Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 27

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 27
27LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 among healthcare professionals, and the public, of the long-term impact of CSA on survivor mothersʼ experiences of the perinatal period and motherhood. Three main subthemes were constructed: 1) „Youʼre most vulnerable during birth“ relating to the effects on pregnancy, birth, feelings and experiences of perinatal services, particularly midwifery services. 2) „There is always something wrong with me“ relating to the effects of CSA on physical and psychological health, in general and in pregnancy. 3) „Painful growth“ influencing the maternal role, challenges, well-being, the need for support and emotional processing. Conclusion: Midwives, other healthcare professionals, and the public need more knowledge to deepen understanding of this phenomenon, in order to enhance midwifery and healthcare services and thus enhance mothersʼ experiences of the perinatal period and motherhood. Keywords: childhood sexual abuse, perinatal period, motherhood, midwife, phenomenology, interviews. INNGANGUR Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er mikil ógn við heilbrigði vegna alvarlegra og langvarandi afleiðinga þess (WHO, 2017). Íslenskar rann- sóknir sýna að tæp 15% 10. bekkinga hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi (Ársæll Már Arnarson, Kristín Heba Gísladóttir og Stefán Hrafn Jónsson, 2016) og um 36% stúlkna í framhaldsskólum (Sigfusdottir, Asgeirsdottir, Gudjonsson og Sigurdsson, 2008). Í íslensku úrtaki í fjöl- þjóðlegri rannsókn meðal barnshafandi kvenna reyndist 21,1% þátttak- enda hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi (14,6% fyrir 18 ára aldur) og sögðu tæp 78% þeirra það hafa haft áhrif á sig á meðgöngunni (Lukasse o.fl., 2014). Við áfall virkjast streitukerfi líkamans. Endurtekið streituáreiti getur leitt til viðvarandi streituástands, skaðlegra áhrifa á ónæmiskerfið (Martinson, Craner og Sigmon, 2016) og aukinnar sjúkdómatíðni. Geðsjúkdómar eru algengastir, sjálfsvígstíðni margföld ásamt fylgni við hjartasjúkdóma, krabbamein, öndunarfærasjúkdóma og stoðkerfisverki (Coles, Lee, Taft, Mazza og Loxton, 2015; Hughes, 2017; Tomasdottir o.fl., 2015). Íslenskar rannsóknir á reynslu þolenda sýna margþættan heilsufarsvanda s.s. svefnvandamál, króníska verki, meltingafæra- og stoðkerfisvandamál, kvensjúkdóma og krabbamein (Sigurdardottir og Halldorsdottir, 2013 og 2018). Kvíði, þunglyndi, áfallastreituröskun og geðhvarfasýki eru algengastar geðraskana meðal þolenda (Hyland o.fl., 2018), einnig á meðgöngu (Seng, D‘Andrea og Ford, 2014). Áfallastreituröskun er kvíðaeinkenni sem hafa staðið meira en mánuð frá áfalli (Fisher, Acton og Rowe, 2018). Kveikjur (e. triggers) sem kalla fram endurlit (e. flashbacks) í áfallið, kalla fram áfallastreituröskunina og viðkomandi missir jafnvel raunveruleikaskynið og upplifir áfallið á ný sem kallar fram sterk líkamleg og sálræn streituviðbrögð. Rannsókn Sanchez o.fl. (2017) sýnir að áhættan á áfallastreituröskun á meðgöngu er fimmfalt meiri hjá konum eftir kynferðislegt ofbeldi í æsku en hjá samanburð- arhópi. Þetta kemur ljósmæðrum samt oftast í opna skjöldu við fæðingu. Rannsóknir á reynslu þolenda af meðgöngu, fæðingu og móður- hlutverkinu, sýna skýr einkenni áfallastreituröskunar (Berman o.fl., 2014; LoGiudice og Beck, 2016). Algeng kveikja er þegar framgangur fæðingar er metinn með þreifingu upp á legháls (Montgomery, Pope og Rogers, 2015b). Þörf fyrir tilfinningu um stjórn er þolendum gríðarlega