Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 16
14 ÞÁTTUR AF STUTTU-SIGQU
til. Einu sinni sem oftar varð Gísli þungorður við
hana út af þessu, en þá sneri hún baki við honum,
skvetti pilsinu upp fyrir sitjandann, rak höfuðið
niður á milli fóta sér og kallaði: „Líttu í spegilinn,
Gísli minn!"1) Þarf varla að geta þess, að Sigga var
buxnalaus.
Sigga var ákaflega sólgin í áfengi og varð ofsa-kát
og fram úr hófi málug, ef hún fékk að bragða það
svo að nokkru næmi. Höfðu sumir gaman af að gefa
henni staup og láta hana rausa. Eru eftir henni höfð
ýmis klúr ummæli um barneignir hennar, en af því
að þau eru vafalaust sögð í ölvun, er ekkert mark á
þeim takandi. — Einu sinni kom Sigga inn í Höepfn-
ers verzlun á Akureyri og hitti Jónassen verzlunar-
stjóra. Bað hún hann að selja sér brennivín á pela-
glas, en kvaðst þó ekki vita, hvort hún ætti nóg fyr-
ir því. Fór hún að rekja sundur drusluböggul, sem
hún hafði meðferðis, tók innan úr honum lítinn
tréstokk með eineyring í og rétti Jónassen. Fyllti
hann pela kerlingar og lét hana frá sér fara með
hann og eineyringinn líka. Þá var Sigga hróðug og
þóttist hafa gert góða verzlun.
d. Etliár og æfilok.
Þegar Sigga var komin á sjötugs aldur, langaði
hana mjög til að ferðast til Siglufjarðar og heim-
sækja Snorra Pálsson verzlunarstjóra. Taldi hún sig
verið hafa fóstru hans, þegar hún var á Myrká hjá
séra Páli föður hans. Gerði hún ítrekaðar tilraunir
til að komast þangað út eftir, en var jafnan snúið
aftur af Sigfúsi Bergmann hreppstjóra í Fagraskógi.
’) Á Siggu máli: Lítt’ í peigilinn, Dísli minn!