Gríma - 01.09.1940, Page 24

Gríma - 01.09.1940, Page 24
22 Á BREIÐAMERKURJÖKLI leið og verða með honum heim aftur. En hann hafði ekki gert ráð fyrir þessu heima hjá sér og vissi því, að fólk hans mundi óttast mjög um hann, ef hann kæmi ekki heim á væntanlegum tíma.. Vegna þess, hvað jökullinn var orðinn hættulegur yfirferðar af bleytunni, bað Björn Jón bróður sinn að fá sér til fylgdar Þorstein bónda á Reynivöllum, því að hann hafði að nokkru leyti umsjón með jökulleiðinni, og lofaði Jón því. Síðan skildu þeir bræður, en óljóst hugboð hafði Björn um það, að þeir sæjust þarna lifandi í síðasta sinn. Um þessar mundir hafðist Björn við, ásamt fólki sínu, úti á Fagurhólsmýri við heyvinnu. Sneri hann þangað til baka. Á þriðjudagsnóttina dreymdi hann, að hann sæi til manns með hest, og dyttu þeir báðir í djúpan skurð. Greip hann þá kvíði mikill, og hrökk hann upp við það. Datt honum í hug, að þetta boð- aði slys, sem ef til vill yrði á jöklinum bráðlega. Óx þessi kvíði Björns, svo að hann afréð að fara heim til sín að Kvískerjum og tók með sér tíu ára son sinn, Sigurð að nafni. Snemma á miðvikudagsmorgun ætlaði Björn aust- ur á jökul með drenginn með sér, en þá var svo mikið óveður, að hann treysti ekki drengnum til að þola það, þótt skarpur væri og harður af sér eftir aldri. Um klukkan eitt e. hád. lagðist Björn til svefns, enda taldi hann víst, að enginn mundi hafa lagt á Breiðamerkurjökul í því foraðsveðri. Þegar Björn vaknaði, fannst honum alveg sjálfsagt að fara austur, enda var veðri þá farið að slota að mun, þótt rigning héldist. Þegar að jöklinum kom, lét hann drenginn verða eftir og gæta hestanna, en sjálfur fór hann austur á jökul og gerði við veginn að vest-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.