Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 209

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 209
byggja á eldri íslenskum orðhlutum á meðan „neologism“ sé víðara og nái líka yfir ný orð sem fela í sér erlenda orðhluta. Í heild er þessi umræða skýr og skorinorð, og studd áhugaverðum dæmum. Helst er að því að finna að afmörkun kaflans verður kannski nokkuð þröng með því að einskorða hann við orðaforða, þótt málauðgun í skilningi Haugens nái vissulega fyrst og fremst til hans. Síðari kaflinn nefnist „Mál og þjóð“ og titillinn gefur skýra vísbendingu um umfjöllunarefni hans. Efnið, þ.e. samband máls og þjóðar, er víðfeðmt og erfitt að gera því viðhlítandi skil í svo stuttum kafla enda er hann nokkuð brotakenndur þótt ýmis áhugaverð atriði séu rædd. Aðallega er hugað að þeim sterku tengslum sem löngum hafa verið á milli umræðna um íslenska málstefnu og hugmynda um íslenskt þjóðerni og í því samhengi fjallað sérstaklega um tímabilið frá milli- stríðsárunum og fram yfir lýðveldisstofnun enda var þá oftast litið á íslenskt mál og fornbókmenntirnar sem forsendu þess að hægt væri að telja Íslendinga sér- staka þjóð. Þessi umræða er brotin upp með dæmum úr alþjóðlegu samhengi: um þátt Geordie-mállýskunnar í sjálfsmynd íbúa Newcastle, um deilur serbneskra menntamanna um hvað væri „rétt“ serbneska í kjölfar átakanna á Balkanskaga og um hugmyndir þeirra fáu sem enn tala Guernseyjarfrönsku um að varðveita verði hana í sem upprunalegastri mynd til að viðhalda menningarlegri sjálfsmynd þeirra. Hér er því margt enn ósagt um tengsl máls og þjóðar en þau brot sem eru tínd til gefa eftir sem áður skýra vísbendingu um hina stærri mynd og vert er að taka sérstaklega undir varnaðarorð Ara Páls varðandi öfgakenndar þjóðernishug- myndir og tengsl þeirra við málrækt, sem vísa þannig í inngangsorð hans. „Mál og mat“ er yfirskrift áttunda og síðasta kafla bókarinnar. Hér er gefið greinargott yfirlit yfir helstu atriði sem koma við sögu þegar mat er lagt á mál og málnotkun, þ.e. hvort hún teljist „rétt“ eða „röng“, „góð“ eða „vond“ eða viðeigandi við tilteknar aðstæður. Grunnurinn að kaflanum er lagður með umræðum um mál- legt viðmið (e. norm), sem Ari Páll skilgreinir sem svo að það segi „til um þá mál- hegðun sem málnotandi telur að málsamfélagið ætlist til við ákveðnar aðstæður“ (bls. 171). Síðan er rakið hvernig viðmið geta tekið á sig mismunandi myndir, þótt sameiginlegt viðmið um málnotkun sé vissulega mikilvægt skilgreiningaratriði á tilteknu málsamfélagi. Þannig er t.a.m. bent á að þau geta verið ýmist „virk“, þ.e. sagt til um raunverulega málnotkun við tilteknar aðstæður, „viðtekin“, þ.e. vísað til þess hvort málnotkunin teljist eðlileg við viðkomandi aðstæður, eða „skráð“, þ.e. tiltekin málnotkun sem mælt er með í kennslubókum, orðabókum o.þ.h. Þessi grunnur þróast síðan yfir í umræðu um mat á mismunandi málvenjum og lögð er fram skilgreining á „réttu“, „röngu“, „góðu“ og „vondu“ máli og er hún í samræmi við það sem viðgengst í umræðu íslenskra málfræðinga um þau hug- tök. Ari Páll bendir einnig á að það að leggja mat á málnotkun annarra sé engan veginn séríslensk iðja og setur svo fram allítarlega greiningu á þeim forsendum sem helst virðist stuðst við þegar mál er metið. Byggir hann þar á sex atriðum sem talin eru upp í sænska ritinu Språkriktighetsboken frá 2005, en þau snúast um hve föst í sessi málnotkunin er, hve viðurkennd hún er meðal bæði málnotenda og málstýrenda, hve vel hún fellur að málkerfinu og ritmálshefðinni og hve vel hún gegnir hlutverki sínu í samskiptum við mismunandi aðstæður. Ritdómar 209
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.