Gríma - 01.09.1940, Page 49
GUÐMUNDUR ELDRI SKÁLD I ENNISKOTI 41
því uppskrifað. Lausavísurnar munu aftur á móti
aldrei hafa verið skrifaðar. Eg var of ungur til þess
að eg nú geti sagt nokkuð um gildi þessara ljóða.
Eg man þó sérstaklega eftir harmljóði einu, eftir-
mælum, sem hann hafði ort eftir son sinn, dreng,
sem hafði orðið úti. Var í því kvæði þungi mikill og
tregi samfara innilegri trú. — Öll munu ljóð Guð-
mundar glötuð nú.
Af gamanvísum Guðmundar heyrði eg nokkuð, en
man lítið, og munu þær þó hafa verið flestar. T. d.
um eina slíka vísu er þessi saga.
Einhverju sinni á eldri árum sínum kom Guð-
mundur á bæ. Hann var þá mikið ölvaður. Bóndi
var ekki heima, en húsfreyja tók á móti honum og
bauð honum inn. Hann vildi það ekki, en spurði,
hvort hún gæti gefið sér á vasapelann. Hún tók því
einkar vel og bað hann að fá sér glasið. Fer hún inn
með það og kemur að vörmu spori aftur með það
fullt og fær honum. Karl verður léttbrýnn við, tekur
við glasinu og ætlar að súpa á, en finnst þá lyktin
eitthvað skrítin. Fer hann að athuga það betur, og
kemur þá í ljós, að konan hafði fyllt pelann af
keytu. Guðmundur glotti við og kvað:
Þitt er lasið þankafar,
þú hefir hrasað kona;
keytu-glasa-grundirnar
gefa á vasann svona.
Sagt var, að konunni hafi sárnað vísan. En öðrum
þótti mátulegt, að Guðmundur hafði valið henni
nýja kenningu og kennt hana við gjöf sína.
Á yngri árum Guðmundar urðu Randajaka-vísur
til í Húnavatnssýslu. En það var upphaf þeirra, að
maður nokkur af Skagaströnd, er Jón hét og var