Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 194

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 194
eignarfalli og fyrstu eða annarrar persónu fornafns — í þeirri röð. Sé röðinni snúið við fellur allt í ljúfa löð: á fundi mínum og skólastjórans, en reyndar ekki *á fundi mín (eða míns) og skólastjórans. Þetta er einkennilegt fyrirbæri. Eignarfall í eignarnafnliðum (fundur skólastjórans) virðist vera annars eðlis en eignarfall sem er úthlutað af sögn eða forsetningu (sakna skólastjórans, til skólastjórans). Til hægðarauka má kalla þessi „tvö“ eignarföll eiginlegt eignarfall (í eignarnafnliðum) og óeiginlegt eignarfall (með sögnum og forsetningum). Þegar eignarfallið er óeigin - legt er engum vandkvæðum bundið að samtengja nafnorð og persónufornafn í eignarfalli: sakna skólastjórans og þín, til skólastjórans og mín. Eignarfornöfn í íslensku eru ýmist beygjanleg (minn, þinn, sinn og hátíðlegt vor) eða óbeygjanleg (hans, hennar, þess, okkar, ykkar, þeirra og hátíðlegt yðar). Óbeygjanleg eignarfornöfn hegða sér eins og nafnorð í eignarfalli: fundur hans, fundur skólastjórans og hans o.s.frv. Beygjanlegu eignarfornöfnin geta hins vegar ekki staðið ein og sér í eiginlegu eignarfalli, heldur verða þau að samræmast höfuðorðinu: ekki *á fundi míns, heldur á fundi mínum. Þetta gengur hins vegar vel þegar fornafnið stendur með og samræmist höfuðorði í eignarfalli, hvort sem um er að ræða eiginlegt eða óeiginlegt eignarfall: á fundi forstjórans og konunnar minnar, ég sakna pennans míns. Persónufornöfnin eru eins og beygjanlegu eignarfornöfnin að þessu leyti; þau geta ekki staðið ein og óstudd í eiginlegu eignarfalli: *á fundi mín. Sá munur er þó á þessu að unnt er að „bjarga“ beygjanlegu eignarfornöfnunum með samræmi en ekki persónufornöfnunum: á fundi mínum gengur prýðilega en *á fundi mér ekki (og þar væri reyndar aðeins fallsamræmi). Beygjanlegu eignarfornöfnin geta táknað eiganda í eignarnafnliðum svo fremi þau samræmist höfuðorði sínu en það geta persónufornöfn ekki, burtséð frá falli og samræmi. Líkast til er þetta ástæða þess að fæstir samþykkja á fundi forstjórans og mín — þar myndi persónu- fornafnið mín tákna eiganda í eignarnafnlið. En þetta er þó mun skárra en *á fundi mín eða *á fundi mín og forstjórans. Svo virðist því sem það að fundi og mín eru ekki grannstæð heldur aðskilin af forstjórans slævi tilfinninguna fyrir því að persónufornöfn eigi ekki heima í eignarnafnliðum: Eignarfall forstjórans „smit- ast“ yfir á fornafnið og sumir málnotendur geta greinilega sætt sig við það og samþykkja því á fundi forstjórans og mín (27%). „Fjarlægð“ á milli höfuðorðs og fornafns virðist líka skipta máli í ?á fundi skólastjórans og mínum. Hér þarf eignarfornafnið að samræmast höfuðorðinu í falli, tölu og kyni og þetta gengur treglega nema fornafnið sé grannstætt höfuð - orð inu: á fundi mínum og skólastjórans. Hér getur eignarfallið ekki „smitast“ yfir á fornafnið: *á fundi skólastjórans og míns. Munurinn á eiginlegu og óeiginlegu eignarfalli kemur líka fram í tilvísunar- setningum: Þetta er penninn sem ég hef saknað __ (sbr. Ég hef saknað hans) en *Þetta er maðurinn sem ég þekki konuna __ (sbr. Ég þekki konuna hans) og þetta er raunar líka svona í skyldum málum, þótt eignarfallið sé þar undansett nafnorðinu (*This is the man that I know __ wife, sænska *Detta er mannen som jag känner __ fru). Þetta er athyglisvert fyrirbæri. Setningafræðin „sér“ tvenns konar eignarföll en beygingarhluti málsins gerir engan greinarmun á þeim. Það er talsvert um Ritdómar194
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.