Gríma - 01.09.1940, Page 39
ÞÁTTUR AF STURLU RÁÐSMANNI
37
g. Leignasmjörlð.
[Sr. B. Þ., St. J.].
Auk embættis síns hafði lögmaður á hendi umboð
klausturjarðanna og tók því árlega á móti fjölda
landskuldarfjár og miklu af leignasmjöri. Jafnóðum
og smjörið barst að á haustin, lét lögmaður griðkon-
urnar drepa því niður í grásíðu eina mikla, sem
stóð úti í skemmu, en æfinlega stóð hann yfir þeim
á meðan þær störfuðu að því, til þess að þær hnupl-
uðu ekki af smjörinu. Þótti griðkonum þetta afleitt
tiltæki af lögmanni og kvörtuðu um það við Sturlu,
að þeim gæfist aldrei færi á að skjóta undan svo
miklu sem einni smjörklípu, þegar staðið væri þann-
ig yfir þeim. Sturla kvaðst sjá ráð til þess, að þær
yrðu einhverja stund einar í skemmunni við verk
sitt, en þá yrðu þær líka að neyta færisins. — í
næsta skipti, sem leigur bárust að Munkaþverá, opn-
aði lögmaður skemmuna og lét griðkonurnar drepa
smjörinu í grásíðuna eins og vant var. En í miðjum
klíðum snaraðist Sturla másandi inn í skemmuna,
greip stein, sem lá þar á gólfinu að baki lögmanni,
hljóp með hann út og mælti um leið hátt: „Út skalt
þú og aldrei inn aftur!“ Lögmaður undraðist þetta
tiltæki Sturlu og skildi því síður ummæli hans, en
af því að hann var nokkuð forvitinn, hljóp hann út
á eftir honum og kallaði í hann. Var þá Sturla kom-
inn nokkuð suður eftir túninu, svaraði engu kalli
lögmanns, heldur skundaði með steininn suður í
Þverá og fleygði honum í hana. Hljóp lögmaður á
eftir honum suður að ánni og spurði, hvernig á þessu
uppátæki stæði. Sturla svaraði: „Mig dreymdi í nótt,
að herra lögmaðurinn væri úti í skemmu og grið-