Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 30
30 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 „Það er alls konar að mér“ – Neikvæð áhrif á heilsufar Allar konurnar höfðu upplifað langvinna verki, flestar tengda vefjagigt og kvensjúkdómum. Sex upplifðu óvenju mikla meðgöngukvilla, þrjár sem grindarverki og þrjár ógleði og uppköst alla meðgönguna. Fimm höfðu misst fóstur, þar af þrjár á öðrum þriðjungi meðgöngu. Líf Rúnar snýst í dag enn mikið um þvag- og hægðaleka sem hún rekur beint til kynferðislega ofbeldisins og erfiðrar fyrstu fæðingar en eftir hana lýsir hún líðan sinni svona: Það náttúrulega fór allt til fjandans hjá mér .. á öðrum sólar- hring kemur einhver ljósa til mín og segir: „Gengur þér vel að pissa?“ og þá allt í einu rennur upp fyrir mér: .. ég var sko með þvagleka án þess að .. finna fyrir því .. ég hef náttúrulega aldrei jafnað mig eftir þetta. Margar kvennanna lýstu einkennum áfallastreituröskunar, svo sem að hafa upplifað endurlit í ofbeldisreynslu og hugrof þar sem veruleika- skynjun brenglaðist. Konurnar lýstu einnig allar neikvæðum áhrifum á eigin geðheilsu. Þær upplifðu kvíða og þunglyndi í barneignarferl- inu sem hafði veruleg áhrif á reynslu þeirra. Nokkrar sögðu frá þung- lyndi á meðgöngu og allar höfðu þjáðst af þunglyndi eftir einhverja af fæðingum sínum. Olga lýsir líðan sinni svo á fyrstu meðgöngu: Ég man ekki eftir því að ég hafi talað um það við neinn hvernig mér leið af því að ég held ég hafi ekki vitað það sjálf ... ég var bara tóm. Ég sat heima þegar ég var hætt að vinna .. [Sat] tímunum saman í stólnum, ekki með tónlist og ekki neitt og horfði bara út í loftið ... Ég hafði mig bara ekki í neitt. Ýmislegt gat orðið að kveikjum að endurliti í fyrri ofbeldisreynslu. Margar þekktu þá tilfinningu að fara út úr líkamanum við erfiðar aðstæður líkt og Júlía sem lýsir fyrstu innri skoðun: Mér leið bara eins og ég þyrfti að kasta upp .. ég var í svona sjokkástandi .. þetta er náttúrulega viðkvæmt svæði og líkam- inn man eftir snertingunni sem gerðist þegar ég var pínulítil stelpa .. og ég fór eiginlega gjörsamlega úr líkamanum með þessari skoðun. „Þroski litaður sársauka“ – Áhrif á móðurhlutverkið Allar konurnar stóðu frammi fyrir miklum áskorunum sem vörðuðu það að vera þolandi og móðir og mörgum kvennanna gekk erfiðlega að treysta á sjálfar sig sem mæður eins og Rún: „ ...mér fannst ábyrgðin svo þrúgandi mikil og ég vandaði mig alveg ofboðslega og gerði allt alveg rosalega vel en ég var sko að deyja úr skelfingu!“ Konurnar höfðu ríka þörf fyrir að vernda börnin sín og höfðu uppi ýmsar varúðarráðstafanir til að minnka líkur á að þau lentu í kynferð- islegu ofbeldi. Þær töluðu sérstaklega um gistingar og að þekkja vini barna sinna og heimilisaðstæður þeirra, einnig að þurfa alltaf að vita hvar börnin eru, að fræða börnin eftir aldri þeirra og þroska og að kenna þeim mörk í samskiptum. Ísold átti erfiða fyrstu fæðingu og lýsir sárri tómleikatilfinningunni þegar hún loks fékk barnið í fangið: ,,Ekki neitt. Ég var búin með allt bara, ég átti ekkert eftir og það var bara eitthvað barn þarna á maganum á mér .. Ég var bara búin á því.“ Við tóku erfiðir dagar með vandamálum við brjóstagjöf og eftir heimkomu sagði hún heima- þjónustuljósmóður frá því að hún væri þolandi og ætti í erfiðleikum með að tengjast barninu: „ ...hún var bara æðisleg sko. Hún var mjög mikið vakandi fyrir því og gaf mér mjög góð ráð .. það bara virkaði rosalega vel.“ Þegar barnið náði þeim aldri sem mæðurnar sjálfar voru á þegar þær voru beittar ofbeldi, varð aldurinn að kveikju. Þá komu minningar af ofbeldinu upp á yfirborðið, jafnvel í fyrsta sinn. Það að verða móðir og sjá sjálfa sig í barninu hjálpaði þeim að skilgreina ofbeldið. Sumar gátu þá í fyrsta sinn séð í réttu ljósi barnið sem þær voru, að ábyrgðin og skömmin var ekki þeirra. Slík endurlit gátu því orðið þeim hvatning til að vinna úr reynslu sinni. Þær sem eignuðust drengi upplifðu kyn barnsins sem kveikju. Sólrúnu varð áfall að vita að þriðja barnið hennar væri drengur og taldi það skýra að hluta til hversu illa henni gekk að tengjast honum. Eftir fæðinguna þurfti hún aðstoð við að baða hann, var hrædd um að skaða hann eða jafnvel misnota hann. Hún hafði líka erfiða reynslu af fæðingu og af fyrstu árum elsta barnsins sem einnig var drengur. Með stúlkuna, miðjubarnið, var líðanin allt önnur: „...