Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Síða 21

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Síða 21
21LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 Í sænskri megindlegri samanburðarrannsókn frá árinu 2012 voru bornar saman upplýsingar úr sænskum fæðingaskrám til að kanna tíðni alvarlegra spangarrifa í fæðingu hjá konum sem gengist höfðu undir 3. flokk umskurð. Bornar voru saman fæðingaútkomur frumbyrja sem fæddu í gegnum leggöng frá 37. til 41. viku. Einungis konur fæddar í Svíþjóð og Afríku voru þátttakendur í rannsókninni. Afrískum konum var skipt í þrjá hópa; konur frá Sómalíu (929 konur), konur frá Erít- reu, Eþíópíu og Súdan (955 konur) og loks konur fæddar í öðrum Afríkuríkjum (1035 konur). Þessar konur voru svo bornar saman við 247.572 konur sem voru fæddar í Svíþjóð. Bornar voru saman 3° og 4° spangarrifur sem hlutust í leggangafæðingum með eða án áhalda. Til samanburðar við sænskar konur voru konur frá Sómalíu nær þrisvar sinnum líklegri til að hljóta 3° og 4° spangarrifur, á eftir þeim komu konur frá Erítreu, Eþíópíu og Súdan en einnig var marktækur munur hjá konum frá öðrum Afríkuríkjum eftir að leiðrétt hafði verið fyrir öðrum áhættuþáttum. Fram kom að miðhliðlæg spangarklipping (e. mediola- teral episiotomy) tengdist minnkaðri tíðni á 3° og 4° spangarrifum í áhaldafæðingum. Einnig kom fram að þrátt fyrir að konur frá Sómalíu, Erítreu, Eþíópíu og Súdan eignuðust almennt minni börn og fæddu á hátæknisjúkrahúsi í Svíþjóð þar sem þær nytu umönnunar vel mennt- aðra ljósmæðra og lækna þá sýndu niðurstöður hærri tíðni á 3°og 4° rifum sem styrkir þá vísbendingu að 3. flokkur umskurða sé aðalorsök fyrir þessum slæmu rifum (Berggren, Gottvall, Isman, Bergström og Ekéus, 2012). Svipaðar niðurstöður koma einnig fram í megindlegri tilfella-við- miðarannsókn svissneskra vísindamanna (umskornar konur (N-122) til samanburðar við konur sem ekki voru umskornar (N-110). Marktækur munur var á tíðni 3° spangarrifa (P-0,0188) miðað við samanburðarhóp. Miðhliðhlæg spangarklipping (e. mediolateral episiotomy) tengdist minnkaðri tíðni á 3° og 4° spangarrifum í áhaldafæðingum. Einnig kom fram marktækur munur á tíðni bráðakeisaraskurðar hjá umskornum konum. Ástæða fyrir keisaraskurði hjá þessum hóp voru lengd fæðing (N-4), grunsamlegt rit (N-4), sálfræðileg vandamál (N-2) og vandkvæði við innri skoðun (N-8). Allar konurnar sem gengust undir keisara- skurð voru með 3. flokk umskurðar. Allir fylgikvillar sem komu upp í fæðingunum voru algengari hjá konum sem undirgengist höfðu 3. flokks umskurð til samanburðar við umskurð af vægari gerð. Þess má geta að fjórar konur óskuðu eftir því að vera lokað (e. reinfibulation) aftur strax eftir fæðingu og tvær konur óskuðu eftir sama en ekki saumaðar eins þröngt aftur, beiðni allra var hafnað og útskýrt að aðgerðin væri bönnuð samkvæmt lögum (Wuest o.fl., 2009) Í rannsókn Banks og félaga kom einnig í ljós að því alvarlegri sem umskurður var hjá konunum því líklegri voru þær til að dvelja lengur á sjúkrahúsi eftir fæðingu, sama gilti um frumbyrjur og fjölbyrjur. Jafn- framt kom fram að tíðni og afleiðingar þeirra fylgikvilla sem umskornar konur eiga á hættu fer einnig eftir því hvar konurnar fæða. Má nefna sem dæmi að blæðing eftir fæðingu eða langdregin fæðing geta haft mun afdrifaríkari afleiðingar ef konan er ekki á sjúkrahúsi (Banks o.fl., 2006). Þá eru vísbendingar um að ástæða þess að auknar líkur eru á 3° og 4° spangarrifu eftir 3. flokk umskurðar séu að brottnám vefja, ofholdgun (e. keloid scars) og blöðrur (e. retention cysts) sem mynd- ast í kjölfarið dragi úr teygjanleika spangarsvæðisins og veiki vefina (Berggren o.fl., 2012). Loks má nefna að jafnframt hefur komið fram í rannsóknum að umskornar konur óttist oft keisaraskurð í heimalandi sínu og að þær grípi til þess ráðs að borða lítið á meðgöngunni til að börnin fæðist minni (Lundberg og Gerezgiher, 2008) en slíkt hefur annars konar hættu í för með sér. ÞEKKING HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKS Í eigindlegri rannsókn frá árinu 2015 var leitast við að kanna þekkingu og reynslu ástralskra ljósmæðra á umskornum konum. Alls tóku 48 ljósmæður þátt í rannsókninni frá mismunandi heilbrigðisstofnunum í New South Wales í Ástralíu. Rannsóknin skoðaði sérstaklega fimm ólík efni; þekkingu á umskurði, skilning og reynslu í að annast konur, áhrifavalda á verklag ljósmæðra, upplýsingasöfnum um umskurði og loks menntun og þjálfun. Ljósmæðurnar sem tóku þátt í rannsókninni