæðir. Vikt- oria Kuznetsova ljósmóðir bauð okkur velkomnar og fengum viðeigandi hlífðarfatnað og skó til að fara í. Þarna hittum við líka Jóhönnu, finnska ljósmóður og kennara við Helsinki háskóla, sem einnig var með okkur á ráðstefnunni og hélt þar erindi. Fylgdi Viktoria okkur um húsið, en það var hreint ævintýri. Byrjuðum við á göngudeild þar sem meðhöndluð voru ýmis meðgönguvandamál og fleira. Voru okkur sýnd tæki og tól sem notuð voru í þessu skyni. Til dæmis: rafskautstæki notuð við andlegum kvillum og einnig við ófrjósemi, bæði kvenna og karla; gufutæki við öndunar- færasjúkdómum, s.s. kvefi og berkjubólgu; TNS við gyllinæð og fleira slíkt. Það sem einna mesta athygli okkar vakti var stórt og mikið tæki sem framleitt er í Rússlandi. Fara konur í það til að auka blóðflæði til fylgju þegar grunur er um vaxtarskerðingu, einnig var það notað til meðferðar á meðgöngueitrun og jafnvel við hótandi fyrirbura fæðingu og stundum notað til að meðhöndla ófrjósemi. Var þetta einskonar poki eða belgur sem konan fór í og var beitt jákvæðum þrýstingi á fætur og neikvæðum þrýstingi yfir miðju. Virtust ljósmæðurnar sem sýndu okkur og störfuðu með tækið vera mjög hrifnar af því. Því næst fengum við að sjá skurðstofur sjúkrahússins sem var mjög áhugavert. Okkur varð ljóst að við vorum komnar í annan menn- ingarheim, þar sem aðrar venjur og siðir eru, og við þekkjum lítið. Skurðstofa kvennadeildar var eitt risastórt herbergi með þremur skurðar- borðum og svæfingavélum. Var gert ráð fyrir að aðgerðir færu fram á öllum borðum samtímis, ef þess var þörf. Skurðstofur fyrir fæðingar- deildina voru hins vegar á fæðingarganginum og eingöngu ætlaðar fyrir keisaraskurði og aðgerðir eftir fæðingu. Fæðingardeildin sjálf var á þriðju hæð hússins. Fyrst fengum við að sjá fæðingarstofur sem ætlaðar voru konum sem gátu borgað fyrir einkastofu til að fæða barnið. Kostaði það sem svaraði heilum mánaðarlaunum ljós- mæðra, eða um það bil 90.000 kr. ef konur kusu slíka aðstöðu. Þar gat maki líka verið með í fæðingunni. Þær sem ekki gátu borgað fyrir slíkan munað urðu að láta sér lynda að vera á tveggja manna stofu, meðan þær fæddu, og fékk maki ekki að vera viðstaddur. Ljósmæður tóku yfirleitt á móti börnunum, nema ef kona vildi ekki fæða liggjandi á bakinu, þá varð læknir að taka á móti hjá henni. Okkur var sagt að á sjúkrahúsinu væri mikið um áhættufæðingar og keisaratíðni nokkuð há. Voru börn keisarakvenna höfð á barnastofu í sólarhring eftir fæðingu og fengu ekki að fara til mæðra sinna fyrr en þær væru farnar að hressast svolítið. Voru konur nokkra daga í sæng- urlegu og þá margar saman á stofu. Rétt eins og tíðkaðist hér á landi fyrir ekki svo löngu. Að lokum var okkur svo sýndur fyrirlestrasalur og bókasafn sjúkrahússins. Var það vel þess virði. Upprunaleg húsgögn og bókahillur úr eik. Svolítið eins og að hverfa 120 ár aftur í tímann. Viktoria sýndi okkur einnig lækningasafnið, þar sem gömul áhöld voru geymd og það allra forvitnilegasta, líffærasafnið, þar sem til dæmis voru mjaðmagrindur í hillum og ýmis líffæri og fóstur voru geymd formalíni í krukkum. Rétt eins og til var á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, og er kannski enn. Það vakti athygli okkar að Viktoria ljósmóðir sagði okkur að hún sjálf hefði kosið að fæða sín börn heima, frekar en á sjúkrahúsi, þrátt fyrir að heimafæðingar séu ekki taldar æskilegar í Rússlandi og ljósmæður mega ekki taka á móti í heimahúsi. Samt sem áður þekkti hún ljósmóður sem var tilbúin að taka áhættuna að vera með henni í fæðingunni. Það kom svo í ljós þegar Viktoria ljósmóðir sagði frá fæðingunum sínum, að túlkurinn okkar hafði líka fætt heima og með þessari sömu ljósmóður. Var Viktoria mikil talskona umbóta í meðhöndlun kvenna í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og vildi gjarnan bæta nám ljósmæðra og frelsi þeirra og sjálfstæði í vinnu. Björg Sigurðardóttir RÁÐSTEFNAN BETTER BIRTH PRACTICES 11. OKT. Mér var falið að skrifa um ráðstefnuna sem haldin var á Holiday Inn hótelinu við Moskovskí vorota í Sankti-Pétursborg í Rússlandi föstu- daginn 11. október 2019. Undirbúningurinn var ekki langur. Í febr- úar vissi Viktoría (tengiliður okkar) af því að við kæmum, í mars hvað við værum margar, í apríl var komin hugmynd að einhvers konar hringborðsumræðum, sem þróuðust yfir í stutta ráðstefnu (júlí) og í ágústlok var ljóst að þetta var heill dagur frá 9-17. Ráðstefnan hófst með setningarávarpi Valentínu Demínu, sem er í forsvari fyrir ljós- mæðradeild Félags Hjúkrunarfræðinga í St. Pétursborg, en síðan tók við framkvæmdastjóri Samtaka rússneskra hjúkrunarfræðinga, Valerí Samoilendko. Hann talaði í um það bil hálftíma um stöðu og horfur ljós- mæðra og hjúkrunarfræðinga í Rússlandi. Þá tók við Júlía Agapova, ljósmóðir sem hafði fylgst þögul með þegar okkur var sýnt Fæðingarhús númer 17. Hún hélt innblásna ræðu og talaði af eldmóði um hvað þyrfti að bæta í menntun ljósmæðra og starfsumhverfi. Í ræðu hennar kom í ljós hvernig menntun er almennt

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.