Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 191
pari og setningarnar í þessu pari (Það hafa mörgum/hefur sumum blöskrað …) eru
báðar einfaldar setningar, en athugun Holmbergs og Þorbjargar beindist einungis
að flóknari setningum, með nefnifallslið í nafnháttarsambandi: Það virðist/virð -
ast einhverjum manni hestarnir vera seinir o.s.frv. Hér hefði þurft að athuga sam-
bærileg dæmi. Og jafnvel þótt það hefði verið gert og það hefði komið á daginn
að málfræðin sem Holmberg og Þorbjörg lýsa sé því sem næst einsdæmi þá er
ekki ljóst hvaða ályktanir megi draga af því. Er eindæmamálfræði ómarktæk? Það
má halda því fram að málfræðingum beri að lýsa „almannamálfræði“ fremur en
„einstaklingsmálfræði“ en það er þó ekki einhlítt. Taki menn á annað borð mark
á máltilfinningu einstaklinga þá er ekki augljóst að máltilfinning margra sé merki -
legri eða athyglisverðari en máltilfinning fárra. Þetta er verulegt vandamál í „mál-
tilfinningarfræðum“ og ég vík aftur að þessu vandamáli síðar, en ítreka hér að ég
fellst á að lýsing Anders Holmberg og Þorbjargar Hróarsdóttur er villandi sem
lýsing á „íslenskri almannamálfræði“.
Það sem er hvað sérlegast við samræmi og samræmisleysi í setningum með
þágufallsfrumlagi og nefnifallslið er að samræmi við nefnifall í fyrstu eða annarri
persónu er yfirleitt útilokað, bæði í einföldum setningum eins og *Mér líkuðuð þið
og í flóknari setningum eins og *Henni höfum alltaf þótt við skemmtileg. Flókn ari
setningunum má „bjarga“ með því að hafa sögnina í 3.p.et. (ekkert persónusam-
ræmi) en það gengur yfirleitt ekki í einföldum setningum: Henni hefur alltaf þótt
við skemmtileg en *Mér líkaði þið. Þetta var þó ekki kannað í Til brigða verk efninu.
Í kafla 12.4 segir frá lítilli könnun á samræmi (og samræmisleysi) í setningum
með hlutaeignarfalli, á borð við Meirihluti þingmanna höfnuðu tillögunni (75%) og
Stór hluti starfsmanna hafnaði honum (90%) og í kafla 12.5 er fjallað um valspurn-
ingakönnun á „samræmismörkum“ í þremur setningum: Hann veit að tveir plús
tveir er/eru fjórir (95% eru), Í svörtum fötum spilaði/spiluðu til klukkan þrjú (55%
spiluðu, 35% spilaði) og FH var búið/voru búnir/var búnir að hafa forystu … (voru
búnir 57%, var búið 35%, var búnir 0,6%). Þessar kannanir eru of litlar til að unnt
sé að draga af þeim miklar ályktanir, en það er þó athyglisvert að hér kemur fram
talsverð fylgni við menntun.
Margt fleira varðandi samræmi í íslensku mætti athuga nánar. Í samsettum
töluorðum ræður síðasti liðurinn yfirleitt samræmi í íslensku (Hundrað og einn
sjómaður fór í verkfall) en líkast til eru þó margir sem geta hugsað sér fleirtölu -
sam ræmi hér. Þegar töluorð af þessu tagi eru hluti af fleirtölumagnlið er sam-
ræmið óhjákvæmilegt (Allir hundrað og einn sjómennirnir fóru í verkfall), en ég
segi raunar tvö hundruð og einn sjómaður en ekki *allir hundruð og einn sjó maður(inn)/
sjómenn(irnir). Samræmi í setningum með nafnliðarsagnfyllingum er líka athyglis -
vert: Aðalvandamálið er/eru stjórnmálamennirnir, Frá mínum bæjardyrum séð
er/*eru aðalvandamálið stjórnmálamennirnir o.s.frv. Enn fremur má hér nefna að
fall-, tölu- og kynsamræmi í lýsingarorðum og fleiri orðflokkum er óvenjulega
útbreitt í íslensku og býður upp á mörg forvitnileg athugunarefni. En auðvitað
eru fjöldaathuganir af því tagi sem gerðar voru í Tilbrigðaverkefninu afar tíma-
frekar og kostnaðarsamar og auðsætt að þær hljóta að takmarkast við lítinn hluta
tungumálsins.
Ritdómar 191