Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 192

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 192
13. kafli: Eignarsambönd (höf.: Höskuldur Þráinsson, Einar Freyr Sigurðsson og Eiríkur Rögnvaldsson) Fyrsta athugunarefnið hér er staða eignarfornafns og eignarfalls. Leitað var eftir dómum um orðalag eins og Hans þekking á ítalskri matargerð er mjög mikil, Hug - myndir hans um starfsemina eru óvenjulegar. Flestir þátttakendur samþykktu báð ar orðaraðirnar (69–92% já) og fylgni við félagslegar breytur reyndist lítil. Íslenska hefur nokkra sérstöðu á meðal germanskra mála að því leyti að eign – eigandi (hús Péturs, hugmyndir hans) er hlutlaus orðaröð í eignarsamböndum; venjulegasta röðin í öðrum germönskum málum er eigandi – eign (Peter’s house, his ideas). Þessi „almenna germanska röð“ er merkt í íslensku en tæk, einkum þegar eignar- fornafn ber andstæðuáherslu: HENNAR hugmyndir eru betri en þínar o.s.frv. Þetta gengur síður þegar eigandinn er nafnliður: KONUNNAR hugmyndir …, þótt finna megi aðstæður þar sem þetta er ekki alveg útilokað (?Maðurinn hafði stórbrotnar hugmyndir en konunnar hugmyndir voru raunsærri). Dæmin sem hér voru athuguð voru aðeins fjögur og ekkert þeirra innihélt eignarfallsnafnlið. Það væri athyglisvert að bera saman dæmi eins og hans þekking (69% já í könnuninni), Péturs þekking, mannsins þekking, prófessorsins þekking, gamla prófessorsins þekking. Hans þekking gengur vel með andstæðuáherslu en öll hin dæmin eru hæpin eða ótæk í mínu máli. Samtengd eignarföll fara líka betur á eftir höfuðorðinu: þekking ykkar og þeirra og eignir Maríu og Jóns en ??ykkar og þeirra þekking og ?*Maríu og Jóns eignir. Aftur á móti gengur vel að segja hans mikla þekking og allar þínar furðulegu hugmyndir án andstæðuáherslu. Annað athugunarefnið í þessum kafla er samspil greinis, eignarfornafns og eignarfalls, en þetta er reyndar þrískipt: 1) Hlutstæð eign með eða án greinis + eignarfallseinkunn: Hestur Maríu kom fyrstur í mark (79%), Peysan mömmu varð eftir á snúrunni (11%), o.s.frv. 2) Óaðskiljanleg eign með eða án greinis + eignarfallseinkunn (eða eignarfornafn): Hann hefur eyðilagt líf sitt (94%), Hann er óánægður með lífið sitt (56%) o.s.frv. 3) Eign með eða án greinis + eignarfallsein- kunn með ákvæðisfornafni: Lið hans Nonna sigraði með yfirburðum (22%), Báturinn hans Lúlla var ekki kominn (97%) o.s.frv. Það sem helst vekur athygli hér er að yngri aldurshóparnir voru vel sáttir við orðalagið lífið sitt, hárið hennar en reyndar líka lið hans Nonna. — Þetta er flókið og margbrotið efni þar sem ólík- ar tegundir eignar og eiganda sýna mismunandi samverkan. Mér finnst t.d. eðli- legt að segja bíllinn minn, bíllinn hennar Maríu, bíll kennarans en skoðun mín/ Maríu/kennarans. Líf mitt eða einfaldlega lífið er mér líka eðlilegt mál (Ég er ánægður með líf mitt/lífið, ekki ??lífið mitt) en hins vegar segi ég helst augun í mér og hárið á mér (eða einfaldlega augun og hárið) en varla augu mín eða hár mitt nema í hátíðlegu máli og ekki ??hárið mitt eða ??augun mín. En reyndar er athyglisvert að lífið mitt, augun mín o.s.frv. er „óþægilegt“ eða hæpið frekar en „gargandi ómálfræðilegt“. Þetta orðalag er því e.t.v. bara eitthvað sem ég á ekki að venjast fremur en að það sé algerlega á skjön við „málfræðikerfið í mér“ og mér finnst raunar líklegt að mikið af þeim málbreytileika sem sagt er frá í Til - brigðum í íslenskri setningagerð stafi af ólíkum venjum fremur en ólíkum mál fræði - kerfum. Ritdómar192
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.