Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 38

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 38
38 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 Þann 29. maí 2019 varði Sigríður Sía Jónsdóttir, ljósmóðir og lektor við Háskólann á Akureyri doktorsrannsókn sína við Linnéuni- versitetet í Kalmar, Svíþjóð. Leiðbeinendur Síu voru: Dr. Katarina Swahnberg prófessor við Linné-háskólann í Kalmar/Växjö, Svíþjóð, Marga Thome, prófessor emerita og Þóra Steingrímsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Í dómnefndinni voru þau voru Dr. Elizabeth Crang Svalenius, dósent við Háskólann í Lundi, Dr. Kristina Schildmeijer, dósent við Linné háskólann og Dr. Páll Biering, dósent við Háskóla Íslands. Andmæl- andi var Margaretha Larsson, dósent við Háskólann í Uppsölum. Hér á eftir er samantekt um þessa mikilvægu rannsókn Áhrif af sálrænni vanlíðan, ánægju í parsambandi og félagslegum stuðningi á meðgöngu og fæðingu, sem hefur margþætt notagildi í ljósmóður- starfi og barneignarþjónustu. MARKMIÐ Markmið rannsóknarinnar var að öðlast dýpri þekkingu á stöðu kvenna sem finna fyrir sálrænni vanlíðan og áhrifum hennar á meðgöngu og fæðingu. Einnig að meta hver eru áhrif af óánægju í parsambandi og veikum félagslegum stuðningi á meðgöngu og fæðingu. AÐFERÐ Notuð voru gögn frá rannsóknarverkefninu Geðheilsa kvenna og barneignir auk gagna úr meðgöngu- og fæðingarskrám kvennanna og barna þeirra. Þátttaka í rannsókninni var skilyrt við konur sem voru að minnsta kosti 16 ára, gátu talað og lesið íslensku og höfðu ekki fengið læknisfræðilega greiningu um geðklofa; geðrof, eða vera með vitsmunalega skerðingu. Ýmsir skimunarlistar með tölfræði- legum greiningaraðferðum voru notaðir í fjórum undirrannsóknum við að meta sálræna vanlíðan (DASS, EPDS) ánægju í parasambandi (DAS) og félagslegan stuðning (MSPSS). Í heild voru 2523 konur skimaðar og tekin voru hálfstöðluð viðtöl við 562 þeirra. Af þeim voru 360 með sálræna vanlíðan (64,1 %) og 202 án hennar (35,9 %). NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður rannsóknarinnar í heild sýndu að sálræn vanlíðan hefur áhrif á meðgöngu og fæðingu. Sterk tengsl fundust milli sálrænnar vanlíðanar og óánægju í parsambandi sem einnig hafði áhrif á útkomu úr meðgöngu og fæðingu. Konurnar skynjuðu sálræna vanlíðan sem líkamlega vanlíðan. Það kom fram í uppköstum, orku- leysi, grindarverkjum og að þurfa að minnka við sig í vinnu, vegna veikinda á meðgöngu, einnig fylgdu auknar komur í meðgöngu- verndina. Konur með sálræna vanlíðan eru líklegri til að halda áfram að reykja á meðgöngu, hafa minni menntun, vera nemendur eða án atvinnu. Konur sem fengu lítinn stuðningi í fjölskyldunni og umhyggju fundu einnig fyrir frekar fyrir líkamlegum einkennum eins og ógleði, og brjóstsviða á meðgöngu. Tengsl fundust einnig milli sálrænnar vanlíðanar og óánægju með verkaskiptingu á heimilinu. Sálræn vanlíðan hafði einnig í för með sér auknar líkur á notkun mænurótardeyfingar, sem einu verkjameðferðarinnar í fæðingu. ÁLYKTANIR Huga ætti að áherslubreytingum í meðgönguvernd. Skima ætti allar konur fyrir sálrænni vanlíðan a.m.k. einu sinni á meðgöngu og einnig er mikilvægt að meta félagslegan stuðning konunnar sem og ræða ánægju í parasambandi. Markmiðið með því væri að finna konur með sálræna vanlíðan og bjóða þeim aðstoð til að létta á sálrænni og líkamlegri vanlíðan, draga úr veikindum á meðgöngu, notkun mænurótardeyfingar í fæðingu og afleiðingum sálrænnar vanlíðanar á fóstrið/barnið. Ennfremur styrkja konuna og samband verðandi foreldra og efla félagsleg tengsl þeirra. Ljósmæðrastýrð þjónusta sem nær yfir meðgöngu og fæðingu, er mikilvægur lykill í að mynda sterkt meðferðarsamand og með slíkri þjónustu geta ljós- mæður stuðlað að valdeflingu konunnar og fjölskyldu hennar. Það er mikilvægt fyrir allar konur en ekki síður fyrir konur með sálræna vanlíðan. F R É T T I R DOKTORSVÖRN VIÐ LINNÉ-HÁSKÓLANN Í KALMAR/ VÄXJÖ Í SVÍÞJÓÐ Dr. Sía (önnur frá vinstri) með leiðbeinendum: Þóra Steingrímsdóttir, Marga Thome og Katarina Swahnberg.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.