[ég] fékk að vita frekar snemma að það væri stelpa og guð minn góður hvað ég var fegin! ... mér leið eins og ég væri bara með tjull og blúndur inn í mér...“ Sú fæðing gekk ljómandi vel, tengslamyndun og brjóstagjöfin. Katrín upplifði mikla vanlíðan, gekk illa að höndla óvissu varðandi kynið á meðgöngu þegar það sást ekki í ómskoðun. Nokkrum vikum síðar komst hún síðan í þrívíddarómskoðun: „...bara stelpa á leiðinni og það bara breytti meðgöngunni gjörsamlega!“ UMFJÖLLUN UM NIÐURSTÖÐUR Í rannsókninni kom fram hversu miklu máli traust tengsl og stuðningur ljósmóður getur skipt þolendur varðandi upplifun af barneignarferl- inu og aukið þeim tilfinningu um stjórn. Einnig kom fram neikvæð áhrif á heilsufarið og meiri áhrif á móðurhlutverkið en rannsakendur áttu von á. Það sem kom líklega mest á óvart er hvað kyn barnsins og aldur þess gátu verið öflugar kveikjur, bæði sem endurlit í ofbeldi en ekki síður sem leið til að setja ofbeldið sem þær urðu fyrir sem börn í nýtt samhengi. Það varð þeim hvatning til úrvinnslu, þroska og betri líðanar. Yfirlit yfir niðurstöður og samræmi við niðurstöður annarra rannsókna má finna í töflu 3. Stuðningur ljósmóður og samfella í þjónustu Stuðningur ljósmæðra í barneignarferlinu kom skýrt fram sem einn mikilvægasti þáttur þess að konurnar öðluðust góða og eflandi reynslu. Oft var ein ljósmóðir í lykilhlutverki sem konan hafði jafnvel náð að kynnast vel í gegnum samfellda þjónustu. Rannsóknarniðurstöður í öðrum rannsóknum benda einnig til mikilvægis samfellu í barn- eignarþjónustu fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku (Coles og Jones, 2009; Garratt, 2011; Montgomery, Pope og Rogers, 2015b) sem samræmist vel hugmyndafræði ljósmæðra um að ætíð skuli stefna að sem mestri samfellu í þjónustunni (Ljósmæðrafélag Íslands, 1998). Í íslenskri rannsókn var mikilvægi stuðnings fyrir fæðingarreynsluna rannsakað. Meginniðurstaða var sú að ef konan upplifir ekki stuðning frá ljósmóður á meðgöngu og í fæðingu eru auknar líkur á neikvæðri fæðingarupplifun (Sigurdardottir ofl., 2017). Skimun fyrir ofbeldi og áfallamiðuð þjónusta Aðeins tvær konur voru spurðar út í ofbeldisreynslu og aðrar tvær sögðu frá að eigin frumkvæði, sem vekur upp vangaveltur um stöðu barnshafandi kvenna með ofbeldisreynslu á Íslandi. Þetta er í samræmi við niðurstöður úr nýlegri íslenskri rannsókn þar sem eingöngu 8.4% íslenskra barnshafandi kvenna voru spurðar um reynslu af ofbeldi (Jonsdottir, 2019). Ein aðal skýringin á því af hverju ljósmæður spyrja ekki um ofbeldisreynslu teljum við vera að enn er ekki fullmótað hvernig skal spyrja um ofbeldi. Byggt á niðurstöðum úr rannsókninni er það ábending að spyrja eigi konur út í ofbeldissögu og áríðandi að vinna verklagsleiðbeiningar. Í eigindlegri rannsókn White, Danis og Gillice (2016) kom fram eindreginn vilji kvenna um að spyrja ætti um ofbeldisreynslu í barneignarþjónustu og það er allrar athygli vert að aldarfjórðungur er liðinn síðan byrjað var að hvetja til skimunar fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku í meðgönguvernd í Bandaríkjunum (Seng og Petersen, 1995). Ekki treysta þó allir þolendur sér til að ræða reynslu sína eða muna hana jafnvel ekki. Í ljósmóðurstarfinu þarf því að mæta hverri einustu konu með þann möguleika í huga að hún geti verið þolandi kynferðislegs ofbeldis. Sýna ætti hverri konu virðingu og gefa henni val og kost á þátttöku í allri ákvarðanatöku (Garratt, 2011). Mikilvægt er að spyrja ávallt um leyfi fyrir öllum skoðunum og snertingu til að varast að kveikja endurlit (Coles og Jones, 2009; Garratt, 2011). Neikvæð áhrif kynferðislegs ofbeldis í æsku á heilsufar Það kom skýrt fram í niðurstöðum að ofbeldið hafði langvarandi áhrif á heilsufar og styðja innlendar rannsóknir það (Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir, 2009; Sigurdardottir, Halldorsdottir, Bender og Agnarsdóttur, 2015). Áströlsk rannsókn sýnir að þolendur upplifa meiri verki og búa við lakara heilsufar, andlegt og líkamlegt (Coles,

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.