Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 18
16
ÞÁTTUR AF STUTTÚ-SIGGLÍ
♦
sama baðstofuhúsi og hún. Áttu þau í sífelldum erj-
um, og tók hún sér þær mjög nærri. Angruðu strák-
arnir hana sérstaklega með því að nota næturgagn
hennar á nóttunni, svo að hún tók það ráð, að hafa
það til fóta hjá sér í rúminu. Ekki hafði hún heldur
frið með það þar, svo að hún færði það undir höfða-
lag sitt, og gekk það slysalaust um hríð. En eina
nóttina vildi svo óheppilega til, að það helltist úr
næturgagninu niður í „astúuna“ hennar (en svo
kallaði hún rekkjuvoðina). Varð Sigga þá alveg
hamslaus, hljóp á dyr og kvaðst ætla að týna sér.
Varð bóndi að fara á fætur, og tókst honum loks að
sefa hana; varð það að samningum, að framvegis
skyldi hún hafa óskoraðan rétt til næturgagnsins.
Á meðan Sigga var í Skriðu, tók hún sér eitt sinn
ferð á hendur fram að Bægisá, til þess að fá það
grafið upp úr kirkjubókunum, hvenær hún væri
fædd. Nokkru síðar var svo haldið upp á afmæli
hennar og boðið til nokkrum nágrönnum. Glatt var á
hjalla og Sigga í sjöunda himni af kæti, því að ýmis-
legt smávegis fékk hún að gjöf. Kvað hún þetta vera
fyrsta afmælisdaginn sinn. — Um líkt leyti var tekin
ljósmynd af Siggu; tókst hún vel og er allvíða til.
Ekki mýktist hugur Siggu til föður síns við árin
og aldurinn. Sagði hún svo að margir heyrðu, að
sama væri sér, hvar hún væri jörðuð, ef það væri
ekki hjá „hel.....honum pabba“. — Síðasta árið,
sem hún lifði, var hún í Hólkoti hjá hjónunum Sig-
tryggi Sigurðssyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Hún lá
aldrei í kör, en í páskavikunni árið 1900 fékk hún
inflúenzu og andaðist á páskadag 15. apríl, á meðan
verið var að lesa húslesturinn. Var hún þá á 85. ald-
ursári.
♦