Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 9
9LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019
Norska ljósmæðrafélagið hefur í gegnum árin verið með nokkuð stöð-
ugan félagsmannafjölda en því miður hafa margar ljósmæður sagt sig úr
félaginu á undanförnum árum og er stærsti hluti þeirra að fara á eftirlaun.
Nýjar ljósmæður skila sér ekki nægjanlega vel til félagsins og er það að
einhverju leyti vegna þess að norska hjúkrunarfélagið styrkir hjúkrunar-
fræðinga til náms í ljósmóðurfræðum gegn því að vera áfram í félaginu
eftir útskrift.
Norska ljósmæðrafélaginu hefur fram til þessa tekist að ná betri samn-
ingum fyrir sína félagsmenn en hinu félaginu, en áfram eru árekstrar sem
eru vandmeðfarnir.
Mikið vinnuálag er á ljósmæðrum í Noregi og einn vandinn er sá að
fæðingardeildir eru skilgreindar sem legudeildir í stað þess að skilgreina
þær sem bráðadeildir sem þá gæfi fleiri stöðugildi. Eins og á Íslandi er
mjög stórt hlutfall ljósmæðra bæði í heilsugæslu og á sjúkrahúsum sem
vinnur hlutastarf.
Ljósmæður berjast gegn frekari miðstýringu fæðingarþjónustu og stór
hreyfing hefur myndast um þessa baráttu, en fæðingarstöðum hefur fækkað
úr 95 í 45 á síðustu 30 árum og fækkar enn. Þessu fylgir að oft er langt fyrir
konur á næsta fæðingarstað, sem dæmi fæddu 350 konur á leið á fæðingar-
stað á síðastliðnu ári sem er tvöföldun frá árinu á undan. Ljósmæðrafélagið
hefur rætt við ríkið um svokallaða fylgiþjónustu, þ.e. að heilsugæsluljós-
móðir fylgi konunni á fæðingarstað en ekki er vilji til að greiða fyrir þá
þjónustu. Sængurleguþjónusta í heimahúsum er ekki til staðar í öllu landinu
en flestar konur fara heim innan sólarhrings eftir fæðingu og fá konur eina
heimsókn ljósmóður þar sem samningur er til staðar.
Fyrstu klínísku leiðbeiningar á Norðurlöndunum um heimafæðingar
komu út í Noregi árið 2012 og eru ljósmæður með samning við ríkið um
greiðslu fyrir heimafæðingar en ekki vaktþjónustu eða sængurleguþjón-
ustu. Ennfremur eru ljósmæður að berjast fyrir því að fá að ávísa nauðsyn-
legum lyfjum.
Félagið hefur unnið að áætlun um viðbótarmenntun og endurmenntun
ljósmæðra og er það gert í samvinnu við ljósmæðradeild norska hjúkr-
unarfélagsins. Eins og kom fram á síðasta ári vinnur félagið að menntun
ljósmæðra í Afganistan ásamt því að styrkja samtök ljósmæðra þar.
Formannsskipti urðu í félaginu s.l. haust og Kirsten Jörgensen hætti og
Kari Aarö tók við.
Vinna sænska ljósmæðrafélagsins að flutningi félagsins til SRAT
hefur gengið allvel og stór hluti ljósmæðra hefur flutt sig frá Vårdför-
bundet með félaginu. Í Svíþjóð eru um það bil 8200 ljósmæður með
starfsleyfi og starfandi sem ljósmæður, þar af eru um 7400 í heilbrigðis-
geiranum og eru næstum 100% þeirra konur. Um 14% ljósmæðra vinna í
einkageiranum. Aldurssamsetning stéttarinnar er eins og á hinum Norður-
löndunum þannig að stór hópur er að fara á eftirlaun og þetta hefur m.a.
leitt til þess að það vantar ljósmæður á mörg stóru sjúkrahúsin, en þaðan
er líka flótti vegna erfiðra starfsskilyrða og mikils álags. Ennfremur vantar
ljósmæður mjög víða á landsbyggðinni og í Svíþjóð er eins og í flestum
hinum löndunum að um 80% ljósmæðra vinna hlutastarf. Um 390 nýjar
ljósmæður útskrifast á ári, en vinnuskilyrði, tregða fæðingarstaða til að
vinna skv. gagnreyndri þekkingu og launaþróun eru taldar vera ástæður
þess hversu fáar skila sér í vinnu á fæðingarstöðum og hversu margar
reyndari hætta.
Ljósmæður fá aðeins greitt fyrir heimafæðingar frá ríkinu í Umeå og
Stokkhólmi. Aðeins er um að ræða frískar fjölbyrjur sem búa í mesta lagi
20 mín frá næstu fæðingardeild og krafan er að tvær ljósmæður séu við
fæðinguna. Þær starfa sjálfstætt og senda reikning til bæjarstjórnarinnar.
Heimafæðingum hefur fjölgað nokkuð og er það talið vera m.a. vegna
þess að tveimur ljósmæðrareknum fæðingardeildum (BB Sophia og Södra
BB) hefur verið lokað.
Félagið berst fyrir því að ljósmæður geti sinnt heimaþjónustu sængur-
kvenna en þær fara heim innan 24 tíma eftir fæðingu. Þær eru einnig að
berjast fyrir því að ljósmæður fái leyfi til að ávísa lyfjum til kvenna á
breytingaskeiði og að komið verði á hæfniviðmiðum fyrir starfið í heild.
