Gríma - 01.09.1940, Qupperneq 44
42 JÓN BETRI OG JÓN VERRI
ist, er sápa var lítið eða ekki þekkt. Þegar hún ætl-
aði að fara að þurrka Jóni um höfuðið, hafði hún
gleymt þurrkunni og varð því að hlaupa til baðstofu
að sækja hana. Svo var húsum skipað á Munka-
þverá, að suður úr aðalgöngunum á milli bæjardyra
og baðstofu voru önnur göng, þrjátíu álna löng, og
lágu til eldhússins, sem var syðst bæjarhúsa. Báðum
megin við göng þessi voru húskofar og gengið í þá
úr göngunum. — Öll þessi hús og göng stóðu til
skamms tíma. — Nú er það að segja af Jóni verra, að
hann var þarna einhversstaðar á hnotskóg og vissi
allt, er gerðist í eldhúsinu. Skauzt hann þangað, er
keytustampurinn stóð á afviknum stað í göngunum,
vætti hár sitt vel og vandlega og mætti síðan Guð-
rúnu í myrkrinu. Vissi hún ekki betur en að þar
væri Jón sinn á ferð og þurrkaði honum um höfuðið
með einstakri nærgætni og blíðu; síðan gekk hún
aftur til baðstofu og settist við tóskap sinn.
Þá víkur sögunni til Jóns betra, þar sem hann sat
frammi í eldhúsi í myrkri og kulda með alvott höf-
uðið. Beið hann þar lengi þolinmóður eftir því að
Guðrún hans kæmi með þurrkuna, en þegar hann að
lokum var orðinn úrkula vonar um, að svo yrði, rann
honum í skap og gekk hann ærið gustmikill til bað-
stofu; deildi hann hart á Guðrúnu fyrir ræktarleysi
hennar, en hún hafði svör í móti; lyktaði deila þessi
á þann veg, að þau slitu heitum hvort við annað. —
Skömmu síðar lofaðist Guðrún Jóni verra. Brá þá
svo við, að niðurnefnaskipti urðu á þeim nöfnum, og
upp frá því var Jón betri kallaður Jón verri, en Jón
verri kallaður Jón betri!