Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Qupperneq 194
eignarfalli og fyrstu eða annarrar persónu fornafns — í þeirri röð. Sé röðinni
snúið við fellur allt í ljúfa löð: á fundi mínum og skólastjórans, en reyndar ekki *á
fundi mín (eða míns) og skólastjórans. Þetta er einkennilegt fyrirbæri. Eignarfall í
eignarnafnliðum (fundur skólastjórans) virðist vera annars eðlis en eignarfall sem
er úthlutað af sögn eða forsetningu (sakna skólastjórans, til skólastjórans). Til
hægðarauka má kalla þessi „tvö“ eignarföll eiginlegt eignarfall (í eignarnafnliðum)
og óeiginlegt eignarfall (með sögnum og forsetningum). Þegar eignarfallið er óeigin -
legt er engum vandkvæðum bundið að samtengja nafnorð og persónufornafn í
eignarfalli: sakna skólastjórans og þín, til skólastjórans og mín.
Eignarfornöfn í íslensku eru ýmist beygjanleg (minn, þinn, sinn og hátíðlegt
vor) eða óbeygjanleg (hans, hennar, þess, okkar, ykkar, þeirra og hátíðlegt yðar).
Óbeygjanleg eignarfornöfn hegða sér eins og nafnorð í eignarfalli: fundur hans,
fundur skólastjórans og hans o.s.frv. Beygjanlegu eignarfornöfnin geta hins vegar
ekki staðið ein og sér í eiginlegu eignarfalli, heldur verða þau að samræmast
höfuðorðinu: ekki *á fundi míns, heldur á fundi mínum. Þetta gengur hins vegar
vel þegar fornafnið stendur með og samræmist höfuðorði í eignarfalli, hvort sem
um er að ræða eiginlegt eða óeiginlegt eignarfall: á fundi forstjórans og konunnar
minnar, ég sakna pennans míns.
Persónufornöfnin eru eins og beygjanlegu eignarfornöfnin að þessu leyti; þau
geta ekki staðið ein og óstudd í eiginlegu eignarfalli: *á fundi mín. Sá munur er
þó á þessu að unnt er að „bjarga“ beygjanlegu eignarfornöfnunum með samræmi
en ekki persónufornöfnunum: á fundi mínum gengur prýðilega en *á fundi mér
ekki (og þar væri reyndar aðeins fallsamræmi). Beygjanlegu eignarfornöfnin geta
táknað eiganda í eignarnafnliðum svo fremi þau samræmist höfuðorði sínu en
það geta persónufornöfn ekki, burtséð frá falli og samræmi. Líkast til er þetta
ástæða þess að fæstir samþykkja á fundi forstjórans og mín — þar myndi persónu-
fornafnið mín tákna eiganda í eignarnafnlið. En þetta er þó mun skárra en *á
fundi mín eða *á fundi mín og forstjórans. Svo virðist því sem það að fundi og mín
eru ekki grannstæð heldur aðskilin af forstjórans slævi tilfinninguna fyrir því að
persónufornöfn eigi ekki heima í eignarnafnliðum: Eignarfall forstjórans „smit-
ast“ yfir á fornafnið og sumir málnotendur geta greinilega sætt sig við það og
samþykkja því á fundi forstjórans og mín (27%).
„Fjarlægð“ á milli höfuðorðs og fornafns virðist líka skipta máli í ?á fundi
skólastjórans og mínum. Hér þarf eignarfornafnið að samræmast höfuðorðinu í
falli, tölu og kyni og þetta gengur treglega nema fornafnið sé grannstætt höfuð -
orð inu: á fundi mínum og skólastjórans. Hér getur eignarfallið ekki „smitast“ yfir
á fornafnið: *á fundi skólastjórans og míns.
Munurinn á eiginlegu og óeiginlegu eignarfalli kemur líka fram í tilvísunar-
setningum: Þetta er penninn sem ég hef saknað __ (sbr. Ég hef saknað hans) en
*Þetta er maðurinn sem ég þekki konuna __ (sbr. Ég þekki konuna hans) og þetta er
raunar líka svona í skyldum málum, þótt eignarfallið sé þar undansett nafnorðinu
(*This is the man that I know __ wife, sænska *Detta er mannen som jag känner __
fru). Þetta er athyglisvert fyrirbæri. Setningafræðin „sér“ tvenns konar eignarföll
en beygingarhluti málsins gerir engan greinarmun á þeim. Það er talsvert um
Ritdómar194