Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Qupperneq 190
d. Mér sýnist starfsmennirnir hafa staðið sig vel. 82%
e. Henni fundust þær frekar leiðinlegar. 43%
f. Henni fannst þær mjög skemmtilegar. 89%
g. Þeim hafa alltaf fundist óvissuferðir skemmtilegar. 63%
h. Þeim hefur alltaf fundist spurningaþættir skemmtilegir. 83%
Að undanskildum dæmunum í (12a) og (12b) nýtur samræmisleysið meiri hylli en
samræmið, þótt margir séu líka sáttir við það. Þegar þátttakendum var gefinn
kostur á að velja á milli samræmis og samræmisleysis (einnig í átta dæmum) valdi
meirihlutinn samræmisleysið í öllum tilvikum. Engin fylgni við aldur, kyn, mennt -
un eða búsetu kom í ljós hér.
Það sem helst vekur athygli í þessum niðurstöðum er að tiltölulega lítill mun -
ur er á dómum manna um samræmi og samræmisleysi í einföldum og flóknari setn -
ingum. Það kemur einnig á óvart að setningin í (11g), Það hafa mörgum blöskrað
þessi ummæli, fær jákvæðari undirtektir (52%) en setningin í (11h), Það hefur sum -
um blöskrað þessir samningar (42%). Í setningum af þessi tagi fer þágufallsfrum-
lagið (mörgum, sumum) á milli sagnarinnar og nefnifallsandlagsins og þegar svo
háttar til hefur verið talið að þágufallið torveldi eða hindri samræmið („þágufalls-
hindrun“), en hér kemur reyndar í ljós að þessu er þveröfugt háttað, sem er harla
ahyglisvert. Um þetta farast höfundunum svo orð (á bls. 210):
Ef það væri einfaldlega þannig að þágufallsliður á milli persónubeygðrar
sagnar og nefnifallsandlags kæmi í veg fyrir samræmi, eins og Holmberg og
Þorbjörg Hróarsdóttir töldu upphaflega (2003), ætti samræmisleysið í h-
dæminu að fá betri dóma en samræmið í g-dæminu. Því er hins vegar öfugt
farið. Halldór Ármann og Holmberg (2008) skoðuðu mögulega þágufalls-
hindrun talsvert nánar og settu fram þá tilgátu að skipta mætti málnotendum
í þrjá hópa, A, B og C, eftir því hvaða afstöðu þeir hafa til samræmis við
nefnifallsandlag. A-hópurinnn leyfir tölusamræmi við nefnifallsandlag
(a.m.k. stundum) hvort sem þágufall fer á milli nefnifallsandlagsins og sagn-
arinnar eða ekki. B-hópurinn leyfir samræmi við nefnifallsandlag en ekki
yfir þágufallsfrumlag. C-hópurinn leyfir yfirleitt ekki neitt samræmi við
nefnifallsandlag. Samkvæmt þessu ætti g-dæmið þá aðeins að fá samþykki
þeirra sem eru í hópi A, en a-dæmið, c-dæmið og e-dæmið að fá samþykki
þeirra sem eru í hópum A og B. Sú spá fær nokkurn stuðning af niður -
stöðunum […]. Í þessari könnun kemur þó fram að hópaskiptingin er ekki
„hrein“, þ.e. margir geta sætt sig við hvorn kostinn sem er (samræmi eða
samræmisleysi). Að því leyti felur tilgáta Halldórs Ármanns og Holmbergs í
sér nokkra einföldun, eins og þeir benda reyndar sjálfir á (sjá nmgr. 4 í grein
þeirra 2008).
Ég fellst á að sú lýsing þeirra Anders Holmberg og Þorbjargar Hróarsdóttur sem
hér er vísað til er villandi um „íslensku almennt“, enda varð það mér hvatning til
að kanna þetta nánar, ásamt Holmberg, eins og hér kemur fram. En hér er þó
farið heldur fljótt yfir sögu. Ályktun höfundanna byggist á aðeins einu setninga-
Ritdómar190