lýstu kunnáttu og færni í að annast umskornar konur en hún sýndi fram á að margar þeirra skorti sjálfstraust á þessu sviði. Þátttakendur lýstu hræðslu og skorti á reynslu í að annast umskornar konur. Þær töluðu um ýmsa þætti sem hefðu áhrif á þá heilbrigðisþjónustu sem þær veittu konunum, meðal annars uppbyggingu trausts og opinna samskipta við þær, nauðsyn þess að kunna að vinna með túlk viðstaddan, misskilnings um ólíkar tegundir umskurða og skráningu upplýsinga um umskurð kvennanna og annað honum tengt. Niðurstaða rannsóknarinnar var að ljósmæður þurfa menntun, þjálfun, stuðning og eftirlit til að þeim sé unnt að bæta kunnáttu sína og sjálfstraust við umönnun umskorinna kvenna. Heildstæð viðbrögð heilbrigðisyfirvalda, til að mynda bætt meðgöngueftirlit og heimaþjónusta eftir fæðingu geta bætt samfellu í umönnun umskorinna kvenna (Dawson o.fl. , 2015). Árið 2017 var framkvæmd megindleg rannsókn sem fólst í netkönnun meðal ástralskra ljósmæðra. Alls tóku 198 ljósmæður þátt í könnuninni. Niðurstöðurnar voru þær að 24% þátttakenda þekktu ekki mismunandi flokka umskurða og 48% sögðust ekki hafa fengið viðeigandi fræðslu um umskurð í ljósmæðranáminu. Alls höfðu 8% verið spurðar eða vissu um einhvern sem beðinn hefði verið um að framkvæma umskurð. Margar af ljósmæðrunum þekktu ekki gildandi lög eða aðrar upplýsingar um umskurði og vissu ekki hvert skyldi vísa þeim konum. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að ljósmæður sem annast umskornar konur þurfa að hafa viðeigandi og uppfærða klíníska þekkingu til að tryggja að þær séu í stakk búnar að annast konurnar með fullnægjandi hætti. Ljósmæður hafa afar mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að söfnun upplýsinga um umskurði í því skyni að styðja við skipulag heilbrigðisþjónustu og forvarnir gegn umskurðum. Í því skyni er mikilvægt að vinna náið með þeim samfélögum þar sem umskurðir viðgangast, veita fræðslu og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Þess vegna er lykilatriði að efla menntun og þjálfun ljós- mæðranna (Turkmani o.fl., 2017). Ljósmæður hafa mælt með gagn- legum aðferðum til að bæta umönnun umskorinna kvenna sem fólust í samfelldri þjónustu í samvinnu við lækna og námskeið til að ná til ákveðinna hópa í samfélaginu. Verklag sýndi sig vera til fyrirmyndar ef samfelld ljósmæðraþjónusta var í boði hjá þessum konum (Dawson o.fl., 2015). Námskeið var þróað í Bandaríkjunum sem innhélt kennslu, dæmisögur og umræður um menningu (e. cultural roundtable) ásamt klínískri kennslu í að opna konur og lagfæra með því að nota módel af kynfærum kvenna. Alls tóku 11 ljósmæður þátt í könnun og svör- uðu spurningalistum um færni bæði fyrir og eftir kennsluna. Bornar voru saman niðurstöðurnar fyrir og eftir kennsluna og í ljós kom að ljósmæðurnar voru eftir hana mun öruggari þegar þær framkvæmdu opnunaraðgerð og höfðu yfir að ráða meiri kunnáttu til að veita konum með umskurð fullnægjandi þjónustu á menningarlegan merkingar- bæran hátt. Einnig voru þær mun öruggari í að greina frávik fyrir opnun og lagfæringar. Þátttakendur áttu auðveldara með að skilja söguleg, menningarleg, lagaleg og siðferðisleg sjónarmið og höfundar mælast til þess að námskeiðið verði haldið víðar í Bandaríkjunum þar sem fleiri umskornar konur flytjast nú þangað (Jacoby og Smith, 2013). UMÖNNUN OG MEÐFERÐ KVENNA Í FÆÐINGU Umskurður hefur marktæk áhrif á heilsu kvenna, sérstaklega á meðgöngu og fæðingu, en litlar upplýsingar liggja fyrir heilbrigð- isstarfsfólki til að bjóða upp á gagnreynda þekkingu þegar kemur að umönnun og meðferð slíkra kvenna (Rodriguez, Seuc, Say og Hindin, 2016). Þá hefur komið fram í rannsóknum að konur sem gengist hafa undir umskurð séu mun líklegri til að þjást af fylgikvillum í fæðingu til samanburðar við konur sem ekki hafa gengist undir umskurð (Varol o.fl., 2016). Þekkt er að opnað sé fyrir leggangaop hjá konu sem er með 3. flokk umskurðar en það reynist oft nauðsynlegt til að bæta heilsu og vellíðan en einnig til að geta stundað samlíf og auðvelda barnsburð (WHO, 2018). Þegar kona er með 3. flokk umskurðar getur verið afar erfitt að framkvæma innri skoðun í fæðingu sem getur haft þær afleiðingar að erfitt getur verið að fylgjast með framgangi fæðingar (Lundberg og Gerezgiher, 2008). Þá þarf ljósmóðir sem sinnir konu í fæðingu sem gengist hefur undir 3. flokk umskurðar að vera undir það búin að fram- kvæma opnun og kunna að gera við af nákvæmni (Lindsay, P.,2012). Í

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.