Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 28
28 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 þátttakenda réði vali í samræmi við tilgangsúrtak. Leitast var við að finna konur á breiðum aldri, yngstu börn þeirra voru á fyrsta ári og elstu komin yfir þrítugt, og með fjölbreyttan bakgrunn til að gefa sem víðasta mynd af reynslu þolenda (sjá töflu 2). Valdar voru níu konur sem allar höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Á öðru þrepi undirbjó rannsakandi (fyrsti höfundur) sig með því að íhuga hugmyndir sem hann hafði um fyrirbærið og hvað gæti haft áhrif á þær hugmyndir. Rannsakandi hélt rannsóknardagbók, skráði hagnýt atriði og hugsanir um allt sem viðkom rannsókninni, t.d. fyrirframgefnar hugmyndir. Reynt var markvisst að leggja þær til hliðar. Á þriðja þrepi fór fram gagnasöfnun. Tekin voru eitt til tvö djúpviðtöl, 47-78 mínútna löng, alls 16 viðtöl, sem voru hljóðrituð. Notast var við viðtalsáætlun en lögð var áhersla á að hver kona tjáði sig frjálst og óhindrað um reynslu sína. Í lok viðtals var farið stuttlega yfir það sem kom fram og gefinn möguleiki á að bæta við. Seinna viðtalið var notað til að fá nánari skýr- ingar. Greining gagna hófst samhliða öflun þeirra þar sem rannsakandi greindi jafnóðum það sem rætt var um, t.d. með því að fá þátttakanda til að lýsa betur aðstæðum, tilfinningum, viðbrögðum sínum og velta fyrir sér hvað olli þeim. Hætt var að sækjast eftir viðtölum þegar talið var að mettun væri náð. Á fjórða þrepi var áframhaldandi gagnagreining þar sem viðtölin voru rituð orðrétt upp, allar þagnir, öll hljóð. Vitundin var skerpt og rannsakandi „melti“ gögnin. Á fimmta þrepi hófst svo grein- ing textans í þemu, merkt við allt sem þótti standa upp úr, velt fyrir sér dýpri merkingu, fundið það sameiginlega og ólíka í reynslu þátttakenda og þemunum gefin heiti. Á sjötta þrepi voru smíðuð myndræn orðgrein- ingarlíkön fyrir hvern og einn þátttakanda þar sem reynsla hverrar konu var dregin saman sem síðan var svo borin undir hluta þátttakenda á sjöunda þrepi til að auka réttmæti og áreiðanleika. Á áttunda þrepi var smíðað heildargreiningarlíkan, þar sem fundin voru meginþemu og undirþemu (sjá mynd 2). Rannsóknargögnin voru borin saman við heildargreiningarlíkanið á níunda þrepi og á tíunda þrepi voru niðurstöður ígrundaðar, kjarni þeirra dreginn fram og rannsókninni gefin yfirskriftin: „Það vantar meiri skilning á manni.“ Á ellefta þrepinu voru niðurstöðurnar bornar undir hluta þátttakenda og að lokum, á tólfta þrepi, voru niðurstöður settar fram í texta þar sem reynt var að láta allar raddir þátttakenda heyr- ast (Sigríður Halldórsdóttir, 2013; Halldórsdóttir, 2000). Þátttakendur Þátttakendur voru níu þolendur, konur á þrítugs- til sextugsaldri, meðal- aldur um fertugt, þrjár frumbyrjur og sex fjölbyrjur. Hjá sjö byrjaði ofbeldið á leikskóla- eða grunnskólaaldri og hjá tveimur á unglings- árum. Allar nema tvær urðu fyrir ofbeldi skyldra aðila, meirihlutinn margendurtekið. Yfirlit yfir þátttakendur er að finna í töflu 2. Réttmæti og áreiðanleiki Til að auka réttmæti og áreiðanleika rannsóknarinnar var áhersla á samræmi rannsóknarinnar við þá aðferð sem valin var. Reynt var að hafa þátttakendur ólíka, t.d. á mismunandi aldri, mismargar fæðingar að baki, fjölbreytta reynslu af barneignarferlinu og ekki allar fætt á sama fæðingarstaðnum. Jafnhliða því að finna sameiginlega reynslu var líka skoðað það sem var sérstakt (Sigríður Halldórsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir, 