Gríma - 01.09.1940, Side 52

Gríma - 01.09.1940, Side 52
50 GUÐMUNDUR ELDRI SKÁLD f ENNISKOTI ir vinnu og því oft á ferðalögum, drykkjumaður mikill og þótti svakalegur og ójafnaðarmaður hinn mesti við vín, enda eldi hann grátt silfur við marga. Af sumum var hann kallaður Steinn böðull, og kom það til af því, að þá var jafnan hýtt á þingum fyrir ýmsar yfirsjónir, þ. á. m. fyrir bameignir í lausa- leik; mun því oft hafa orðið að grípa til vandarins, en enginn var böðullinn. Varð sýslumaður því að skipa ýmsa menn til þess starfa eftir atvikum, og eitt sinn á Steinn að hafa orðið fyrir því. — Önnur saga, sem eg heyrði um böðulsnafnbótina, mun vera með öllu ósönn. En hún var sú, að Steinn um nokk- urt skeið gegndi böðulsembætti í Húnavatnssýslu og riði hann til þinga með sýslumanni og reiddi stóran vönd fyrir aftan sig. Þegar Steinn gerðist roskinn, komu þeir lítt skapi saman, hann og Guðmundur faðir hans, enda voru þeir harla óskaplíkir, því að Steinn var allra manna bráðlyndastur og við öl svo uppstökkur, að ekki mátti orðinu halla. Þoldi hann því ekki gamanyrði Guðmundar. Var honum og laus höndin og sveifst þess ekki að fljúga á gamla manninn, er því var að skipta. Einhverju sinni kom Steinn til föður síns í Sporðs- hús; þar bjó Guðmundur þá. Var þá í för með hon- um annar alkunnur óreglumaður, er Karvel hét Kristjánsson. Steinn heimtaði brennivín af föður sínum handa þeim félögum, en Guðmundur kvaðst ekki eiga. Trúði Steinn því ekki og virti til fjand- skapar við sig, að hann vildi ekki gefa þeim. Varð af því orðasenna, og að síðustu réðist Steinn á föður sinn og þeir félagar báðir, höfðu hann undir og léku illa. Kona Guðmundar tók þá dætur sínar, sem voru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.