Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 48

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 48
sem benda til þess að upphaflega hafi verið sterk merkingarleg tengsl milli forliðarins og grunnorðsins. Síðar hafi sú þróun orðið að farið var að nota liðina með annars konar lýsingarorðum og í annars konar samhengi, sbr. sauðölvaður, ljónheppinn, ljónfjörugur o.s.frv., þ.e. lýsingarorðum sem erfitt er að tengja merkingu áhersluforliðarins, og það bendir sterklega til merk- ingarrýrnunar (e. semantic bleaching, sjá nánar í 3. kafla) og minni tak mark - ana á tengingu þessara liða við annars konar grunnorð. Í næsta kafla verður nánar fjallað um stöðu áhersluforliða innan orð - myndunarinnar og hugsanlega kerfisvæðingu þeirra og þá hvort liðirnir passi við skilgreininguna á forskeytislíki. 3. Áhersluforliðir: forskeyti, forskeytislíki eða sjálfstæð orð? Í þessum kafla verður rætt um það hvort áhersluforliðir eigi heima innan afleiðslu (forskeyti) eða samsetningar (sjálfstæð orð) eða einhvers staðar þarna á milli og hvort þeir séu afsprengi kerfisvæðingar. Segja má að uppi séu tvenns konar sjónarmið um mörk róta og aðskeyta (samsetningar og afleiðslu). Annað sjónarmiðið felst í því að það séu skörp skil milli róta og aðskeyta og því sé engin sérstök ástæða til þess að gera ráð fyrir einhverj- um millistigum (sjá t.d. umfjöllun um hugmyndir Meibauer 2013 um samsetningar með áhersluforliðum í þýsku í kafla 3.3). Hitt sjónarmiðið er að til séu eitt eða fleiri millistig milli róta og aðskeyta og að aðskeytis- líki (forskeytislíki og viðskeytislíki) séu eitt þeirra (sjá t.d. Stevens 2005, Ascoop og Leuschner 2006, Kenesei 2007 og Goethem 2008 og um ís - lensku sérstaklega hjá Þorsteini G. Indriðasyni 2016b). Síðara sjónar mið - ið hefur verið nokkuð ráðandi í þýskri málfræði og málfræðingar sem vinna með orðmyndun í öðrum tungumálum hafa svo fært sér það í nyt (sbr. t.d. Booij 2005 um hollensku og Goethem 2008 um frönsku). Í þessum kafla verða áhersluforliðir svo skoðaðir í ljósi þessara hugmynda til þess að kanna hvort þeir séu kerfisvæddir og ef svo er þá að hve miklu leyti? Ef þeir eru kerfisvæddir þá hljóta þeir samkvæmt skilgreiningu að hafa öðlast eitthvert málfræðilegt hlutverk og þá má spyrja hvaða hlutverk það er. Þetta tengist hugmyndinni um forskeytislíki því skilyrði þess að hægt sé að kalla forlið forskeytislíki er að hann sé kerfisvæddur frá sjálf - stæðu orði. Þessi umræða er svo nauðsynlegur undanfari 4. og 5. kafla þar sem nánar verður farið í saumana á málfræðilegu hlutverki og merkingu áherslu forliðanna til þess að styðja enn frekar kerfisvæðingarhugmynd- ina. Þorsteinn G. Indriðason48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.