Gríma - 01.09.1940, Side 24
22
Á BREIÐAMERKURJÖKLI
leið og verða með honum heim aftur. En hann hafði
ekki gert ráð fyrir þessu heima hjá sér og vissi því,
að fólk hans mundi óttast mjög um hann, ef hann
kæmi ekki heim á væntanlegum tíma.. Vegna þess,
hvað jökullinn var orðinn hættulegur yfirferðar af
bleytunni, bað Björn Jón bróður sinn að fá sér til
fylgdar Þorstein bónda á Reynivöllum, því að hann
hafði að nokkru leyti umsjón með jökulleiðinni, og
lofaði Jón því. Síðan skildu þeir bræður, en óljóst
hugboð hafði Björn um það, að þeir sæjust þarna
lifandi í síðasta sinn.
Um þessar mundir hafðist Björn við, ásamt fólki
sínu, úti á Fagurhólsmýri við heyvinnu. Sneri hann
þangað til baka. Á þriðjudagsnóttina dreymdi hann,
að hann sæi til manns með hest, og dyttu þeir báðir
í djúpan skurð. Greip hann þá kvíði mikill, og hrökk
hann upp við það. Datt honum í hug, að þetta boð-
aði slys, sem ef til vill yrði á jöklinum bráðlega. Óx
þessi kvíði Björns, svo að hann afréð að fara heim
til sín að Kvískerjum og tók með sér tíu ára son
sinn, Sigurð að nafni.
Snemma á miðvikudagsmorgun ætlaði Björn aust-
ur á jökul með drenginn með sér, en þá var svo
mikið óveður, að hann treysti ekki drengnum til að
þola það, þótt skarpur væri og harður af sér eftir
aldri. Um klukkan eitt e. hád. lagðist Björn til
svefns, enda taldi hann víst, að enginn mundi hafa
lagt á Breiðamerkurjökul í því foraðsveðri. Þegar
Björn vaknaði, fannst honum alveg sjálfsagt að fara
austur, enda var veðri þá farið að slota að mun, þótt
rigning héldist. Þegar að jöklinum kom, lét hann
drenginn verða eftir og gæta hestanna, en sjálfur
fór hann austur á jökul og gerði við veginn að vest-