Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 193
Þriðja meginathugunarefnið í þessum kafla er „Ólafsfjarðareignarfallið“ svo-
kallaða, þar sem eignin er nafnorð með ákveðnum greini: Hesturinn stráksins var
seldur um daginn, Bíllinn Jóns var á sumardekkjum o.s.frv. Þetta orðalag hlaut
almennt dræmar undirtektir (7–19% já), ef undan eru skildir nokkrir athugunar -
staðir, einkum Siglufjörður og Sauðárkrókur en að nokkru leyti líka Kirkju bæjar -
klaustur og Patreksfjörður (könnunin fór ekki fram á Ólafsfirði). Þessi land -
fræði lega dreifing er óvenjuleg og athyglisverð. Eins og flestum öðrum er mér
tam ara að segja hestur stráksins og bíllinn hans Jóns en þó kannast ég vel við „Ólafs -
fjarðareignarfallið“ á Vestfjörðum (og e.t.v. einnig frá æskuárum í Skaga firði en
það er óvíst að ég muni það rétt). Það kemur mér því á óvart hversu margir hafna
þessu orðalagi (72–83% nei). Forvitnilegt væri að athuga dæmi með lýsingar-
orðseinkunnum á borð við nýi bíllinn Jóns. Þetta get ég vel sætt mig við (þótt mér
sé eiginlegra að segja nýi bíllinn hans Jóns) en hins vegar finnst mér *nýi bíll Jóns
ótækt. Ég hef þó séð dæmi um slíkt orðalag: nýja plata Bjarkar, sem ég myndi
stjörnu merkja. Ef til vill grípur fólk til þessa orðalags til þess að komast hjá því
að segja hin nýja plata Bjarkar, sem vissulega hljómar uppskrúfað en er þó að mínu
viti málfræðilega kórrétt.
Fjórða meginathugunarefnið í þessum kafla var hjá-liðir og aðrir forsetning-
arliðir í eignarmerkingu: Bíllinn hjá henni er í viðgerð, Skoðunin hjá henni hefur
samt ekkert breyst, Mamman hjá honum bannar honum það o.sfrv. Hér kom fram
óvenjumikill breytileiki í svörunum. Lakasta dóma fengu mamman hjá honum
(4% já), eini vinurinn hjá honum (12%), (mynd af ) lungunum hjá henni (20%), en
besta dóma fengu maturinn hjá henni (93%) og ræðan hjá formanninum (92%). Í
flestum dæmanna má túlka hjá-liðina sem „eiganda“ (bíllinn hjá henni = ʻbíllinn
hennar’) en þetta er þó ekki einhlítt. Þannig finnst mér að bíllinn hjá henni geti
líka þýtt ‘bíllinn sem hún hefur til umráða/notar’ (þótt hún eigi hann ekki). Í mat-
urinn hjá henni og ræðan hjá formanninum er reyndar einhvers konar geranda-
merking (‘maturinn sem hún lagar’, ‘ræðan sem formaðurinn hélt’), auk eignar-
merkingar (eða „tilheyrandamerkingar“). Staðarmerking er líklega grunnmerk-
ingin í hjá-liðum og eignarmerkingin leidd af henni: Það er gott veður hérna hjá
mér, Það er allt í lagi hjá mér, Þetta var gott hjá þér, Þetta er góð hugmynd hjá þér,
Bíllinn bilaði hjá mér, Ræðan var góð hjá formanninum. Þetta er mér allt eðlilegt
mál (en sambærilegt orðalag er yfirleitt útilokað í t.d. sænsku og ensku: *This is a
good idea with/at you). Mér finnst þó oft lakara að hafa hjá-liðinn inni í nafnlið:
?Bíllinn hjá mér bilaði, ?Ræðan hjá formanninum var góð. Sum svona dæmi eru þó
ágæt, t.d. Símanúmerið/síminn hjá mér er 12345. Um þetta og ýmislegt þessu tengt
er fróðleg umræða hjá Einari Frey Sigurðssyni í 19. kaflanum í 3. bindi. Niður -
stöðurnar benda til þess að hjá-liðir í eignarmerkingu inni í nafnliðum séu í tals-
verðri sókn: 44% yngstu þátttakendanna samþykktu t.d. nefið hjá honum (sem er
ótækt í mínu máli).
Síðasta athugunarefnið í þessum kafla er eignarfall persónufornafns og eignar -
fornafn í tengdum liðum: Þær voru ræddar á fundi forstjórans og mín (27% já), Þær
voru kynntar á fundi skólastjórans og mínum (11%) o.s.frv. Þessi dæmi hlutu dauf-
ar undirtektir. Fæstir málnotendur virðast sætta sig við samtengingu nafnorðs í
Ritdómar 193