Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Qupperneq 155
þekkst í merkingunni ‘stór trjábolur, rekaviðardrumbur’. Miðað
við það væri Bolungavík eðlileg ritmynd (þar sem fyrri hlutinn
samsvaraði þá eignarfalli fleirtölu).
b. Í elstu tiltækum heimildum stendur yfirleitt Bolungarvík en í
þeim yngri frekar Bolungavík. Síðari myndin gæti vel verið komin
til við r -brottfall ef sú fyrri væri eldri eða upprunalegri. Aftur á
móti væri ólíklegt að upprunalegt Bolunga- hefði breyst í Bol ungar-
við hljóðbreytingu (r-innskot, sbr. elstu heimildir) og síðan kannski
aftur í Bolunga- við hljóðbreytingu sem gengi í öfuga átt (þ.e. r-brott -
fall, sbr. yngri heimildir).
c. Þrátt fyrir að rithátturinn Bolungarvík sé torskýrður en Bolunga -
vík geti vel staðist frá merkingarlegu (og beygingarlegu) sjónar -
miði er samt rétt að halda sig við r-myndina vegna þess að þannig
er nafnið ritað í elstu heimildum og „[þ]að er óleyfilegt að dæma
fornar orðmyndir afbakanir á þeim forsendum einum, að þær séu
óskiljanlegar nútímafólki“ (Baldur Jónsson 1969:12).
Undir lok greinarinnar renna þó tvær grímur á Baldur vegna þess að í ljós
kemur að í fornbréfum er til dæmis nær alltaf ritað Hælarvík (í átta skipti
af níu) fyrir þann stað sem nú er almennt nefndur Hælavík og þar virðist
ljóst að fyrri hlutinn er hæll og því erfitt að sjá að þetta -r- geti verið upp-
runalegt.10 Baldur fer þess vegna að velta því fyrir sér hvort þarna geti
ekki legið gömul tilbrigði að baki og það er forvitnilegt að skoða hvernig
hann reifar þá hugmynd (1969:12):
Gerum ráð fyrir því, að tilbrigðin -ar/-a hafi upphaflega verið til bæði í ræðu
og riti í ýmsum orðum. Þá gæti svo farið, að þessi tilbrigði hyrfu í framburði
við það, að r félli brott, en héldu áfram að vera til í ritmáli, þannig að skrifað
væri -ar/-a, þar sem einungis -a væri borið fram. Af þessu gæti hlotizt svo-
nefndur „öfugur ritháttur“, e.k. fölsk ávísun, fólgin í því að skrifa -ar ekki
einungis fyrir það -a, sem var orðið til úr -ar, heldur einnig fyrir -a, sem var
ekki orðið til úr -ar. Ef þetta hefir gerzt í orðinu Bolungarvík, hefir ekki
verið skrifað r í því nafni, af því að það hafi verið borið fram, heldur hafa
menn farið að bera fram r, af því að það var skrifað. -ar í Bolungarvík (og
Hælarvík) væri þá fölsk ávísun, þ.e. ekki ávísun á framburðinn -ar (þar sem
Um öfuga stöfun og tilbrigði í framburði 155
10 Uppruninn er þó ekki alveg óumdeildur. Þannig mun stundum vera skrifað Heljar -
vík í gömlum heimildum. Einnig hefur því verið haldið fram (Páll Bjarnarson 1921–1923:
281–282) að Hælar- í orðmyndinni Hælarvík sé eignarfall af kvenkynsorðinu hæl sem væri
þá tvímynd við hæli (hk.) líkt og dæl (kvk.) er tvímynd við dæli (hk., kemur helst fyrir sem
örnefni). Baldur nefnir ekki þá skýringu og hér er líka horft framhjá henni.