Ljósmæðrafélagið hefur sett fram markmið varðandi fæðingar í landinu
sem eru;
• 1 ljósmóðir fyrir hverja konu í fæðingu
• Max 80 konur í mæðravernd á ári
• Ein ljósmóðir sinnir aðeins 4 fjölskyldum í eftirþjónustu
• Samfella í barneignarferlinu verði norm en ekki undantekning
Ljósmæður í landinu sem stunda rannsóknir, vinna nú að því að skoða
ýmsar leiðir að þessum markmiðum og skoða jafnframt óskir kvenna og
ánægju þeirra með þau þjónustuform sem eru í boði.
Félagið styður ötullega óskir ljósmæðraskóla landsins um ,,direct entry“
nám. Ríkið setti á laggirnar nefnd til að skoða málið sem því miður skilaði
áliti um að aðeins hjúkrunarfræðingar gætu hafið nám í ljósmóðurfræði.
Vinnureglur nefndarinnar voru of þröngar strax í upphafi og hefur verið
farið fram á að málið verði skoðað aftur og þá með áherslu á menntun
ljósmæðra í framtíðinni og þarfir samfélagsins.
Sænska ljósmæðrafélagið hóf Twinning verkefni með hollenska
félaginu KNOV í Sierra Leone og Ghana.
Þegar umræðum um skýrslur landanna lauk var gengið til umræðu um
önnur mál á dagskránni. Í fyrstu var umræða um breytingar á starfsemi
sænska ljósmæðrafélagsins eins og fjallað var um hér að ofan. Síðan fór
töluverður tími í að fara yfir ,,manifesto“ eða stefnumótun NJF og var
ákveðið að formaður NJF, Hildur Kristjánsdóttir myndi kynna stefnumót-
unina í upphafi ráðstefnunnar í Hörpu. Almenn ánægja er með plaggið og
segjast sænskar ljósmæður þegar hafa notað það til að styrkja rökstuðn-
ing um case-load midwifery á fæðingardeildum landsins en verið er að
innleiða þessa hugmyndafræði og vinnu í Stokkhólmi og víðar.
Næsta NJF ráðstefna verður haldin í Helsinki í Finnlandi 4. – 6. maí
árið 2022 sjá (https://njfcongress.fi/ ) og er það tilhlökkunarefni. Ljóst er
eftir fundinn að félög allra landanna glíma við svipuð vandamál og einnig
að þau eru lausnamiðuð og á fundinum tókst að ræða mörg áhugaverð
mál sem félögin kynna hvert hjá sér eins og við á. Ákveðið var að fresta
frekari umræðum um doulur, miðstýringu fæðingarþjónustu, um laun og
kosti/styrkleika starfsins til næsta stjórnarfundar í Noregi á næsta ári.
Á síðasta stjórnarfundi í Þórshöfn í Færeyjum var Lillian Bondo
formaður danska ljósmæðrafélagsins tilnefnd sem forseti samtakanna þar
sem Hildur Kristjánsdóttir hafði ákveðið að ljúka embættistíð sinni að
ráðstefnunni lokinni og var Lillian einróma kjörin forseti. Hildur notaði
tækifærið og þakkaði fyrir góða samvinnu þann tíma sem hún hefur sinnt
þessu embætti eða frá árinu 2007.
ICM
Alþjóðasamtök ljósmæðra ICM óskuðu eftir því að halda svæðisfund
N-Evrópu á Íslandi í tengslum við NJF ráðstefnuna í Reykjavík í maí
2019. Skipulagning fundarins tókst vel og fundurinn vel heppnaður.
Tilgangur fundarins var að tengja saman stjórnir svæðanna og skiptast
á upplýsingum. Á fundinum var m.a. rætt um stofnun Yfirljósmóður í
Bretlandi, sem væri samhæfingaraðili á landsvísu. Ennfremur var rætt
hvernig heppilegt væri að eiga samskipti milli svæða ICM (Facebook
var ein uppástungan). Stefnumótunarskjal NJF var rætt sem dæmi um
hvernig væri hægt að ræða málefni ljósmæðra og þjónustu þeirra bæði á
Norðurlöndum og í öðrum Evrópulöndum.
NJF RÁÐSTEFNA HALDIN Í HÖRPU Í REYKJAVÍK.
Ljósmæðrafélag Íslands var gestgjafi Norðurlandaráðstefnu NJF að
þessu sinni og var ráðstefnan haldin í Hörpu og hófst á 100 ára afmælis-
degi félagsins. Þema ráðstefnunnar var „Midwifery across borders“.
Ráðstefnuna sóttu yfir 700 ljósmæður frá 27 löndum og á dagskrá voru
fjöldi erinda og veggspjalda. Aðalfyrirlesarar voru Helga Gottfreðs-
dóttir, prófessor frá Íslandi, Ellen Aagaard Nöhr frá Syddansk háskól-
anum í Odense og Edwin Van Teijlingen frá Bournemouth háskólanum
í Englandi.
Forseti NJF setti ráðstefnuna að vanda og fjallaði í ræðu sinni meðal
annars um vinnuaðstæður og líðan ljósmæðra, sem brýnt er að rannsaka
þar sem æ fleiri ljósmæður hverfa til annarra starfa og ýmsar rannsóknir
benda til þess að líðan þeirra í starfi sé ekki góð.
EMA
Miðstjórnarfundur EMA (Evrópusamtaka ljósmæðra) var haldinn í Prag í
Tékklandi í september. Í EMA eru 38 aðildarfélög og innan þeirra raða eru
57 þúsund ljósmæður. Helstu mál á dagskrá fundarins að þessu sinni voru
umræður um fjármál samtakanna, skýrsla síðasta árs kynnt og áskoranir
sem ljósmæður Evrópu standa frammi fyrir og að þessu sinni var fjallað
Framhald á bls. 34