Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 22
22 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019
því skyni að auðvelda fæðingu hjá lokuðum konum hefur verið mælt
með að framkvæma slíka opnunaraðgerð áður en höfuð gengur niður í
grindarbotn, til að gera höfðinu kleift að fæðast án þess að nærliggjandi
örvefur rifni (Berggren o.fl., 2012). Samkvæmt norskum verklags-
reglum þá er svæðið deyft með Xylocain með adrenalíni og tveimur
fingrum stungið undir húðina til að halda meðan húðin er klippt beint
upp í átt að þvagrás. Eftir fæðingu er mælt með að sárabarmarnir séu
saumaðir saman með áframhaldandi saumi en stök spor eru notuð
nálægt sníp til að forðast óþægindi fyrir konuna (Sollid, O. K., 2012). Í
rannsókn Yassin og félaga (2018) þurftu 57,8% umskorinna kvenna að
fara í opnunaraðgerð á öðru stigi fæðingar til að minnka líkur á lengdu
öðru stigi og óvæntum rifum (Yassin o.fl., 2018). Þá hefur komið fram
að þegar konur með 3. flokk umskurðar koma í mæðravernd ætti þeim
að vera ráðlagt að láta opna sig annað hvort á meðgöngunni eða í sjálfri
fæðingunni til að forðast langdregna fæðingu og spangarrifur (Lund-
berg og Gerezgiher, 2008). Þó héldu ljósmæður í rannsókn Dawson
og félaga (2015) því fram að umskornar konur væru ekki hrifnar af
því að gangast undir opnunaraðgerð á meðgöngu, þar sem konurnar
álitu að þær myndu gangast undir spangarklippingu í sjálfri fæðingunni
(Dawson o.fl., 2015).
Í megindlegri rannsókn var kannað hvort tengsl væru milli tegundar
spangarklippinga og fæðingarútkomu hjá konum með 3. flokk
umskurðar sem og hvort spangarklipping minnkaði líkur á 3° og 4°
spangarrifum og alvarlegum blæðingum í eða eftir fæðingu. Alls
voru 6.211 konur með 3. flokk umskurðar, í samanburðarhópi voru
13.685 konur með 1., 2. og 4. flokk umskurðar og alls 6.744 konur
sem ekki voru umskornar. Rannsóknin var unnin upp úr gögnum frá
28 fæðingarheimilum í Búrkína Fasó, Ghana, Kenía, Nígeríu, Senegal
og Súdan þar sem konur komu til að fæða börn sín. Gögnin voru
greind með það að markmiði að skera úr um hvort tegund spangar-
klippingar hefði marktæk áhrif á fæðingarútkomu kvenna eftir flokki
umskurðar. Ólíkar tegundir spangarklippinga voru framkvæmdar eftir
flokki umskurða. Konur sem ekki voru umskornar undirgengust niður-
hliðlæga spangarklippingu (e. posterior lateral episiotomy). Tíðni viða-
mestu spangarklippinga voru opnun og niðurhliðlæg spangarklipping
sem jókst í samræmi við alvarleika umskurðar. Tíðni opnunaraðgerðar
og niðurhliðlægrar spangarklippingar hjá konum sem ekki höfðu geng-
ist undir umskurð var 0,4% sem jókst síðan upp í 0,6% hjá konum með
1., 2. og 4. flokk umskurðar en í leggangafæðingum hjá konum með
3. flokk umskurðar var tíðnin 54,6%. Eftir að leiðrétt hafði verið fyrir
öðrum breytum kom í ljós að konur sem höfðu undirgengist opnunar-
aðgerð, niðurhliðlægar spangarklippingar eða báðar tegundir samtímis,
voru marktækt ólíklegri til að hljóta 3° og 4° spangarrifur og blæðingu
eftir fæðingu til samanburðar við konur sem ekki höfðu undirgeng-
ist spangarklippingu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að
opnunaraðgerð geti átt þátt í að minnka hættu í fæðingum hjá konum
með alvarlegustu tegund umskurðar. Fram kemur einnig að frekari
upplýsinga sé þörf til að unnt sé að aðstoða konur og heilbrigðisstarfs-
fólk til að meta hvenær sé best að framkvæma slíka opnun (Rodriquez
o.fl., 2016).
Ólíkar niðurstöður komu fram í samanburðarrannsókn sem var
gerð á háskólasjúkrahúsi í Sádí- Arabíu. Skoðaðar voru fæðingar-
skýrslur hjá 388 konum sem gengist höfðu undir opnunaraðgerð í
fæðingu. Konurnar komu frá Súdan, Eþíópíu, Egyptalandi og Jemen.
Fyrir hverja konu sem gekkst undir opnun var kona fengin til saman-
burðar sem fæddi sama dag eða á næstu dögum sem ekki var opnuð
í fæðingu. Opnun var framkvæmd af læknum. Niðurstöður sýndu að
enginn keisaraskurður var framkvæmdur vegna umskurðar og engin
örvefur rifnaði óvænt. Enginn marktækur munur var á lengd fæðinga,
spangarklippinga, blóðmissi, apgar skori eða fæðingarþyngd barna á
milli kvenna sem gengust undir opnunaraðgerð í fæðingu og þeirra
sem ekki voru opnaðar (Rouzi, Al-Sibiani, Al-Mansouri, Al- Sinandi,
Al-Jahadali og Darhouse, 2012).
