Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 37

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 37
37LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 háttað, grunnskóla lýkur þegar nemendur eru 15-16 ára, og geta þá farið í tveggja ára viðbótarnám sem tilheyrir, að því er ég held, líka grunn- skólanum. Eftir þetta tekur við verk- eða háskólanám. Nemar sem velja ljósmóður- eða hjúkrunarnám strax eftir grunnskóla eru 3 ár og einhverja mánuði að verða fullnuma sem ljósmæður, geta því byrjað námið 15 ára og útskrifast 18 ára. Þær sem lengja grunnskólanámið um 2 ár útskrifast eftir 2 ár og einhverja mánuði. Júlía sagði 15 ára börn ekki hafa þroska til að skilja margt sem er eða ætti að vera í náminu, einnig að margar fara í ljósmæðranám af því að þær komust ekki í annað meira spennandi nám. Læknar, en ekki ljósmæður, kenna þeim. Einnig kom fram í máli hennar að hætta sé á að ómenntað fólk (t.d. dúlur) yfirtaki störf ljósmæðra, almenn óánægja með störf ljósmæðra og/eða aðstæður á fæðingarstað , og að skortur sé á stuðningi við ljósmæðranema og starf- andi ljósmæður. Ljósmæður geti og megi starfa sjálfstætt, en í raun eru þær aðallega ritarar. Næst talaði Johanna Nieminen frá Helsinki um þá áskorun finnskra ljósmæðra að styðja við eðlilegar fæðingar á sjúkrahúsum. Hún sagði að hjá sérhverri þjóð þróist sérstakar leiðir til að verða og starfa sem ljósmóðir. Einnig kom fram í hennar máli m.a. að í hinu strjálbýla Finn- landi séu ljósmæður sjálfstæðar, læknar koma ekki inn á fæðingarstofu óboðnir, og að konur sem velja að fæða heima borga það úr eigin vasa. Nú var hlé sem var eingöngu notað til fyrirspurna. Áfram hélt ráðstefnan og Olga Golovko, yfirljósmóðir á fæðingarspít- ala númer 5 í Omsk ( borg í Síbiríu). Ræddi hún um verkjameðferð án lyfja í fæðingu, sálrænan undibúning og kynnti námskeið (fæðingar- skóla), sem ófrískum konum er boðið að sækja á meðgöngu þar sem þeim er kynnt öndunartækni og aðrar aðferðir til að ráða við sársauka í fæðingu, auk þess var rætt um hreinlæti, mataræði á meðgöngu og umönnun nýbura. Rannsókn á hópum sem mættu á námskeiðið og sem mættu ekki sýndi minni verkjaupplifun og minni kvíða hjá þeim sem mættu. Næsti fyrirlestur féll niður vegna veikinda, og vorum við því fegnar því klukkan var orðin hálf eitt og við íslensku konurnar ekki vanar að sitja svona lengi í einu, þrátt fyrir yfirsetustarfið. Aftur var byrjað klukkan tvö, og nú töluðu Ástþóra Kristinsdóttir og Inga Vala Jóns- dóttir um störf ljósmæðra á Íslandi í heilsugæslu, á fæðingardeildum og í heimaþjónustu. Strax á eftir talaði Ljúdmíla Remezova, yfirljósmóðir á Fylkissjúkrahúsinu Fæðingarheimili númer 3 í Tjúmen (sem er líka í Síbiríu) um skimun fyrir ýmsum sjúkdómum, til að finna þá á byrjunar- stigi, á heilsugæslustöðvum. Nú kom fyrirspurnarhlé, og var mikill áhugi á að spyrja íslensku fyrirlesarana. Talsvert var spurt um vatnsfæðingar, sem þykja hættu- legar í Rússlandi, og heimafæðingar, sem eru bannaðar og mögulegt að lögsækja ljósmóðurina. Þá var komið að fyrirlestri Viktoríu, þeirrar sem stóð fyrir að þessi ráðstefna yrði haldin. Hún hélt kraftmikla ræðu eins og Júlía um morgun- inn. Hún talaði um valdakerfið þar sem læknirinn ræður, ljósmóðirin er undirsáti hans, og kona og fóstur eru óvirkir viðtakendur þjónustu þeirra. Ekki er reiknað með aðstandendum konunnar og ef einhver er með henni eru hann/hún fyrir og ljósmæður kunna bara að taka á móti ef konan liggur á bakinu. Þessu þurfi að breyta. Í Finnlandi og Sankti-Pétursborg búa álíka margir, eða fimm milljónir. Í Finnlandi starfa 2100 ljósmæður en aðeins 1300 í Pétursborg (ástæðan mun vera lítil þörf á ljósmæðrum því þær gera svo fátt). Í síðasta fyrirlestrinum talaði Anna Temkina, prófessor við félagsfræði- deild evrópska háskólans í Sankti-Pétursborg um rannsókn sem hún stóð fyrir, á breytingum á skipulagi fæðingarþjónustu, þörfum og væntingum skjólstæðinga, hlutverki og starfsumhverfi fagfólks, samskiptavanda og leiðum til að bæta hann. Þar kom fram hve algengt er að fólk safni fyrir dýrri einkaþjónustu áður en lagt er í barneignir, en um 30-40% kaupa þannig þjónustu. Einnig að lítið traust á stofnunum og fagfólki séu leifar frá Sovéttímanum. Nú orðið er fólk ekki eins passívt og áður, það leitar upplýsinga á netinu, ef það fær misvísandi skilaboð á einum stað leita það annað, og allt þetta rýrir traust þeirra á fæðingarstofnunum. Fagfólk upplifir litla lagavernd, eru „fórnarlömb“ ósanngjarnra skjól- stæðinga, krafa um bros (Sovéttíminn aftur) og víðtækari umönnun en áður, ósjálfstæði ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga, og óréttlát laun. Læknar hafa heldur ekki nægt sjálfstæði, því skrifstofuræðið er (enn) allt um lykjandi og stundum í mótsögn við sjálf sig. Bæði skjólstæðingar og fagfólk upplifir sig sem fórnarlömb óréttlætis. Áslaug Valsdóttir formaður okkar, hélt ávarp þar sem hún m.a. kynnti Ljósmæðrafélag Íslands, stöðu ljósmæðra í íslensku samfélagi og þau atriði sem hafa styrkt okkar stöðu, og eftir það var hljóðneminn laus til fyrirspurna. Það minnisstæðasta var karlmaður sem við vitum ekki hvort er læknir eða ljósmóðir þráspurði af hverju við leyfðum konum að fæða í vatni og/eða heima. Inga Vala svaraði að lokum að þetta væri femínískt álitamál og var því fagnað. Einnig stóð upp ljósmóðir og sagð- ist vera frá Krím. Hún sagði að þar væri verra að starfa sem ljósmóðir eftir að Krím færðist frá Úkraínu til Rússlands. Hún tók í sig kjark og spurði spurningar sem sjálfsagt hefur brunnið á öllum 200 rússnesku þátttakendunum: Hvað hafið þið í laun? Svarið vakti vægast sagt sterk viðbrögð, en nú gátum við spurt á móti, svarið var: 30-35 þús. rúblur sem samsvarar um 60-70 þús. íslenskum krónum. Sigríður Pálsdóttir SAMANTEKT Ég tel að allir ferðalangar þessarar ferðar hafi verið sammála um að ferðin var í alla staði mjög fræðandi og vel heppnuð. Má segja að ferðin hafi verið ennþá merkilegri en ella þar sem við fengum yfirleitt að fara í skoðunarferð og að heilsdags ráðstefna hafi verið haldin. Alþjóðasamfé- lag ljósmæðra hefur í langan tíma verið að reyna að komast í tengsl við rússneskar ljósmæður en ekki tekist. Rússneska ljósmæðrasamfélagið hefur verið mjög lokað líkast til að stórum hluta vegna tungumálaörð- ugleika og almenns valdaleysis ljósmæðra. Mjög fáar tala annað en rúss- nesku og þær rannsóknir sem þær hafa tök á að nálgast eru rússneskar og e.t.v. einsleitar. Það er sérstaklega tveimur stórhuga rússneskum ljós- mæðrum, þeim Victoríu Kuznetsova og Júlíu Agapova, að þakka að við komumst þarna inn og þær brenna fyrir því að breyta aðbúnaði og þjón- ustu til barnshafandi kvenna þar í landi. Einnig vilja þær efla menntun sinna ljósmæðra og gera sér grein fyrir því að einungis þannig ná þær lengra. Þær hafa mikinn áhuga á því að halda sambandi við LMFÍ og íslenskar ljósmæður og sammæltumst við um að vera áfram í sambandi og sjá til hvert það leiðir okkur. Flestum ef ekki öllum íslensku ljósmæðrunum fannst þær stíga mörg ár aftur til fortíðar í þessari ferð, en hugsanlega höfum við líka verið að upplifa rússneska vorið. Þann tímapunkt sem rússneskar ljósmæður snúa vörn í sókn og taka fyrstu skrefin í að stíga út úr því kerfi sem þær hafa verið fastar í áratugum saman. Ef íslenskar ljósmæður hafa náð að sá einhverjum fræjum til valdeflingar er tilgangi ferðar okkar svo sannarlega náð. Áslaug Valsdóttir Fyrirlesarar á ráðstefnunni í Rússlandi, Inga Vala Jónsdóttir og Ástþóra Kristinsdóttir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.