Gríma - 01.09.1940, Page 15
ÞÁTTUR AF STUTTU-SIQQU 13
líklegir þóttu til faðernisins. Stóð Sigga við opinn
glugga, en mennirnir voru látnir ganga fram hjá í
röð. Þá benti Sigga á einn þeirra og mælti hreykin:
„Þarna kemur hann, andsk. beinið að tarna!111)
Meðkenndi maðurinn fúslega faðernið, og fór Sigga
heim við það. Fóstraði hún son sinn sjálf, var honum
góð og sýndi honum þá alúð, sem hún hafði vit til,
en gæta þurfti þess, að hún afæti hann ekki, þegar
enginn sá til. Drengur þessi dó úr landfarsótt þriggja
eða fjögra vetra gamall. Tók Sigga sér sonarmiss-
inn svo nærri, að hún varð nær því sturluð, og varð
litlu eða engu tauti við hana komið fyrst á eftir. Þó
sefaðist hún, er frá leið, og tók aftur gleði sína.
Barneignir sínar taldi Sigga sér til gildis og þóttist
meiri manneskja eftir en áður. Það var algengt, að
ókunnugir menn voru að furða sig á því upp í opið
geðið á henni, hvað lítil hún væri. Þá var hún vön
að svara: „Eg gat þó átt barn!“
Allt fram á elliár var Sigga talsvert smáskrítin og
hafði gaman af að stríða öðrum og hrekkja, þegar
hún sá sér færi; þó var það allt í meinleysi af henn-
ar hálfu. Sjálf þoldi hún illa stríð, stökk þá upp á
nef sitt, varð ákaflega hvassyrt og lét óþvegið fjúka
bæði klám og ragn. Stundum gat hún líka verið
meinyrt í svörum og ertin í tiltektum. Þegar hún var
í Auðbrekku, hafði hún þann starfa, að reka kýr í
haga, en til að stytta sér leið, tók hún upp þann sið,
að reka þær yfir engjablett, sem heyrði til Hátúni,
næsta bæ. Bóndanum þar, er Gísli hét, mislíkaði
mjög þetta háttalag Siggu og ámálgaði oft við hana
að hætta því, en hún skeytti því engu og svaraði illu
l) A Siggu máli: Harna temu ’ann, andstroda beini a’ dama!