Gríma - 01.09.1940, Side 56

Gríma - 01.09.1940, Side 56
54 GUÐMUNDUR ELDRI SKÁLD I ENNISKOTI Spurði Guðmundur, hver sá anddbreiður væri. Steinn hló þá dátt og svaraði: „Skýzt, þótt skýrir séu, faðir minn; hver ætli sé andabreiðari en sjór- inn“. Varð Guðmundur að láta sér þá skýringu lynda. Steinn bað konu þeirrar, er Þorbjörg hét, og fékk hennar. Hún var af Víðidalstunguætt og afkomandi Páls lögmanns. Ekki þótti hún greind og harla und- arleg í háttum, enda var hún látin vera í fjósi og vinna þau verk, er auvirðilegust og óþrifalegust þóttu. Steinn hafði aðallega gengizt fyrir ættgöfgi hennar, þegar hann fékk hennar. Þegar þau voru í tilhugalífinu, fór Steinn eitt sinn út í Höfðakaupstað. Þar keypti hann léreftsskyrtu hvíta og hafði með sér að Víðidalstungu, er hann kom að finna Þorbjörgu. Gaf hann henni skyrtuna og sagði: „Hólkaðu þér nú í þetta á jólunum, Þor- björg mín, eins og hitt fólkið“. Hún þakkaði honum gjöfina og kvaðst skyldi gera það. En á aðfangadags- kveld jóla, er hún kom úr fjósinu, fór hún í skyrt- una utan yfir alla larfana og sat svo búin um kveld- ið; sagðist hún gera þetta til þess að gleðja hann Stein sinn. Þau Steinn og Þorbjörg settu bú saman á hinu forna höfuðbóli, Reykjum í Miðfirði. Bjuggu þau að Ytri-Reykjum. Svo er sagt, að ættingjar Þorbjargar kæmu að Reykjum einhverju sinni að heimsækja þau Stein. Voru gestirnir Páll í Víðidalstungu og prestur einn, er var þeim náskyldur. Steinn var ekki við, þegar þeir komu, en Þorbjörg fylgdi þeim til baðstofu og fór síðan fram. Þeir litast um og sjá í einu rúminu eitthvað, sem þeir héldu að væri ungbarn, og var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.