Gríma - 01.09.1940, Page 14

Gríma - 01.09.1940, Page 14
12 ÞÁTTUR AF STUTTU-SIGGU sem er austan Hörgár framarlega í dalnum og hefur verið í eyði frá því skömmu eftir síðustu aldamót. Voru þau hjón í mesta basli og notuðu Siggu mjög til betliferða. Mun hún hafa verið þeirra erinda, þegar hún fór með annarri stúlku vestur í Skaga- fjörð. Fóru þær Hörgárdalsheiði og hrepptu illviðri, svo að þær lágu úti þrjár nætur, en ekki sakaði þær að mun. Þó sagði Sigga, að þeim hefði liðið illa. — öðru sinni fór hún vestur yfir Hjaltadalsheiði og komst alla leið út í Viðvíkursveit. Lét hún vel af þeirri ferð og lofaði mjög gestrisni Skagfirðinga. — Stundum tók hún sér ferð á hendur inn í Eyjafjörð eða yfir á Svalbarðsströnd. Enginn skyldi ætlað hafa, að Sigga gengi í augu karlmanna eða yrði fyrir ástleitni af þeim. Þó átti það fyrir henni að liggja að eiga tvö börn í lausaleik, sitt með hvorum manninum. Nokkru eftir þrítugt varð hún barnshafandi af völdum manns nokkurs, sem átti heima úti í Möðruvallasókn. Gekk Siggu ákaflega erfiðlega að fæða barnið, svo sem við var að búast, enda náðist ekki í yfirsetukonu. Urðu tveir bændur til að sitja yfir henni, og þótti ganga krafta- verki næst að hún skyldi verða léttari. Fæddist barn- ið andvana eða dó rétt eftir fæðinguna. — Nokkrum árum síðar varð Sigga aftur barnshafandi. Kvaðst hún ekki geta tilgreint föðurinn með nafni, en heima ætti hann á Akureyri, og þekkja mundi hún hann frá öðrum, ef hann bæri sér fyrir sjónir. Kom Sigga hart niður að sveinbarni, sem skírt var Kristján Magnús. Þetta var árið 1853. Eftir barnsburðinn var Sigga kölluð fyrir rétt á Akureyri, og tók Stefán Thórarensen sýslumaður það ráð, að smala saman í einn hóp öllum þeim karlmönnum á Akureyri, er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.