Wuest og félagar (2009) könnuðu meðal annars hvaða óskir
umskornar konur sem lágu á háskólasjúkrahúsi í tengslum við
meðgöngu eða fæðingu höfðu varðandi útlit ytri kynfæra. Alls tóku 122
konur sem gengist höfðu undir umskurð þátt í rannsókninni. Af þeim
voru 21 kona með umskurð af 1. flokki, 29 konur af 2. flokki, 58 konur
af 3. flokki og 14 konur af 4. flokki. Alls óskuðu 6% kvennanna eftir
opnunaraðgerð fyrir fæðingu á meðan 43% óskuðu eftir slíkri aðgerð
í sjálfri fæðingunni. Alls 34% kvennanna óskuðu eftir slíkri aðgerð
einungis ef heilbrigðisstarfsfólki þætti það nauðsynlegt og 17% gátu
ekki tjáð óskir sínar. Fram kom jafnframt að umskornar konur eru oft
fullar af skömm yfir ástandi sínu og segja því oft ekki frá því að fyrra
bragði að þær séu umskornar (Wuest o.fl., 2009). í eigindlegri breskri
rannsókn kemur fram að umskurður hafi áhrif á upplifun sómalskra
kvenna búsettra þar í landi á meðgönguvernd og fæðingarhjálp. Flestar
konurnar í rannsókninni voru sammála um að það væri öruggara að
fæða á sjúkrahúsi en heima og einnig að keisaraskurður væri ónáttúru-
legur og vildu þær einungis gangast undir slíka aðgerð ef allt annað
þryti. Ályktun höfunda er að ljósmæður ættu alltaf að spyrja sómalskar
konur hvort þær séu umskornar og stuðla að opnum samskiptum til
að auka líkur á jákvæðri fæðingarupplifun. Þannig er hægt að ræða
fyrirfram þörfina á opnunaraðgerð og óskir mæðranna varðandi sjálfa
fæðinguna. Einnig er hægt að ræða hugsanlegar frábendingar sem
geta komið upp hjá umskornum konum og fræða um ungbarnaöryggi.
Þar sem fram kemur í greininni að opnun sé óvinsæl á meðgöngu hjá
þessum hóp, þá mætti íhuga að þróa áætlun til að stuðla að opnun á
konum sem ekki eru barnshafandi. Flestar konurnar í rannsókninni áttu
opin samskipti við sína ljósmóður og upplifðu samskiptin þægileg en
þegar svo var ekki fannst þeim þær ekki geta rætt um umskurðinn og
gátu ekki rætt áhyggjuefni sín (Moxey og Jones, 2016).
Algengt er að umskornar konur komi seint á fæðingarstaði og þá oft
í langt genginni fæðingu í þeim tilgangi að forðast keisaraskurð. Hjá
starfsfólki hlýst oft mikil ringulreið ásamt uppnámi í kringum þessar
fæðingar samhliða opnunaraðgerðinni sem getur oft verið yfirþyrm-
andi fyrir bæði móður og starfsmann. Ljósmæður sem hafa aukið við
þekkingu sína og hafa kunnáttu í að framkvæma opnunaraðgerð eru
fljótar að bregðast við þessu neyðarástandi. Mælt hefur verið með fleiri
rannsóknum um efnið svo hægt sé að taka ákvörðun um hvort þörf sé
á kennslu í opnunaraðgerð í ljósmæðranámi (Jacoby og Smith, 2013).
Kannanir hafa sýnt að vitneskja heilbrigðisstarfsfólks um umskurð
sé sérstaklega mikilvæg í meðgönguvernd en niðurstöður hafa sýnt að
þar skorti þekkingu og fagleg viðmið. Til dæmis er umskurður ekki
algild ábending fyrir keisaraskurði. Þrátt fyrir það eru meiri líkur á að
þessar konur séu látnar undirgangast keisaraskurð og geta þær fundið
fyrir þrýstingi frá heilbrigðisstarfsfólki um að fara í slíka aðgerð
(Moxey og Jones, 2015). Í þessu sambandi er jafnframt rétt að benda
á að algengt er að afrískar konur eignist mörg börn og þar sem endur-
tekinn keisaraskurður hefur í sér auknar líkur á fylgikvillum fyrir bæði
móður og barn getur verið vafasamt að ráðleggja keisaraskurð reglu-
bundið (Berggren o.fl., 2012).
ÁLYKTANIR
Að gangast undir umskurð hefur langvarandi áhrif á stúlkur og konur.
Ekki eru konur einungis að glíma við líkamlegar afleiðingar heldur
einnig langvarandi áhrif á sálarlífið þar sem konur geta endurupp-
lifað atburðinn þegar umskurðurinn var framkvæmdur. Eftir því sem
umskurðurinn er alvarlegri þá glíma konur við meiri fylgikvilla og þá
sérstaklega í fæðingu.
Á undanförnum árum hefur innflytjendum og hælisleitendum fjölgað
gríðarlega á Íslandi sem og í öðrum löndum. Íslenskar ljósmæður sinna
nú í auknum mæli fjölbreyttari sjúklingahóp þar sem ólík menningar-
viðhorf rekast oft á. Með breyttum tímum er mikilvægt að ljósmæður
afli sér upplýsinga svo þær geti boðið upp á menningarnæma þjónustu.
Miðað við upplýsingar frá Hagstofu Íslands er talsvert af konum sem
koma frá löndun þar sem yfir 80% kvenna hafa gengist undir umskurð
í sínu heimalandi og út frá þeim upplýsingum má draga þá ályktun að
íslenskar ljósmæður eigi eftir að sinna auknum fjölda þessara skjól-
stæðinga á næstu árum. Vöntun er á klínískum leiðbeiningum sem
eru byggðar á gagnreyndri þekkingu hér á landi um hvernig sinna eigi
konum sem gengist hafa undir umskurð á öllum sviðum barneignarferl-
isins og án þeirra er hætta á að umskornar konur hér á landi fái ekki þá
þjónustu sem þær þurfa á að halda. Málefnið er viðkvæmt og falið og
oft fylgir því mikil skömm og niðurlæging fyrir þá konu sem þarf að
lifa með þessu ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir.