Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 29
29LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019
erfiðleikum með tengsl og sumar með snertingu við þau. Tvær yngstu
konurnar voru spurðar af ljósmóður um ofbeldisreynslu en aðrar tvær
sögðu frá að eigin frumkvæði þegar þær voru komnar af stað með
úrvinnslu úr reynslu sinni.
„Það vantar meiri skilning á manni“
Meginniðurstaða rannsóknarinnar og yfirþema er að enn ríki ákveðið
skilningsleysi meðal almennings og innan heilbrigðiskerfisins, á
langvarandi áhrifum kynferðislegs ofbeldis í æsku á konur og hvernig
það markar reynslu þeirra af barneignarferli, heilsufari, og móðurhlut-
verki. Meirihlutinn fann fyrir áhrifum ofbeldisins á heilsufar og þurftu
mikla þjónustu frá heilbrigðiskerfinu. Allar höfðu fundið fyrir skiln-
ings- og stuðningsleysi af hálfu heilbrigðisstarfsfólks en einnig notið
stuðnings ljósmóður sem hjá nokkrum skilaði sér í góðri og eflandi
fæðingarreynslu.
„Maður er mest berskjaldaður í fæðingunni“ - Áhrif á barn-
eignarferlið
Allar lýstu hversu berskjaldaðar þær voru í viðkvæmum aðstæðum í
barneignarferlinu. Berskjöldun þeirra vísar til erfiðleika við að standast
skaðleg áhrif margra streituvaldandi þátta sem þær urðu fyrir. Þessi áhrif
voru að hluta til vegna félagslegra samskipta. Þær fundu sig vanvirtar
á ýmsan hátt og upplifðu neikvæðar tilfinningar eins og skömm og
sektarkennd. Ísold fann sterkt til skammar þegar henni fannst hríðar-
nar óbærilega sárar og réði ekki við viðbrögð sín: ,,svo skammaðist ég
mín bara fyrir mig ... var alveg að spyrja hvort það heyrðist vel á milli
herbergja .. því það voru svo ógeðslega mikil læti í mér, ég hef aldrei
öskrað svona mikið.“
Flestar konurnar lýstu mikilvægi þess að hafa tilfinningu um stjórn
á aðstæðum, stjórn á eigin líkama og að undirbúa sig til að geta frekar
haft stjórn. Að sama skapi fannst þeim verulega erfitt þegar þær misstu
tilfinningu um stjórn á aðstæðum og á eigin líkama. Mörgum varð að
umtalsefni forræðishyggja heilbrigðisstarfsfólks og skortur á upplýs-
ingum sem olli því að stjórn náðist ekki eða glataðist. Sumar tengdu
kveikjur við missi á stjórn sem hafði þá neikvæð áhrif á fæðinguna.
Konurnar lýstu því hvernig stuðningur hjálpaði þeim áleiðis í
úrvinnslu og hversu mikilvægur hann væri fyrir líðan þeirra. Þær
nefndu t.d. stuðning frá sjálfshjálparsamtökum, foreldrum, barns-
feðrum, læknum, félagsráðgjafa og presti. Á meðgöngu og í fæðingu
voru ljósmæður í lykilhlutverki sem helsti stuðningsaðilinn. Á síðustu
meðgöngu fékk Nanna ljósmóður sem reyndist henni vel. Bauð henni
m.a. upp á tíðari komur vegna fyrri sögu og áfalla þótt enn hefðu minn-
ingarnar um kynferðislega ofbeldið í æsku ekki náð upp á yfirborðið:
Hún var frábær! Hún var geðhjúkrunarfræðingur líka í
grunninn, þannig að hún fór svolítið með mér í gegnum margt
af þessari fyrri reynslu minni og hún náði svolítið að tala úr
mér þennan stífleika gagnvart meðgöngu og fæðingum.“
Nanna hafði frá fæðingu síðasta barns hafið mikla sjálfsvinnu sem
meðal annars fólst í því að taka ábyrgð á eigin heilsu. Í meðgöngu-
verndinni fékk hún stuðning við það ferli og val um fæðingarmáta og
öðlaðist í framhaldi af því frábæra og eflandi fæðingarreynslu. Sólrún
var gangsett í síðustu fæðingu og varð fyrir miklu áfalli þegar hjart-
sláttur féll hjá barninu, fannst hún missa stjórn á aðstæðum og upplifði
glundroða ásamt því að fá ekki nægar upplýsingar um hvað væri um
að vera. Á meðan hún jafnaði sig urðu vaktaskipti og metur hún mikils
hvernig næsta ljósmóðir kom að hennar aðstæðum:
Hún kemur til mín .. rosalega almennileg og segir ..: „Ég var
að lesa .. um reynsluna þína“ af því að ég var búin að taka
það fram að ég hefði lent í kynferðisofbeldi, og hérna: „Við
skulum bara fara rosa varlega í þetta og ef þú leyfir þá langar
mig að skoða sem sagt útvíkkunina hjá þér, hvernig gengur og
svo ef þú ert tilbúin í það þá set ég drippið aftur af stað.“ Þetta
fannst mér frábær vinnubrögð, af því að þarna fékk ég eitthvað
um málið að segja.
Nafn Aldur Staða Börn Fæðing/Keisari
Fósturlát/
Fóstureyðing Ofbeldisreynsla
Vera 20-30 Háskólamenntun, á vinnu-markaði, í sambúð 1 0/1 1
Sem unglingur, einn óskyldur aðili, endur-
tekið.
Olga 40-50 Grunnskólamenntun, öryrki, í hlutastarfi, í sambandi. 3 3/1 2
Frá leik skólaaldri, fleiri en einn gerandi,
skyldir, endurtekið. Nauðgun snemma á
fullorðinsárum, skyldur aðili.
Nanna 30-40 Háskólanemi, í hlutastarfi, gift 4 2/2 2
Frá leikskólaaldri, fleiri en einn skyldur
aðili, endurtekið. Nauðgun á unglings-
árum, óskyldur aðili.
Sólrún 30-40 Grunnskólamenntun, öryrki, fráskilin. 3 2/1 1
Á leikskólaaldri, óskyldur aðili. Nauðgun
á unglingsárum, ókunnur gerandi. Nauð-
gun á fullorðinsárum, kunningi. Ofbeldi í
sambúð.
Katrín 30-40 Háskólamenntun, á vinnu-markaði og í námi, fráskilin. 2 2/0 2
Frá leikskólaaldri, endurtekið, skyldur
aðili. Hópnauðgun snemma á fullorðins-
árum. Margar nauðganir eftir það, margir
gerendur.
Rún 50-60 Framhaldsskólamenntun, öryrki, fráskilin. 2 2/0 1
Á grunnskólaaldri, óskyldur aðili. Nauð-
gun á unglingsárum. Heimilisofbeldi og
kynferðislegt ofbeldi í hjónabandi.
Júlía 30-40 Háskólamenntun, á vinnu-markaði, gift. 2 2/0 0
Á leikskólaaldri og grunnskólaaldri af
hendi óskyldra og skylds aðila. Ofbeldi í
fyrra sambandi.
Ísold 30-40 Háskólamenntun, á vinnu-markaði, gift. 1 1/0 0
Nauðgun á unglingsárum, óskyldur aðili.
Ofbeldi í nánu sambandi á unglingsárum.
Snædís 50-60 Grunnskólamenntun, á vinnu-markaði, fráskilin. 1 1/0 1
Frá leikskólaaldri. Margendurtekið ofbeldi
af hálfu skylds og óskyldra aðila.
Tafla 2. Yfirlit yfir þátttakendur í rannsókninni