mikilvæg og Montgomery (2013) nefnir innri og ytri stjórn í greiningu á fyrri rannsóknum (e. metasynthesis). Innri stjórn lýtur að sjálfsstjórn- inni, en ytri stjórn að því sem aðrir gera, eða geta gert, og að hafa stjórn á umhverfi sínu. Ítarleg fæðingaráætlun getur aukið tilfinninguna um að hafa stjórn (LoGiudice og Beck, 2016). Faraldursfræðileg rannsókn var gerð á fæðingarútkomu kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og voru þær bornar saman við samanburðarhóp (Gisladottir o.fl., 2016). Marktækt fleiri konur í rann- sóknarhópnum sem höfðu orðið fyrir ofbeldi sem unglingar, fengu greininguna „Móðurnauð í hríðum og fæðingu“ (ICD10 =O75,0). Fyrsta stig fæðingar var langdregið og voru þær í meiri áhættu á að enda í áhaldafæðingu eða keisaraskurði. Hafa ber í huga að þær höfðu allar sótt sér aðstoðar á Neyðarmóttöku Landspítalans eftir áfallið, sú er ekki raunin með alla þolendur. Rannsóknin fjallar um reynslu íslenskra þolenda af barneignarferli, heilsufari og móðurhlutverki. Ljósmæður sinna konum og fjölskyldum þeirra í barneignarferlinu og því er þekking á málefninu mikilvæg. Markmið rannsóknarinnar er að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu þolenda. Rannsóknarspurningin var: Hver er reynsla íslenskra kvenna, sem eru þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku, af barn- eignarferlinu, heilsufari á meðgöngu og endranær, og móðurhlutverk- inu? RANNSÓKNARAÐFERÐ Til að svara rannsóknarspurningunni var Vancouver skólinn í fyrirbæra- fræði valinn en honum er ætlað að auka skilning á mannlegum fyrir- bærum og bæta mannlega þjónustu (Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Rannsóknarferlinu er skipt í tólf þrep (sjá töflu 1) og innan hvers þeirra fer rannsakandinn í gegnum hið vitræna vinnuferli aðferðarinnar sem felst í að vera kyrr, að ígrunda, að koma auga á, að velja, að túlka, að raða saman og að sannreyna (sjá mynd 1). Á fyrsta þrepi var rannsóknin kynnt fyrir sjálfshjálparsamtökum sem auglýstu eftir þátttakendum til að tryggja að úrvinnsla þátttakenda væri komin vel á veg, og ólíklegra að viðtölin myndu valda þeim vanlíðan. Þátttakendur höfðu ýmist samband við rannsakanda eftir að hafa séð auglýsingu hjá samtökunum, eða fengið kynningu hjá ráðgjafa. Reynsla Rannsóknarþáttur: Í þessari rannsókn: 1. Úrtak valið Valdar voru níu konur, mæður sem höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku – tilgangsúrtak 2. Að vera kyrr Átta sig á fyrirframgerðum hugmyndum og leggja þær til hliðar 3. Að taka þátt í samræðum – viðtöl - gagnasöfnun 1-2 viðtöl við hverja konu, samtals 16 viðtöl – samræður 4. Gagngreining hafin, vitund skerpt Gagnasöfnun og greining þeirra á sér stað samhliða 5. Greina þemu Texti lesinn aftur og aftur – hver er kjarninn í frásögninni? 6. Að átta sig á reynslu hvers og eins Greiningarlíkan smíðað út frá reynslu hverar og einnar konu 7. Að staðfesta með hverjum og einum Greiningarlíkan kynnt fyrir hverri og einni konu 8. Átta sig á heildar- mynd Meginniðurstöður fundnar með lýsingum og túlkun 9. Niðurstöður bornar saman við rannsóknargögnin Viðtölin lesin aftur yfir til að ganga úr skugga um samræmi 10. Rannsókninni valið heiti „Það vantar meiri skilning á manni“ 11. Niðurstöður sannreyndar með þátttakendum Heildargreiningarlíkan var borið undir nokkrar kvennanna og stað- festu þær það 12. Niðurstöður skrifaðar upp Reynt var að láta raddir allra kvennanna heyrast með því að vitna í þær og skapa trúverðuga sýn á þeirra reynslu Tafla 1. 12 þrep Vancouver-skólans og hvað var gert í þessari rannsókn

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.