Gríma - 01.09.1940, Page 40

Gríma - 01.09.1940, Page 40
38 ÞÁTTUR AF STURLU RÁÐSMANNI konurnar að drepa smjöri í grásíðuna, og þá þótti mér herra lögmaðurinn detta um bölvaðan steininn á gólfinu og meiða sig alvarlega. Eg hugsaði mér því að koma í veg fyrir annað eins slys, og nú þykist eg hafa gert mitt til, að steinninn verði aldrei lögmann- inum að meini“. Lögmaður þakkaði Sturlu hugulsemi hans með mörgum fögrum orðum og kallaði þetta einstakt og eftirbreytnisvert dæmi samvizkusemi og húsbóndahollustu. — Sagan getur ekki um, hvernig griðkonurnar notuðu sér fjarveru lögmanns. h. Sturla læknar fola. [Þ. Þork.]. Lögmaður átti fola, þriggja eða fjögra vetra gaml- an, hið bezta hestefni. Treysti hann engum eins vel og Sturlu til að hirða hann og kom sjálfur oft í hús- ið til hans til þess að klappa honum og strjúka hann. Annaðist Sturla folann með mestu nákvæmni, og var lögmaður hinn ánægðasti með framför hans og hugði gott til að byrja á tamningu hans um vorið. — Um þetta leyti var tóbaksnotkun að ryðja sér rúm í landi voru, og hafði Sturla eins og fleiri vanizt á munntóbak. Þegar leið á veturinn, varð hann uppi- skroppa með tóbak og kunni því illa, en hvergi var hægt að fá það keypt, því að kaupmannabúðirnar á Akureyri voru lokaðar allt til sumarkauptíðar. Það þóttist Sturla vita með vissu, að lögmaður mundi luma á nokkru tóbaki, en hitt vissi hann líka, að hann mundi vera sár á því. Tók þá Sturla það ráð, að hann svelti folann í nokkra daga, svo að hann varð þvengmjór, bar nokkrar fötur af vatni í hest- húsið og hrærði því vel saman við taðið, sem fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.