Gríma - 01.09.1940, Síða 51
GUÐMUNDUR ELDRI SKÁLD f ENNISKOTI 49
skáldum hafi fundizt minna til um yrkisefnið eftir
en áður.
Guðmundi er svo lýst, að hann væri meira en
meðalmaður á hæð og þrekinn, kringluleitur frem-
ur, rjóður í kinnum og nefið nokkuð hafið upp
framanvert, varð snemma skölióttur, skeggjaður
mjög og með dálítinn topp á nefbroddinum. Hann
var gleðimaður mikill, skemmtinn í viðræðum, fróð-
ur og fyndinn og lét fjúka í kviðlingum, og svo geð-
prúður, að hann nálega ekki sást skipta skapi. Vín-
hneigður var hann mjög og þótti kvenhollur, enginn
fésýslumaður og búmaður í minna lagi, enda bjó
hann við fátækt mestan hluta æfi sinnar á kotum.
Eftir það er hann fór frá Enniskoti, mun hann hafa
búið bæði í Þorkelshólshreppi og Þverárhreppi.
Þannig heyrði eg þess getið, að hann hefði búið á
parti af Ásbjarnarnesi og í Bjarghúsum í Vesturhópi
og í Sporðshúsum í Víðidal.
Guðmundur var tvíkvæntur. Hétu synir hans
Steinn og Sigurður af fyrra hjónabandi, og dætur
tvær af síðara hjónabandi Lilja og Hólmfríður. Ald-
ursmunur þeirra systkina var svo mikill, að bræð-
urnir voru rosknir menn, er systurnar voru í barn-
æsku.
b. Frá Steini Guðmundssyni.
Steinn, sem Miðfirðingar oftast kölluðu Stein á
Reykjum eða Reykja-Stein, var elztur barna Guð-
mundar, og frá honum gengu mestar sögur, þó að
flestar séu þær nú gleymdar. Hann þótti sérvitur
mjög og ekki við alþýðuskap.
Steini er svo lýst, að hann væri mikill vexti og
sterkur og heldur ófríður. Hann var lítið gefinn fyr-
4