Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 19
19LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 sem fylgir því að opna þær (e. deinfibulation) og því er slíkur umskurður talinn draga úr líkunum á því að þær stundi kynlíf utan hjónabands. Í þeim löndum sem verknaðurinn er framinn er hann talinn minna á kven- leika og hógværð sem gefur þá hugmynd að stúlkur og konur séu hreinar og fallegar eftir að líkamspartar sem taldir eru óhreinir, ókvenlegir eða karllægir/karlkyns hafa verið fjarlægðir. Í sumum samfélögum eru konur sem ekki hafa verið umskornar álitnar óhreinar og ekki leyft að meðhöndla mat. Þá er sums staðar talið að konur geti átt við ófrjósemis- vandamál að stríða hafi þær ekki verið umskornar. Oftast virðist siðurinn snúast um að hafa einhvers konar hemil á kynhvöt og kynlífi kvenna og/ eða vera talinn hluti af því að verða fullorðin og gjaldgeng kona (Ofor og Ofole, 2015). Oft eru það einhvers konar hefðbundnir iðkendur (e. traditional pract- itioners) sem framkvæma umskurði (Ofor og Ofole, 2015) en þó þekkist einnig að heilbrigðisstarfsfólk, trúarleiðtogar og ýmsir aðrir framkvæmi slíkar aðgerðir (WHO, 2018). Í rannsókn Ahmed o.fl. hafði 91 stúlka af 135 verið umskorin af heilbrigðisstarfsfólki, þar á meðal læknum og hjúkrunarfólki, á meðan 44 höfðu verið umskornar af hefðbundnum iðkendum. Umskurðir eru oftast framkvæmdir án deyfingar eða verkja- lyfja í umhverfi sem ekki hefur verið sótthreinsað en þó er stundum notast við smyrsli til deyfingar sem búin hafa verið til af heimafólki (Chibber, El-Saleh, El-Harmi, 2011). Engar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á tíðni umskorinna kvenna sem búsettar eru á Íslandi og því er erfitt að átta sig á hversu stór hópur kvenna hér á landi er í þessari stöðu. Þó er hægt að draga ýmsar ályktanir af þeim tölulegu upplýsingum sem til eru með því að kanna hversu margar konur frá ofangreindum löndum búa hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands bjuggu 23 konur á aldr- inum 15 til 49 ára frá ofangreindum 8 löndum hér á landi árið 2018 (Hagstofa Íslands, 2018). Ef þær upplýsingar sem fram koma hjá UNICEF eru lagðar til grundvallar má því draga þá ályktun að 80% þessara kvenna séu umskornar eða um það bil 19 konur. Jafnframt mætti draga einhverjar ályktanir af erlendum rannsóknum og má nefna sem dæmi að talið er að 90% af sómölskum konum á barneignaraldri sem búa í Englandi og Wales hafi gengist undir umskurð (Moxey og Jones, 2015). ÓLÍKAR TEGUNDIR UMSKURÐA - SKILGREININGAR Þeir verknaðir sem kallaðir eru einu nafni umskurðir eða limlesting á kynfærum kvenna eru margs konar og innbyrðis ólíkir. Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin skilgreinir fjórar megintegundir umskurða og er víðast hvar stuðst við þá flokkun. 1. flokkur: Snípur er fjarlægður að hluta eða öllu leyti. Í mjög sjald- gæfum tilfellum er einungis húðin í kringum sníp fjarlægð (e. Clitoridectomy). 2. flokkur: Snípur og skapabarmar eru fjarlægðir að hluta eða öllu leyti (e. Excision). 3. flokkur: Þrenging á leggangaopi með eða án þess að skera burtu sníp. Afskornu kantarnir af innri eða ytri börmum eru færðir saman og saumaðir og hylja þar með leggöng. Örlítið gat er skilið eftir til að hleypa út þvagi og tíðablóði (e. Infibulation). 4. flokkur: Öll önnur skaðleg inngrip á kynfærum kvenna án læknis- fræðilegs tilgangs, svo sem skröpun (e. scraping), stungur (e. prick- ing), götun (e. piercing), skurður (e. incising) og þegar brennt er fyrir (e. cauterizing) (WHO, 2018). Við heimildarlestur kom í ljós að orðin deinfibulation eða anterior episiotomy eru notuð um svokallaða opnunaraðgerð sem mælt er með víða í fæðingum hjá vissum hópi umskorinna kvenna. Í þessari grein verður notast við orðið opnun eða opnunaraðgerð. LÍKAMLEGAR OG SÁLRÆNAR AFLEIÐINGAR UMSKURÐA Á KONUR Í rannsóknum hefur komið fram að umskurðir hafa miklar afleiðingar fyrir þolendur, bæði andlegar og líkamlegar. Vandkvæði sem geta komið upp um leið og umskurður er framkvæmdur er mikill sársauki, bólga á kynfærasvæði, hiti, óhófleg blæðing, sýking, stífkrampi (e.tetanus), þvagfæravandamál, vandamál í sáragróanda, áfall og dauði. Algengt er að umskornar konur eigi við margskonar erfiðleika að stríða eins og að losa þvag vegna sársauka eða sífelldra þvagfærasýkinga. Önnur vandamál sem tengd eru kynfærum geta verið útferð, kláði og bakteríusýking. Konur sem hafa undirgengist umskurð af 3. flokki