Gríma - 01.09.1940, Qupperneq 43
ÞÁTTUR AF STURLU RÁÐSMANNI
41
kveri Páls lögmanns, bls. 25—37, er Sturla-kvxði og Sturla-
rlma um vinnumann þenna, og þar segir enn fremur, að hann
um skeið hafi átt heima úti á Skaga, en dáið síðar vestur i
Saurbæ. 1 manntalinu frá 1703 finnst nafn hans hvergi á
þessum slóðum, svo að eftir því hefði hann þá átt að vera dá-
inn. — Það er að mörgu leyti líklegt, að hér sé einmitt um
sama mann að ræða, því að nafnið er í raun og veru hið sama,
og báðir hafa þeir verið fullir gáska og gamans. Hafi svo
verið, þá hefur Sturla fyrst verið á vist með Birni Magnússyni,
sýslumanni og klausturhaldara á Munkaþverá, sem var sonur
Magnúsar lögmanns Björnssonar. Björn bjó þar 1670—96, vai
óheppinn i embættisfærslu, sukksamur og enginn búmaður, og
er ekki ótrúlegt, að pöróttur ráðsmaður hafi getað leikið eitt-
hvað á hann.
Sú er Iíka tilgáta Stefáns Jónssonar á Munkaþverá, að
Sturla hafi verið þar i tíð Björns; að verið geti, að einhver
fótur sé fyrir sögum þessum, en að Sturla hafi fært þær i
stílinn og sagt þær í gamni til þess að láta hlæja að þeim. —
Þegar á allt er iitið, má það teljast sennilegt, að þannig séu
sögurnar í fyrstu til komnar.
/. R.
4.
Jón betri og Jón verri.
[Handrit Stefáns Jónssonar á Munkaþverá].
Fyrir langa löngu voru tveir húskarlar á Munka-
þverá, og hét hvortveggi Jón; voru þeir aðgreindir
þannig í daglegu tali, að annar var kallaður Jón
betri, en hinn Jón verri. Var Jón betri heitbundinn
griðkonu þar á staðnum, er Guðrún hét. — Eitt
kvöld var Guðrún griðkona frammi í eldhúsi að þvo
Jóni sínum um höfuðið úr keytu, svo sem þá tíðkað-