2013). Þrep 7, 9 og 11 Vancouver-skólans eru sérstak- lega hugsuð til að auka réttmæti rannsóknar (Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir, 2009). Siðfræði Vísindasiðanefnd samþykkti rannsóknina (VSNb2018010015/03.01). Mögulegir þátttakendur höfðu sjálfir samband við rannsakanda, með símtali eða tölvupósti. Áður en gagnaöflun hófst fengu þátttakendur kynningarbréf og voru upplýstir um tilgang rannsóknarinnar. Þeim var kynntur réttur sinn til að hætta þátttöku hvenær sem er, undirrituðu samþykkisyfirlýsingu og voru verndaðir með dulnefnum. Aðeins fyrsti höfundur veit deili á þátttakendum. Þátttakendum var tryggð fagleg aðstoð hjá þeim sjálfshjálparsamtökum sem þeir tengdust þar sem málefnið er viðkvæmt og hefði mögulega getað komið á tilfinningaróti. Eftir að viðtölin voru skrifuð upp, var hljóðupptökum eytt. Skrifuð viðtöl voru geymd á tölvutæku formi í skýjaþjónustunni OneDrive og eytt eftir að rannsókninni lauk. Í öllu ferlinu voru hafðar í huga þær fjórar siðfræðilegu reglur sem liggja til grundvallar vísindarannsóknum, þ.e. um virðingu, skaðleysi, velgjörðir og réttlæti gagnvart þátttak- endum (Sigurður Kristinsson, 2013). NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur áttu margt sameiginlegt svo sem snemmbæran kynþroska og unglingameðgöngur. Konurnar höfðu allar upplifað erfiðleika, áföll og ýmis frávik í barneignarferlinu, á meðgöngu, í fæðingu, í sængurlegu og á fyrstu mánuðum barnsins. Margar höfðu misst fóstur og haft frávik frá eðlilegum meðgöngum og fæðingum, langdregnar fæðingar, keisara, gangsetningar, sogklukkur, blæðingar og ýkta meðgöngukvilla, t.d. mikla ógleði og grindarverki. Allar nema ein höfðu neikvæða reynslu í einhverri af fæðingum sínum en margar góða reynslu af faglegri umhyggju ljósmóður á meðgöngu og í fæðingu. Konurnar upplifðu sig berskjaldaðar í barneignarferlinu og höfðu upplifað skilningsleysi heilbrigðisstarfsfólks. Allar höfðu ríka þörf fyrir stjórn og þátttöku í ákvarðanatöku í barneignarferlinu en skynjuðu ákveðna valdbeitingu heilbrigðisstarfsfólks, sérstaklega lækna. Traust var mikilvægt fyrir þær og sumar höfðu góða reynslu af samfelldri þjónustu ljósmóður og/eða fæðingarlæknis. Þær höfðu flestar búið við slæmt heilsufar, þjáðst af langvinnum verkjum, höfðu allar þjáðst á full- orðinsárum vegna geðraskana; kvíða, þunglyndis og áfallastreiturösk- unar. Meirihluti hafði upplifað endurlit í ofbeldið og hugrof. Allar höfðu ríka þörf fyrir að vernda börn sín fyrir hugsanlegu ofbeldi og margar lýstu tilhneigingu til ofverndunar en flestar áttu í einhverjum 40 Mynd 2. Heildargreiningarlíkanið sem sýnir yfirþemað, „Það vantar meiri skilning á manni“: Að vera þolandi í barneignarferli. Jafnframt sýnir líkanið meginþemun þrjú: 1. „Í fæðingunni er maður mest berskjaldaður“: Áhrif á meðgöngu og fæðingu; 2. „Það er alls konar að mér“: Áhrif á heilsufar; 3. „Þroski litaður sársauka“: Áhrif á móðurhlutverk. Mynd 1. Vitrænt vinnuferli Vancouver-skólans (Sigríður Halldórsdóttir, 2013) Mynd 2. Heildargreiningarlíkanið sem sýnir yfirþemað, „Það vantar meiri skilning á manni“: Að vera þolandi í barneignarferli. Jafnframt sýnir líkanið meginþemun þrjú: 1. „Í fæðingunni er maður mest berskjaldaður“: Áhrif á meðgöngu og fæðingu; 2. „Það er alls konar að mér“: Áhrif á heilsufar; 3. „Þroski litaður sársauka“: Áhrif á móðurhlutverk. 39 Mynd 1. Vitrænt vinnuferli Vancouver-skólans (Sigríður Halldórsdóttir, 2013)

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.