Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 6
6 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 Nú er 2020 rétt handan við hornið og við erum eiginlega staddar mitt á milli tveggja stórra ára í ljósmæðralífi okkar, 2019 markaði 100 ára afmæli okkar sem fag og stéttarfélags og héldum við upp á þann áfanga með ýmsum hætti og skemmti- legum viðburðum. Má þar nefna afmæl- isveislu í Rúgbrauðsgerðinni, stóra NJF ráðstefnu sem samfléttuð var afmælinu, minningarstein um stofnun félagsins sem var lagður við Laugaveg 20, sýninguna „Við tökum vel á móti þér“ í Þjóðarbók- hlöðu. Frímerki var gefið út, hálsmen var hannað og selt og nú er gefið út app sem heitir Fylgja og er hugsað sem upplýs- ingaveita fyrir ljósmæður, auk þess styttist í útgáfu ljósmæðratals og sögu félagsins. En það er skammt stórra högga á milli. Næsta ár eða árið 2020 hefur Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin, WHO, tilnefnt ár ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. Árið 2020 var valið vegna þess að Florence Nightingale hefði orðið 200 ára hefði hún lifað og þó að ekki séu bein tengsl milli Florence og ljósmæðra, þá er 2020 samt ár sem er tileinkað okkur og það kemur ekki til baka og verður það líklega tækifæri sem er bara einu sinni a.m.k.á starfsævi okkar flestra. Við verðum því að nýta það sem best til að kynna okkur og það gagn sem við getum gert í samfélaginu og hvernig við getum nýtt menntun okkar til fulln- ustu á sem bestan hátt. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur bent á það að ljós- mæður og hjúkrunarfræðingar gegni lykilhlutverki í að efla lýðheilsu og séu um helmingur fagfólks innan heilbrigðiskerf- isins í mörgum löndum. Það getur vissulega verið satt, ljós- mæður ná til stórs hóps kvenna og fjölskyldna þeim tíma sem þær eru hvað opnastar fyrir breytingum. Við erum svo heppnar hér á Íslandi og hinum Norðurlöndunum að ljósmæður eru vel menntaðar, búa að ríkri ljósmæðrahefð og njóta almennt séð virðingar í samfélaginu. Samkvæmt tölum frá WHO þá geta ljósmæður, menntaðar eftir alþjóðlegum stöðlum, afstýrt meira en 80% alls mæðradauða, andvana fæðinga og nýburadauða starfi þær við viðunandi aðstæður. Þess vegna mælist WHO til þess að starf samkvæmt gagnreyndri þekkingu verði eflt og fagleg þekking ljósmæðra verði notuð til fulls bæði með aukinni þátttöku í þverfaglegum teymum og í sjálfstæðum verkefnum. Íslenskar ljósmæður hafa vakið mikla athygli erlendis undanfarin ár fyrir góða útkomu, þátttöku í rannsóknarsam- starfi og sjálfstæði í störfum og er það jákvætt og skemmti- legt fyrir okkur sem fagmenn. Við höfum líka verið að reyna að kynna okkur hér heima fyrir með ýmsum hætti og má því segja að við höfum smá forskot á það kynningarstarf sem þarf að vinna á ári ljósmæðra 2020. Ljósmæður hafa allt frá árinu 2003 haldið úti vefsíðunni ljosmodir.is sem er mjög vel sótt og vinsæl síða. Ljósu appið er nú komið í 33. sæti yfir vinsælustu öpp landsins sem er líka mjög góður árangur á stuttum tíma. Snapchat reikningurinn sálugi var einnig vinsæll miðill og vel sóttur en var ekki heppilegur vettvangur. Nýjasta viðbótin er Instagram reikningur félagsins sem hefur vaxið hratt og er vinsæll og heppilegri miðill en Snappið. Þá eru ótaldar ljósmæður sjálfar sem hafa komið fram í fjölmiðlum, skrifað greinar, miðlað á samfélagsmiðlum, verið með sjálfstæða starfsemi eða annað sem á einhvern hátt hefur vakið athygli. Ljós- mæður eru ekki „stórasta“ stétt á Íslandi né í heimi og því er enn mikilvægara en ella að við bökkum hvor aðra upp og styðjum þær ljósmæður sem ná athygli eða einhvers konar árangri af einhverju tagi. Verum jákvæðar í þeirra garð, reynum að dreifa/vekja athygli á þeim hvort sem við þekkjum þær persónulega eða ekki, hvort sem okkur líkar við þær eða ekki, hvort sem við hefðum gert hlutina eitthvað pínulítið öðruvísi eða ekki, með því að lyfta undir aðrar lyftum við undir okkur sjálfar, árangur einnar er áfangaasigur fyrir okkur allar og fyrir fagið. Ágætu ljósmæður, leggjumst allar á eitt á ári ljósmæðra 2020 til að kynna okkur sem best, ef tækifæri gefst til greinaskrifa eða annars sem gerir okkur, eina eða allar, sýnilegri út á við grípum þá það tækifæri og notum til fulls, styrkur liggur í sameiginlegu átaki, verum sterkar út á við sem inn á víð á árinu okkar 2020. Óska öllum ljósmæðrum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar í leik og starfi á komandi ári. Áslaug Valsdóttir. Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands Á VA R P F O R M A N N S L M F Í STYRKUR LJÓSMÆÐRA LIGGUR Í SAMEIGINLEGU ÁTAKI

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.