Gríma - 01.09.1940, Side 30
28
Á BREIÐAMERKURJÖKLI
„Hverjum á eg þá að skrifa?“ segir hún. „Séra
Magnúsi“, svaraði Jón. „Er það séra Magnús á Prest-
bakka?“ spurði hún. Það sagði Jón ekki vera og
bætti svo við: „Skrifaðu honum gott bréf og segðu
honum greinilega af mér. Og segðu honum, að mér
líði vel“. Eitthvað mælti hann fleira, en meira mundi
hún ekki af samtalinu. Morguninn eftir sagði hún
heimilisfólkinu drauminn, en tók hann fyrir eintóma
markleysu.1) En þegar bréf Þorláks barst í hendur
Páli, varð eigi um það villzt lengur, að draumurinn
benti til séra Magnúsar Helgasonar.
VI.
Þrátt fyrir það, að ekkert hafðist upp úr leit þeirri,
sem áður er á minnzt, gerðu kunnugir menn sér von
um, að lík Jóns mundi finnast fyrr eða síðar, ef það
hefði ekki borizt út í sjó, því að jökullinn er á sí-
felldri hreyfingu, og „hann skilar sínu“, segja Ör-
æfingar. Þeir þekkja það, að það sem niður fer í
jökulsprungu í dag, getur innan skamms legið ofan á
jöklinum.
Björn á Kvískerjum gaf aldrei upp leit sína að
fullu og öllu. Hafði hann gætur á jöklinum við og
við, og leið svo næsti vetur eftir slysið allt til 15.
aprílmánaðar. Þá fór hann austur að jökli sem oftar
og þá sá hann lítið eitt á höfuð á hrossinu, sem póst-
flutningurinn hafði verið á. Fór hann svo heim og
sendi eftir mönnum og áhöldum til að höggva jökul-
inn. Þegar þeir höfðu höggvið allmikið, sáu þeir á
annan fótinn á líki Jóns Pálssonar, og tókst þeim að
J) Draumurinn er tekinn eftir bréfi Páls.