Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 199

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 199
alveg ljóst að hversu miklu leyti er við fallmörkun að „sakast“ í óeðlilegum völd- unardæmum. Sögnin sakna tekur með sér nefnifallsfrumlag en þó er setningin ?*Ég reyndi að sakna hans hæpin eða ótæk (en ?Ég reyndi að sakna hans ekki mun skárri, þótt hún sé reyndar fremur óeðlileg). Hér er margt órannsakað og bíður málfræðinga framtíðarinnar. 3. Álitamál og ályktunarorð Tilbrigði í íslenskri setningagerð er yfirgripsmikið verk með gríðarlegu magni upp - lýsinga. Tölulegu niðurstöðurnar munu nýtast málfræðingum til samanburð ar um langa framtíð og eru þegar teknar að nýtast við ítarrannsóknir á einstökum atrið - um, eins og sjá má í 3. bindi. Margt er hér vel gert og sumt glæsilega; verkið vitn- ar um firnamikla elju og einurð. Eitt af því sem prýðir þetta verk er að þar örlar hvergi á málfarslegum rétt- trúnaði, sem annars hefur svo mjög einkennt íslenska málumræðu. Rannsóknar - efnið er einfaldlega máltilfinning almennings og höfundarnir nálgast það án for- dóma um rétt mál og rangt. Íslenska hefur löngum verið talin afar einsleitt mál og er það að mörgu leyti en þetta verk leiðir þó í ljós að setningafræðilegur breyti- leiki er mikill í íslensku nútímamáli. En hér er þó ekki allt sem sýnist. Athug - unarefnin eru bæði mörg og margbreytileg en dæmin eru sótt á þekkt mið ef svo má segja; rannsóknin beinist að setningagerðum sem menn hafa talið sig vita að myndu sýna breytileika, væru á „gráu svæði“. Og þótt sá breytileiki sem kemur í ljós sé mikill þá er hann aðeins örlítið brot af öllum þeim breytileika sem hugs- anlegur væri. Langflest af þessum „hugsanlegu tilbrigðum“ eru þess eðlis að engum málfræðingi dytti í hug að kanna þau: *Jón Þuríði sagði María Ólaf elskaði að (í merkingunni ʻJón sagði Þuríði að María elskaði Ólaf’) er t.d. eðlileg orðaröð í mörgum málum, m.a. japönsku, en er að sjálfsögðu útilokuð í máli Íslendinga. Maður getur sagt flókna hluti eins og Allir þessir þrír góðu vinir mínir frá Lundi … en ég er nokkuð viss um að enginn Íslendingur myndi fallast á röðina *Frá þrír góðu þessir mínir allir Lundi vinir … og efast reyndar um að hún sé möguleg í nokkru tungumáli. Naumast myndi nokkrum málfræðingi heldur detta í hug að kanna hvort einhverjir geti fallist á *Ég veit ekki hvort María lesið bókina, þótt sambæri- legt orðalag sé eðlilegt í sænsku og norsku. Þar að auki eru að sjálfsögðu mörg „grá svæði“ látin órannsökuð í Tilbrigðum í íslenskri setningagerð, eins og ég hef nefnt dæmi um hér að framan. Málbreytileikinn sem sagt er frá í þessu verki er „blendinn“ og að mestu leyti einstaklingsbundinn. Engri setningu var hafnað af öllum málnotendum og engin setning hlaut samþykki allra þátttakenda. Talsverð fylgni er víða við aldur en yfir- leitt engin eða lítil fylgni við menntun, búsetu eða kyn. Þetta ástand er allsérstakt og á sér líklega fáar hliðstæður utan Íslands, a.m.k. að því er varðar menntun og búsetu. Þótt niðurstöðurnar séu að flestu leyti í samræmi við það sem menn hafa talið sig vita er mikilsvert að fá trausta vissu um þetta sérstaka íslenska „mál - ástand“. Málfræðingar framtíðarinnar geta fyrir vikið fylgst með því hvort þetta ástand tekur breytingum eða reynist stöðugt. Ritdómar 199
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.