upplifa oft mikla verki með blæðingum þar sem tíðablóð á erfitt með að komast út. (WHO, 2018). Afleiðingar umskurðar eru jafnframt ekki einungis til skamms tíma. Í rannsókn Moxey og Jones kemur fram að flestar konurnar (N-10) lýstu umskurðinum sem skelfilegri upplifun sem hefði haft langtímaáhrif á þær bæði á líkama og sál. Þær lýstu jafnframt sálrænum vandamálum sem þær höfðu glímt við í tengslum við kynlíf (Moxey og Jones, 2016). Í rannsókn Vloeberghs ræddu konur (N-66) helst um kviðverki og slæma tíðaverki sem líkamlegar afleiðingar umskurðar. Þrjár konur minntust jafnframt á þrálátar þvagfærasýkingar sem komu á 3-5 mánaða fresti og fram kom að ein kona hefði ekki stjórn á þvagi sem væri afleiðing vanda- mála sem komu upp í fæðingu hjá henni (Vloeberghs, van der kwaak, Knipscheer og van den Muijsenbergh, 2012). Fleiri rannsóknir hafa sýnt fram á að umskornar konur eru líklegri til að fá tíðar þvagfærasýkingar og sýkingar í kynfæri en það getur m.a. haft áhrif á fæðingarútkomu hjá þeim (Banks, Meirik, Farley, Akande, Bathiha og Ali, 2006). Örmyndun sem hlýst á kynfærum eftir umskurð getur verið þess valdandi að konur upplifi sársaukafullt kynlíf og blæðingu frá örvef sem getur leitt til þess að konan fær sýkingu (Dawson, Turkmani, Varol, Nanayakkara, Sullivan og Homer, 2015; WHO, 2018). Í megindlegri rannsókn sem gerð var í Súdan voru könnuð áhrif umskurðar á kynlíf kvenna. Konurnar sem rannsóknin náði til voru 420 talsins og þær voru allar frumbyrjur. Af þeim voru 230 konur umskornar og 190 konur voru ekki umskornar. Umskornu konurnar höfðu undir- gengist 1. og 3. flokk umskurðar en nánar tiltekið voru 67,8% þeirra með 3. flokk umskurðar en 32,2 % þeirra með 1. flokk umskurðar. Alls upplifðu 76% kvennanna sársauka í kynlífi, (e. dyspareunia) 35,2% höfðu upplifað blæðingu í kjölfar fyrsta skiptis sem þær stunduðu kynlíf, 62,6% upplifðu minnkaða kynhvöt og 40,9% upplifðu minnk- aða ánægju í kynlífi. Alls þurftu 30,4% kvennanna að fara í aðgerð til að laga samgróninga í skapabörmum. Marktækur munur var á vandamálum tengdum kynlífi hjá þeim hópi kvenna sem hafði undirgengist umskurð samanborið við samanburðarhópinn. Þess má geta að 76,5% af konunum sem voru umskornar töluðu um að þær ætluðu ekki að láta umskera dætur sínar. Einnig kom fram í þessari rannsókn að erfitt var að fram- kvæma innri skoðun á þeim konum sem voru með 3. flokk umskurðar og í sumum tilfellum reyndist ómögulegt að framkvæma slíka skoðun (Yassin, Idris og Ali, 2018). Í rannsókn frá árinu 2016 komu í ljós heilsufarsvandamál sem umskornar konur í þeirra rannsókn (N-122) áttu við að etja áður en þær urðu barnshafandi. Það voru helst sársauki við samfarir (e. dyspareunia), vangeta til að stunda kynlíf (e. apareunia), sárir tíðaverkir, ófrjósemi og erfiðleikar við þvaglát, meðal annars endur- teknar þvagfærasýkingar sem komu oftar en tvisvar á ári eða tilfinningin að geta ekki tæmt þvagblöðru (Wuest o.fl., 2016). Að gangast undir umskurð getur haft afdrifarík áhrif á andlega heilsu konu fyrir lífstíð. Í eigindlegri hollenskri rannsókn (Vloeberghs o.fl., 2012), var könnuð sálfélagsleg (e.psychosocial) líðan og vandamál í nánum samböndum hjá 66 afrískum konum sem gengist höfðu undir umskurð. Konurnar komu frá fimm Afríkuríkjum; Sómalíu, Súdan, Erít- reu, Eþíópíu og Síerra Leóne. Rannsakendur notuðu blandaða tækni með stöðluðum spurningalista þar sem einnig var farið djúpt í vissar spurn- ingar. Niðurstöður sýndu að umskurður tengist í miklum mæli geðrænum vandamálum, áfallastreituröskun og vandamálum í samböndum sem við vissar aðstæður gátu þróast yfir í mjög bág ólæknandi andleg veik- indi. Margar ástæður liggja að baki, til að mynda afturhvarf til sjálfs umskurðarins þegar konurnar fundu til sársauka, vandamál í tengslum við kynlíf og einnig skilningsleysi og vanþekking annarra sem gat gert það að verkum að konunum var hættara við að einangra sig. Allt voru þetta konur sem höfðu flutt frá heimalandi sínu og hafði sá flutningur einnig mikil áhrif, einkum söknuður eftir fjölskyldu og vinum. Einnig hafði talsverð áhrif á líðan kvennanna hvernig fólkið í umhverfi þeirra bregst við þeim. Þær upplifðu skömm yfir því að vera skoðaðar af heil- brigðisstarfsfólki og forðuðust að fara til læknis ef þær höfðu upplifað að heilbrigðisstarfsfólk hafi ekki getað leynt undrun sinni á ástandi þeirra (Vloeberghs o.fl., 2012).

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.