Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 137

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 137
 Auk atriðisorðaskráa er mikils um vert að í hverju bindi er að finna íðorðaskrá með skýringum; margar skýringanna eru þannig úr garði gerðar að beinlínis er um að ræða skilgreiningu viðkomandi hugtaks. Að umfangi eru íðorðaskrár þessar 10 og upp í 20 síður í hverju bindanna. Því má ugglaust telja að einkar mikill fengur sé að íðorðaskránum fyrir stúdenta og almenning, sem og fyrir þá málfræðinga sem þarfnast upp- rifjunar í öðrum geira málvísindanna en þeim sem hverjum er hugleikn- astur dags daglega.14 Eins og vikið verður nánar að hér fyrir neðan eru skýringarnar einnig til þess fallnar að lesandi átti sig svolítið á því hvernig höfundar og rit- stjórar staðsetja sig gagnvart viðfangsefninu og málfræðikenningum enda hafa ýmis málfræðihugtök mismunandi innihald eftir því hver nálgunin er. Í Norsk språkhistorie I–IV eru skýringar (skilgreiningar) í þessum skrám flestar afar knappar. Mér virðist sem þær hitti þrátt fyrir það yfir- leitt í mark og nái kjarnanum í viðkomandi hugtaki. Sem dæmi um stuttar skýringar má hér nefna tvö hugtök, úr ólíkum áttum, gotnesku og aukaföll: „gotisk: Utdøydd austgermansk språk“ (III:518); „oblike kasus: Samle - nemning for akkusativ, genitiv og dativ“ (I:644). Hinar lengri skýringar hafa sums staðar að geyma dæmi til skilnings- auka, t.d. „spørjesetning: → Heilsetning som normalt blir brukt til å stille spørsmål for å søke informasjon om noko: Levde kongen lenge? Hvem levde lenge?“ (I:649). Norska hugtakið heilsetning er skýrt annars staðar í skránni eins og örin bendir til. Athygli mína vekur að enda þótt hugtakið spørjesetning hafi verið útskýrt með dæmum, eins og hér var sýnt, er yfir- hugtakið setning útskýrt í mjög stuttu máli, án skýringardæmis: „setning: Ytring som normal inneheld eit subjekt og eit finitt verb“ (I:648). Hug - takið ytring er raunar ekki að finna í skránni. Einn kostur við það verklag að ritstjórar gefi hugtakaskýringar er vissulega sá að aðrir málfræðingar hafa þar með betra tækifæri til að átta sig á því hvernig höfundar og ritstjórar verksins nota eða skilja ýmis hug- tök eins og þegar hefur verið drepið á. Hér á ég við hugtök sem notuð hafa verið á mismunandi hátt í gegnum tíðina í málvísindaritum, austan hafs og vestan. En vitaskuld á þetta ekki við um nema hluta hugtakanna. Saga máls og samfélags 137 14 Til samanburðar kemur í hugann að aftast í I. og III. bindi Íslenskrar tungu (2005) eru skrár um málfræðihugtök með enskum og íslenskum jafnheitum. Þær eru góðar til síns brúks en enn betra hefði verið að hafa þar efnislegar skýringar, eins og gert er í Norsk språkhistorie I–IV.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.