Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 191

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 191
pari og setningarnar í þessu pari (Það hafa mörgum/hefur sumum blöskrað …) eru báðar einfaldar setningar, en athugun Holmbergs og Þorbjargar beindist einungis að flóknari setningum, með nefnifallslið í nafnháttarsambandi: Það virðist/virð - ast einhverjum manni hestarnir vera seinir o.s.frv. Hér hefði þurft að athuga sam- bærileg dæmi. Og jafnvel þótt það hefði verið gert og það hefði komið á daginn að málfræðin sem Holmberg og Þorbjörg lýsa sé því sem næst einsdæmi þá er ekki ljóst hvaða ályktanir megi draga af því. Er eindæmamálfræði ómarktæk? Það má halda því fram að málfræðingum beri að lýsa „almannamálfræði“ fremur en „einstaklingsmálfræði“ en það er þó ekki einhlítt. Taki menn á annað borð mark á máltilfinningu einstaklinga þá er ekki augljóst að máltilfinning margra sé merki - legri eða athyglisverðari en máltilfinning fárra. Þetta er verulegt vandamál í „mál- tilfinningarfræðum“ og ég vík aftur að þessu vandamáli síðar, en ítreka hér að ég fellst á að lýsing Anders Holmberg og Þorbjargar Hróarsdóttur er villandi sem lýsing á „íslenskri almannamálfræði“. Það sem er hvað sérlegast við samræmi og samræmisleysi í setningum með þágufallsfrumlagi og nefnifallslið er að samræmi við nefnifall í fyrstu eða annarri persónu er yfirleitt útilokað, bæði í einföldum setningum eins og *Mér líkuðuð þið og í flóknari setningum eins og *Henni höfum alltaf þótt við skemmtileg. Flókn ari setningunum má „bjarga“ með því að hafa sögnina í 3.p.et. (ekkert persónusam- ræmi) en það gengur yfirleitt ekki í einföldum setningum: Henni hefur alltaf þótt við skemmtileg en *Mér líkaði þið. Þetta var þó ekki kannað í Til brigða verk efninu. Í kafla 12.4 segir frá lítilli könnun á samræmi (og samræmisleysi) í setningum með hlutaeignarfalli, á borð við Meirihluti þingmanna höfnuðu tillögunni (75%) og Stór hluti starfsmanna hafnaði honum (90%) og í kafla 12.5 er fjallað um valspurn- ingakönnun á „samræmismörkum“ í þremur setningum: Hann veit að tveir plús tveir er/eru fjórir (95% eru), Í svörtum fötum spilaði/spiluðu til klukkan þrjú (55% spiluðu, 35% spilaði) og FH var búið/voru búnir/var búnir að hafa forystu … (voru búnir 57%, var búið 35%, var búnir 0,6%). Þessar kannanir eru of litlar til að unnt sé að draga af þeim miklar ályktanir, en það er þó athyglisvert að hér kemur fram talsverð fylgni við menntun. Margt fleira varðandi samræmi í íslensku mætti athuga nánar. Í samsettum töluorðum ræður síðasti liðurinn yfirleitt samræmi í íslensku (Hundrað og einn sjómaður fór í verkfall) en líkast til eru þó margir sem geta hugsað sér fleirtölu - sam ræmi hér. Þegar töluorð af þessu tagi eru hluti af fleirtölumagnlið er sam- ræmið óhjákvæmilegt (Allir hundrað og einn sjómennirnir fóru í verkfall), en ég segi raunar tvö hundruð og einn sjómaður en ekki *allir hundruð og einn sjó maður(inn)/ sjómenn(irnir). Samræmi í setningum með nafnliðarsagnfyllingum er líka athyglis - vert: Aðalvandamálið er/eru stjórnmálamennirnir, Frá mínum bæjardyrum séð er/*eru aðalvandamálið stjórnmálamennirnir o.s.frv. Enn fremur má hér nefna að fall-, tölu- og kynsamræmi í lýsingarorðum og fleiri orðflokkum er óvenjulega útbreitt í íslensku og býður upp á mörg forvitnileg athugunarefni. En auðvitað eru fjöldaathuganir af því tagi sem gerðar voru í Tilbrigðaverkefninu afar tíma- frekar og kostnaðarsamar og auðsætt að þær hljóta að takmarkast við lítinn hluta tungumálsins. Ritdómar 191
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.