Gríma - 01.09.1940, Page 57
GUÐMUNDUR ELDRI SKÁLD í ENNISKOTI 55
breitt yfir brekán. Þeir lyfta því af og ætla að sjá
barnið, en þá var þar kindarskrokkur vel hálfur.
Þorbjörg hafði þá verið að brytja af honum í mat-
inn, er þeir komu, og sér til hægðarauka hafði hún
farið með allt saman inn í baðstofu. En er gestina
bar að garði, hafði hún falið kroppinn í rúminu og
breitt brekán yfir.
Þeir þágu þar góðgerðir. Kom bóndi heim og var
hinn kátasti; að lokum kom Þorbjörg með brenni-
vínsflösku og staup. Staupið var aðeins eitt, og urðu
þeir að drekka eftir mannvirðingum. En er röðin
kom að Steini, saup hún á flöskunni og spýtti í
staupið og rétti honum. Varð honum þá að orði:
„Þetta hefði eg ekki getað drukkið, Þorbjörg, ef þú
hefðir ekki verið af svona háum stigum“.
Þau hjón áttu börn saman. Hét sonur þeirra Páll
Friðrik Vídalín. Einhverju sinni kom Páll í Víðidals-
tungu og vildi sjá nafna sinn. Lét hann orð falla
um, að bezt mundi vera að hann færi heim með sér,
því að Þorbjörg mundi ekki kunna með börn að
fara, svo að vel væri.
Þá kvað Steinn:
Sjáðu hann Friðrik, séra minn,
sízt I orðum gagur;
hann er hvorki hlandrunninn,
hrakinn eða magur.
Sagt var, að Steinn hafi sjálfur annazt barnið að
mestu eða öllu leyti, enda heyrði eg sagt frá því,
að hann hefði verið börnum nákvæmur og góður.
Tveir bæir voru þá á Ytri-Reykjum. Hét sambýl-
ismaður Steins Jósías. Þeir voru líkir að því leyti,
að hvorugur mun hafa þótt neinn sérlegur búþegn.
En samkomulagið hefir víst ekki verið meira en