Gríma - 01.09.1940, Page 41

Gríma - 01.09.1940, Page 41
ÞÁTTUR AF STURLU RÁÐSMANNI 39 var. Síðan gekk hann á fund lögmanns og tjáði hon- um með mesta sorgarsvip, að folinn hans væri að drepast. Varð lögmanni bilt við og spurði, hvað að folanum gengi. Sturla svaraði: „Hann hefur fengið svo mikla sótt, að hún rennur niður af honum eins og lækjarvatn. Væri mér kærast, að herra lögmaður- inn vildi sjálfur koma með mér og líta á blessaða skepnuna, áður en hún sálast“. Fór lögmaður þegar með Sturlu til hesthúss, og var þar dapurleg að- koma, er folinn stóð í sultarkeng í miðri forarleðj- unni. „Þekkir þú nokkur ráð við þessu?“ spurði lög- maður. „Ráð kann eg við því“, svaraði Sturla, „en það má nú ekki að gagni koma“. Lögmaður spurði, hvað það væri. „Það þarf að setja ofan í hann tó- bak“, svaraði Sturla, „og það oftar en einu sinni, helzt þrisvar. Það má telja óbrigðult ráð við hrossa- sótt, en nú er tóbak hvergi að fá, svo að ekki tjáir um það að tala“. „Vera má þó, að einhver ráð yrðu með að nálgast tóbak“, svaraði lögmaður og gekk til bæjar. Sótti hann tóbaksrullu inn í svefnhús sitt og fékk Sturlu, en hann tók við og hagnýtti sér í laumi. Síðan mokaði hann hesthúsið og fór að hára í folann hægt og hægt, svo að hann tók að hressast, en lögmaður kom daglega í hesthúsið eftir það og lofaði Sturlu á hvert reipi fyrir lækniskunnáttu hans. Ekki taldi Sturla annað þorandi en að endur- taka inngjöfina, og með því móti gat hann haft þrjár tóbaksrullur út úr lögmanni, enda var folinn þá al- bata. — Entist Sturlu tóbakið fram að kauptíð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.