Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 51
fyrri liðanna þegar þeir standa sjálfstæðir eru leikfimi og hræsni. Í fjórða
lagi eru svonefndar þágufallssamsetningar (sjá Kristínu Bjarnadóttur
2000). Þær eru takmarkaður hópur samsetninga þar sem fyrri liðurinn er
í þágufalli en seinni liðurinn getur verið lýsingarháttur þátíðar, sbr. fánum -
prýddur, gulliblandaður og hugsjónumborinn, lýsingarorð, sbr. sjálfum -
glaður og ljónumlíkur, sögn, sbr. fótumtroða, tryggðumbinda og gullimála,
eða nafnorð, sbr. sjálfumgleði og hugumstærð. Þessar samsetningar líkjast
að sumu leyti svonefndum innlimunarferlum (e. incorporation). Í fótum -
troða er andlagið fyrri hluti samsetningarinnar, sbr. troða fótum → fótum -
troða. Í fimmta og síðasta lagi eru setningarlegar samsetningar (e. phrasal
compounds) sem eru byggðar upp af fyrri lið sem er setningaliður eða jafn-
vel heil setning ættuð úr setningarhluta málfræðinnar og seinni lið sem er
venjulegt orð. Dæmi um setningarlega samsetningu er eftirfarandi: Tryggvi
Þór spilaði út [[bannað-að-gera-grín-að-fötluðum]-spilinu] (no.) þar sem
greina má setningarformgerðina í lýsingarorðslið með nafnháttarsetn-
ingu. Setningarlegar samsetningar eru óvenjulegar því oftast er gert ráð
fyrir að orðasafn og setningarhluti séu aðskildir þættir málfræðinnar sem
lúta ólíkum lögmálum og að reglur um samsetningu eigi heima í orðasafni
og geti þar af leiðandi ekki náð í setningarliði eða heilar setningar úr setn-
ingarhluta (þetta er reyndar umdeilt en fá má nánari útlistun á þessu fyrir-
bæri og sambandinu milli orðasafns og setningahluta hjá t.d. Wiese 1996,
Scalise og Guevara 2005 og Sato 2010 og fyrir íslensku sérstaklega hjá
Þorsteini G. Indriðasyni 2017a og Kristínu Bjarnadóttur 2017).
Áhersluforliðir geta bæði verið hluti stofn- og eignarfallssamsetninga
en það sem skilur að áhersluforliði og fyrri liði samsetninga er aðallega
merkingarrýrnunin sem rædd verður betur í 3.4, þ.e. að áhersluforliðirnir
hafa misst eiginlega merkingu í samanburði við samsvarandi sjálfstæð orð
og að þeir eru aðallega notaðir til þess að leggja sérstaka áherslu á grunn -
orðið sem þeir standa með (sbr. (1)). Annað sem skilur að áhersluforliði og
samsvarandi fyrri liði samsetninga er að áhersluforliðirnir standa oftast
með orðum af öðrum orðflokki en sjálfstæða orðið (sbr. (3)) og að hægt er
að flytja áhersluna af áhersluforliðnum yfir á grunnorðið en það er ekki
hægt þegar um venjulegar samsetningar er að ræða.
3.2 Helstu einkenni aðskeytislíkja
Í þessum undirkafla er fjallað um atriði sem helst einkenna svonefnd
aðskeytislíki (forskeytis- og viðskeytislíki). Stevens (2005:73), Ascoop og
Leuschner (2006:245–246), Goethem (2008:28) og Meibauer (2013:27)
Um eðli og einkenni áhersluforliða í íslensku 51